Page 1 of 1
Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 4. May 2010 23:24
by Hrotti
Ég reyndi að finna eitthvað í gömlum þráðum en fann enga lausn.
Við Plimmó félagar höfum verið að nota EZ Water skjalið til að bæta vatnið okkar fyrir hina og þessa stílana sem við höfum bruggað. Það sem við höfum hingað til notað til að tweak'a vatnið er gifs, Epsom salt, Maldon Salt og matarsóda.
Okkur vantar hins vegar Krít (Chalk CaCO3) og Kalsíum Klóríð (Calcium Chloride CaCI2) sem myndi auðvelda okkur "tweak'ið".
Ég hringdi í Gróco (heilverslun) til að reyna verða okkur út um þetta en þeir selja ekki einstaklingum því þetta eru efni á viðvörunarlista. Því selja þeir eingöngu fyrirtækjum þetta sem nota þetta í framleiðslu. Hann sagði að eina leiðin til að fá þetta er að vera með vottun frá Vinnueftirlitinu á sérstaka geymsluskápa.
Því spyr ég vitrari menn, á einhver krít & kalsíum klóríð eða er með einfalda lausn með staðgengils Apóteksefni.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 4. May 2010 23:59
by Idle
Krít fæst í Ámunni. Kalsíum klórið var a. m. k. hægt að kaupa í apótekum án nokkurra vandkvæða. Amma mín notaði það til að vega upp á móti sýru í sultugerðinni.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 5. May 2010 09:51
by Hrotti
Takk fyrir þetta... Læt reyna á Apótekarann.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 10. May 2010 19:52
by andrimar
Gekk e-ð að finna Kalsíum Klóríð. Fór bæði í Apótekaran og Lyf og Heilsu í dag án árangurs nema þó að lyfjafræðingurinn í Lyf og Heilsu sagði mér að Kalsíum Klóríð væri líka oft kallað rabbabara kalk. Kannski það hjálpi e-um í leitinni.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 10. May 2010 23:20
by Chewie
Ég mæli með að kaupa þetta að utan. Groco eru mjög dýrir - ég reyni að komast hjá því að versla við þá eins og hægt er.
Ég keypti Gypsum, Yeast nutrients, pH stabilizer, Irish moss, 10pakka Saflager S-23 og 5 ölger á um 9.000kr með tolli og sendingarkosnaði á heimasíðunni:
http://stores.ebay.com/The-Bruhaus-Brew ... ine-Supply" onclick="window.open(this.href);return false;
Epson salt keypti ég í heilsubúðinni minnir mig, 1kg á um 400kr og CaCl2 tók ég úr skólanum.
Hef náð 80-85% nýtingu sem ég tel að sé vegna þessara salta. Mæli hiklaust með að fjárfesta í þeim.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 11. May 2010 11:24
by sigurdur
Ég er ekki búinn að leita að því hvar best sé að fá krít (trúlega að utan), en kalsíum klóríð getið þið fengið sem 'driveway heat' í þeim verslunum sem að þið finnið.
Kalsíum klóríð er einnig notað til þess að binda t.d. olíu sem að hellist á jörðina, þannig að þið getið fundið það mögulega í N1 eða álíka.
Skoðið bara möguleikana á amazon ..
http://www.amazon.com/s/ref=nb_sb_noss? ... de&x=0&y=0" onclick="window.open(this.href);return false;
Vona að þetta komi að gagni fyrir ykkur.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 11. May 2010 11:37
by andrimar
N1 á ekki til Kalsíumklóríð. Skólavörubúðin á þetta til undir Kalsínklóríð(sama efnaformúla) en afgreiðir það bara til skóla.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 11. May 2010 11:40
by sigurdur
Leitaðiru að kalsíum klóríð, eða olíubindiefni?
Ef ég fer í verslun og bið um vetnistvíoxíð, þá veit afgreiðslumanneskjan ekkert hvað ég er að tala um, en ef ég bið um vatn þá fæ ég allt önnur viðbrögð.
EDIT:
tvívetnisoxíð en ekki vetnistvíoxíð eins og ég sagði ....
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 11. May 2010 12:03
by andrimar
Góður punktur, reyndar mjög góður punktur!

Ég tékka á því á eftir. Er samt ekki hættan á að ef maður biður bara um olíubindiefni að maður fái e-ð duft sem er ekki bara Kalsínklóríð heldur með e-um fleiri óætari efnum í sér? Nú hefur ég ekki unnið á verkstæði svo ég veit ekki meir

Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 11. May 2010 12:12
by sigurdur
Ég býst við að þú þurfir að skoða pakkninguna vel og athuga innihaldslýsinguna áður en þú notar þetta. Þú getur prófað að skoða nokkrar tegundir á netinu sem að er vitað að virki áður en þú leggur af stað í verslunina.
Annars mun ég líklegast leita að 'Driveway heat' í Byko/Húsasmiðjunni, þar sem að ég veit að sú vara finnst hér á landi. Ég veit hinsvegar ekki hvort að það sé búið að setja hana á lager eða ekki.
Nokkur varnaðarorð um kalsíum klóríð, það drekkur í sig raka þannig að geymið þetta á þurrum stað og forðist að hafa loftþéttu umbúðirnar opnar of lengi.
Við blöndun á kalsíum klóríð og vatni þá myndast exothermic áhrif, vatnið hitnar við blöndun.
(ég vona að það þurfi ekki almennt að taka þetta fram)Ekki éta þetta því að það mun án efa valda einhverjum skaða, og haldið þessu frá börnum. Þetta getur skaðbrennt börn ef þau borða þetta.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 11. May 2010 16:28
by OmarG
Það er eitthvað smotterí meira í Driveway Heat heldur en CaCl2. CaBr2 er þó innan við 1%, restin eru bara venjuleg sölt. En persónulega sem efnafræðingur þá er ég ekki hrifinn af því að treysta einhverju svona sem er greinilega ekki ætlað til manneldis, hef samt ekki áhyggjur af því að þetta sé neitt bráðdrepandi. Sjá upplýsingar um Driveway Heat og brómíð fyrir neðan.
http://www.scotwoodindustries.com/MSDS% ... S_2009.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
http://en.wikipedia.org/wiki/Bromide" onclick="window.open(this.href);return false;
kv,
Ómar
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 13. May 2010 10:10
by sigurdur
Þakka þér fyrir þessar upplýsingar.
En ef ég reikna út magnið af Kalsíum Brómíð(CaBr2) (1%) sem að fer í 30 lítra ef að ég er með 15gr af Driveway Heat (vinsamlegast leiðréttið mig ef ég fer með eitthvað rangt hér .. getur verið að ég þurfi að reikna eðlisþyngd efna til að fá nákvæmari niðurstöður):
Code: Select all
CaBr2 ppm = (D.Heat * 1%) / lítrum = (15 gr * 0,01) / 30 = 0,005 gr/l = 5 mg/l ==> <5 ppm
Af wikipedia um brómíð:
"The average concentration of bromide in human blood is 5.3±1.4 mg/L and varies with age and gender."
Jæja, ég mun þá stýra mér af því að nota Driveway Heat í þetta og mun panta CaCl2 frá morebeer. Takk enn og aftur
Fyrir ykkur sem hafið keypt Driveway heat, þið getið notað það í annan tilgang. Frostmark CaCl2 í vatni er -75°C ef ég man rétt. Þið getið blandað Driveway Heat í ~20-25L af vatni í tunnu og sett hana í frystirinn. Ef að upplausnin inniheldur nægt magn af Driveway Heat, þá ætti hún ekki að frjósa við -18°C og því fullkomin til þess að nota til að kæla virt sem að skal setja lagerger í. Það þyrfti þó trúlega að hita þetta upp í einhverjar -5°C áður en þið notið þetta hinsvegar

Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 13. May 2010 10:28
by Idle
Gleymdi að taka það fram að krít (CaCO3) fæst einnig í Vínkjallaranum. Ef ykkur gengur illa að nálgast kalsíum klóríð í apótekum af einhverri ástæðu, þá myndi ég líka reyna við gæludýraverslanir. Það er gjarnan notað í fiskabúrum. Finnst þó skrýtið ef apótekin selja þetta húsmæðrum en ekki bruggurum.

Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 13. May 2010 21:02
by andrimar
Þetta er til í "Gamla Apótekið" línunni en þarf að sérpanta. Er þó eingöngu til í fljótandi formi. Veit ekki hver styrkleikinn er á því. Tékka á gæludýraverslununum með að fá þetta í föstu formi.
Eru þessar verslanir með e-ar sérhæfingar, þ.e. er e-r gæludýrabúð sem þið vitið um með meira úrval í fiskavörum en aðrar?
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 13. May 2010 21:37
by OmarG
Getum við ekki fengið einhverja miðaldra húsmóðir til að versla þetta fyrir okkur
kv,
Omar
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 2. Nov 2010 14:13
by kobbi
Ég ætla að endurvekja þennan þráð og spyrja hvort þið hafið fundið Kalsíum Klóríð hér á frónni?
Kveðja,
Jakob S.
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 2. Nov 2010 14:15
by sigurdur
Ekki nema bara í Driveway Heat (með brómíði).
Re: Krít og Kalsíum Klóríð
Posted: 4. Nov 2010 01:57
by halldor
kobbi wrote:Ég ætla að endurvekja þennan þráð og spyrja hvort þið hafið fundið Kalsíum Klóríð hér á frónni?
Kveðja,
Jakob S.
Við strákarnir kipptum með okkur kalsíum klóríð í Belgíu. Við eigum eflaust eitthvað aflögu. Ég skelli því í sölusíðuna.