Page 1 of 1

Bláberjasnaffs

Posted: 4. May 2010 11:04
by jtm
Heilir og sælir.

Er nýr hér en hef verið lesandi. Læt hér inn uppskrif að bláberjasnaffs vegna þess hve vel hann heppnaðist.

Þetta byrjaði með því að ég var fastur í sumarbústað í fyrra sumar og hafði lítið að gera. Það reyndist vera þvílík bláberjauppskera að það hálfa hefði verið nóg. Ég týndi um 22 kíló af bláberjum enda var ég úti að týna ásamt börnunum heilu og hálfu dagana. Berin voru hreinsuð og skoluð og svo sett beint í frysti. Þegar ég kom heim áhvað ég að nota berin í etthvað gagnlegt.

Uppskrift:

18 kíló bláber (mamma hirti rest)
8 kíló sykur
Cobra 8 ger (áman)
bentonít & pectolase (áman)

Ég leyfði berjunum að þyðna og hreinsaði mest af stylkunum (mjög leiðinlegt).Sauð svo um 8L af vatni og leysti sykurinn upp í því. Setti berin í berjapoka og svo í 30L plast tunnu og hellti sjóðandi sykurlausn yfir.
Leyfði þessu að standa í um klukkustund og bætti svo vatni upp í ~26L. bentonít & pectolase í og beið í korter. Hitinn er ~26 gráður. Set svo gerið í og lokið á (engan vatnslás fyrstu 5 dagana, bara klút yfir gatið) og hræri einu sinni á dag. Það kom svaka gerjun og frekar súr lykt. Eftir fimm daga tók ég pokann úr og vatt hann hressilega. ( Las síðar á netinu að maður ætti ekki að kreysta safan úr eftir gerjun, veit einhver afhverju ?). Setti svo undir vatnslás og lét í friði í 3-4 daga. Næsta skef var svo að rakka yfir á flösku. Rakkaði 3 sinnum á mánaðar fresti og setti svo á flöskur. Þetta kemur út um ~17% og krystal tært. Mjög fallegt á litinn svona dökk fljólublátt.

Eftir 3 mánuði á flösku áhvað ég að prufa, og þvílikur viðbjóður. Súrt með yfirþyrmandi gerbragði. Ég hélt að þetta væri bara ónýtt en áhvað að leyfa þessu bara að bíða.

Í gær opnaði ég svo eina flösku (um ~8 mánuðir) og þvílík breyting. Súrabragðið alveg horfið og gerbragðið líka. Smá gerlykt eftir en ætli hún hverfi ekki á endanum. Þetta er orðið meira en drekkanlegt svolítið sterkt en með sódavatni er þetta mjög gott. Varla að maður hefði trúað því að þetta gæti lagast svona mikið. Hvernig verður það eftir 3 ár (ef það endist svo lengi).

Kv. jtm

Re: Bláberjasnaffs

Posted: 4. May 2010 11:28
by Eyvindur
Ég giska á að það sé slæmt að kreista, því þá kreisti maður tannín úr berjunum.

Re: Bláberjasnaffs

Posted: 4. May 2010 11:50
by jtm
Eyvindur wrote:Ég giska á að það sé slæmt að kreista, því þá kreisti maður tannín úr berjunum.
Ahh gott að vita. Það hefur ekki komið að sök hér en maður hefur þetta í huga í framtíðinni.

Re: Bláberjasnaffs

Posted: 4. May 2010 13:13
by sigurdur
Mörg vín eru handónýt þegar þau eru ný, en lagast mjög mikið með aldrinum.
Góð rauðvín eru yfirleitt búin að eldast í einhver ár.
Gott whiskey er búið að eldast í fjöldann allan af árum.
Mjöður verður yfirleitt aldrei drekkanlegur fyrr en eftir a.m.k. 1 ár.

Leyfðu þessu að aldrast í eitt ár og prófaðu svo. Leyfðu því svo að eldast í annað ár og prófaðu aftur. Ég skal næstum því lofa þér því að það mun skána :)

Re: Bláberjasnaffs

Posted: 7. May 2010 12:21
by kristfin
núna verður þú nátturlega að búa til svona vín á hverju ári. síðan eftir 2 ár geturðu farið að smakka árganga saman.

mættu á mánudagsfund og gefðu okkur að smakka