Page 1 of 1

500g gerpakkning

Posted: 4. May 2010 10:06
by eymus
Félagi minn sem er að koma sér inn í bruggunina varð fyrir því "óláni" að kaupa 500g gerpakkningu af T58 hjá Ölvisholti. Nokkuð ljóst að öllu því geri verður ekki bætt út í neina lögun hjá honum :-) Er hægt að loka pakkningunni þegar búið er að taka það sem þarf í eina lögun eða er þetta ónýtt eftir opnun?

Re: 500g gerpakkning

Posted: 4. May 2010 10:14
by Idle
Það er alls ekki ónýtt eftir opnun, en gæðin minnka og líkurnar á sýkingu aukast. Best væri ef vinur þinn gæti lofttæmt umbúðirnar fullkomlega og lokað þeim, eða a. m. k. sett gerið í ziploc poka og geymt það í frysti. Þannig verður það í góðu lagi í a. m. k. eina viku, en framleiðendur mæla alls ekki með lengri geymslutíma en það eftir opnun.

Félagi þinn verður bara að brugga stíft í eina viku, og reyna að nýta allt gerið. :D

Re: 500g gerpakkning

Posted: 4. May 2010 13:07
by sigurdur
Brjálaður heimabruggari í BNA sem að kallar sig Yuri_rage. Hann kaupir ger í 500gr pökkum.
http://www.youtube.com/watch?v=CyI9S4Qw ... re=channel" onclick="window.open(this.href);return false;
0:55

Þú getur bent vini þínum á að spyrja þennan yuri hvort að hann lendi í vandræðum.

Re: 500g gerpakkning

Posted: 4. May 2010 18:38
by arnilong
Vá fyndið, hann gæti bruggað ca 10 hl af bjór! Hvað borgaði hann fyrir þessa pakkningu hjá þeim?

Re: 500g gerpakkning

Posted: 4. May 2010 18:59
by kalli
arnilong wrote:Vá fyndið, hann gæti bruggað ca 10 hl af bjór! Hvað borgaði hann fyrir þessa pakkningu hjá þeim?
Varla 10hL. Ég fæ út 1.100L og þykir nóg samt.

Re: 500g gerpakkning

Posted: 4. May 2010 19:03
by arnilong
kalli wrote:
arnilong wrote:Vá fyndið, hann gæti bruggað ca 10 hl af bjór! Hvað borgaði hann fyrir þessa pakkningu hjá þeim?
Varla 10hL. Ég fæ út 1.100L og þykir nóg samt.
Er ekki reikningurinn eitthvað að stríða þér? hl = 100 L

Re: 500g gerpakkning

Posted: 4. May 2010 19:58
by kalli
arnilong wrote:
kalli wrote:
arnilong wrote:Vá fyndið, hann gæti bruggað ca 10 hl af bjór! Hvað borgaði hann fyrir þessa pakkningu hjá þeim?
Varla 10hL. Ég fæ út 1.100L og þykir nóg samt.
Er ekki reikningurinn eitthvað að stríða þér? hl = 100 L
Rétt hjá þér :oops:
Ég var með allt aðra tölu í huga.