Page 1 of 2

Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 4. May 2010 09:40
by Eyvindur
Ég ákvað að skella bjórnum sem hreppti annað sætið í efri flokknum í keppninni hingað inn, þótt hann sé reyndar í "Hvað er verið að brugga?" korkinum. Sá þráður er bara svo langur og asnalegur, að ég vildi hafa þetta aðgengilegt hér.

KRYDDAÐUR VETRARBJÓR - 2. SÆTI Í 6.5% OG YFIR FLOKKI BRUGGKEPPNI ÖB OG FÁGUNAR

5 kg Pilsner
3 kg Munich
312 g Crystal 80
99 g Black patent

25 g Nugget í 60 mínútur

1/4 tsk kanill í 1 mín
1/2 tsk engifer í 1 mín
1/8 tsk múskat í 1 mín
1/8 tsk allspice í 1 mín

Þessi uppskrift gengur útfrá ca. 65% nýtni, en það er ágætt að miðað við minni nýtni en vanalega þegar svona stórir og stæðilegir bjórar eru annars vegar. Ég var held ég með um 66% í þessum, en er vanalega með um 80% (aðrar breytur hafa líka haft áhrif). Þessi endaði í 9,3% hjá mér.

Ég myndi mæla með því að brugga þennan bjór núna fyrir næstu jól. Hann verður dýrðlegur með aldrinum. Hann er reyndar framúrskarandi fljótlega eftir töppun, en þegar ég smakka hann núna, en hann var bruggaður í október, er hann orðinn algjörlega himneskur.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 4. May 2010 10:27
by hrafnkell
black patent, er það malt? Getur maður skipt því út fyrir eitthvað annað, t.d. carafa special 3 eða eitthvað slíkt?

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 4. May 2010 11:27
by Eyvindur
Já, ég held að Carafa special 3 gæti vel gengið.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 4. May 2010 13:06
by halldor
Sææææll þessi lítur vel út.

Mig langar að prófa engifer í bjór, ég held að það geti verið geggjað.

Áttu eitthvað eftir af honum?
Ertu til í skipti á þessum og Imperial IPA?

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 4. May 2010 13:21
by Eyvindur
Meira en til.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. May 2010 10:49
by Bjössi
Hef einmitt verið að fara að huga að jólabjórnum
þessi virkar mjög flottur

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. May 2010 10:50
by Bjössi
hvaða ger notaðir þú?

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. May 2010 11:44
by sigurdur
Upprunalegi þráðurinn
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=425" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. May 2010 13:06
by Eyvindur
Notaði Nottingham. S-04 myndi eflaust virka vel líka. Ég notaði tvö bréf, og ég myndi ekki nota minna - annað hvort tvö bréf af þurrgeri eða ríflegan starter af fljótandi.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. May 2010 14:38
by Bjössi
Takk
enda á ég ekkert annað en US-5 og S-04

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. May 2010 18:49
by Oli
ég notaði s04 í þessa uppskrift, kom þokkalega út.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 19. May 2010 21:52
by arnarb
Eyvindur, hvað er final volume á þessari uppskrift? Sýnist á öllu að þú sért að miða við ca 19-20 L
m.v. áfengismagnið.

Langar að leggja í þennan í sumar fyrir jólin. Svo felur maður bara flöskurnar uppá lofti :)

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. May 2010 13:25
by Eyvindur
Minnir að þetta hafi einmitt endað í 20l.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 21. May 2010 10:53
by Bjössi
Ég sé að notað eru "Nugget" humlar
Hvað mundi þið ráðleggja að nota í staðinn? E.K. Golding?

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 21. May 2010 23:11
by Eyvindur
Nei, EKG hentar örugglega ekki mjög vel. Það er best að nota sem allra sterkasta og minnst áberandi humla í þetta. Veit ekki hvað af Ölvisholtsvarningi væri best. Mig minnir að í uppskriftinni sem ég hafði sem innblástur hafi verið mælt með Magnum - einhverjir eiga svoleiðis, held ég...

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 24. May 2010 11:59
by Bjössi
Takk fyrir þetta,
ég skelli inn þræði á sölusíðu, með að ath með skipti
ég á eitthvað úrval af humlum, bara ekki svona sterka

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 24. May 2010 12:14
by hrafnkell
Ég á slatta af magnum, getur fengið hjá mér

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 11. Jun 2010 23:32
by Skonnsi
Kannski er ég eitthvað tregari en vanalega... en hvað er Crystal 80 og black patent.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 12. Jun 2010 11:57
by Eyvindur
Crystal 80°L er crystal malt (annað orð yfir caramel malt), sem mælist 80° á Lovibond litaskalanum.

Black patent er ákveðin tegund af svörtu malti. Þægilegast að gúggla það til að fá nánari upplýsingar. Má skipta út og nota Carafa.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. Jul 2011 10:55
by Bjössi
þessi mun fara í gerjun hjá mér óbreittur nema mun nota Magnum humla í staðinn

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. Jul 2011 12:23
by Feðgar
Hvar hafið þið verið að versla ykkur humla.

Við höfum aðallega tekið þá frá Brew.is en einning pantað erlendis frá.

Eru aðrir en Hrafnkell að selja humla?

Það verður sett í einn HÚSÖL í kvöld, spurningum að setja í eina svona stóra winter warmer lögun annað kvöld :massi:

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. Jul 2011 17:29
by hrafnkell
Hopsdirect eru venjulega ágætir, en úrvalið er hálf klént hjá þeim núna, og verður líklega fram á haust. Þú færð hvergi betri verð en þar.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 20. Jul 2011 18:25
by Feðgar
Ég er nú bara mjög sáttur við verðin hjá þér, var meira að spá í að auka tegunda fjöldann hjá okkur.

Hvort það er einhver þörf á því er svo spurning.

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 14. Nov 2011 13:14
by gummirben
Sælir, ég er nokkurnvegin spánýr í þessum bransa og algjörlega nýr hér á Fágunarspjallinu. Ég er búinn að leggja í eina IPA uppskrift og gekk það bara nokkuð vel. Nú er stefnan sett á þennan jólabjór. Eitt sem ég var að pæla í er suðutíminn, nú er sagt að setja alla humla út í við 60mín, er þá verið að sjóða í 90 mín og ekkert gert fyrr en eftir 30 ? Eða er nóg að sjóða þetta bara í 60 mín ?


Kv. Gummi

Re: Kryddaður vetrarbjór (jólabjór)

Posted: 14. Nov 2011 13:19
by sigurdur
gummirben wrote:Sælir, ég er nokkurnvegin spánýr í þessum bransa og algjörlega nýr hér á Fágunarspjallinu. Ég er búinn að leggja í eina IPA uppskrift og gekk það bara nokkuð vel. Nú er stefnan sett á þennan jólabjór. Eitt sem ég var að pæla í er suðutíminn, nú er sagt að setja alla humla út í við 60mín, er þá verið að sjóða í 90 mín og ekkert gert fyrr en eftir 30 ? Eða er nóg að sjóða þetta bara í 60 mín ?


Kv. Gummi
Þú ert að leggja full seint í þennan bjór, þar sem að hann þyrfti trúlega 2 mánuði í það minnsta til að mýkjast.

Þú getur soðið í 60 eða 90 mínútur, skiptir ekki öllu máli fyrir þennan bjór.
Ef þú sýður í 90 mínútur, þá leyfiru suðunni að vera í friði í 30 mínútur, svo setur þú humlana í þegar 60 mínútur eru eftir af suðunni.