Page 1 of 1

Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 3. May 2010 22:39
by halldor
Plimmó Amarillo Smash

Batch Size: 40,00 L
Boil Size: 47,99 L
Boil Time: 60 min
Brewhouse Efficiency: 65,00

Ingredients

Amount Item Type % or IBU
12,00 kg Pale Ale Malt (2 Row) Ger (3,0 SRM) Grain 100,00 %
3,00 oz Amarillo Gold [7,50 %] (60 min) Hops 36,1 IBU
1,00 oz Amarillo Gold [7,50 %] (15 min) Hops 6,0 IBU
1,00 oz Amarillo Gold [7,50 %] (5 min) Hops 2,4 IBU
1,00 oz Amarillo Gold [7,50 %] (1 min) Hops 0,5 IBU
1,00 oz Amarillo Gold [7,50 %] (Dry Hop 7 days) Hops
2,00 items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 min) Misc
2 Pkgs Safale American Ale (DCL Yeast #US-05) Yeast-Ale

Beer Profile

Est Original Gravity: 1,059 SG
Est Final Gravity: 1,017 SG
Estimated Alcohol by Vol: 5,49 %
Actual Alcohol by Vol: 6,25 %
Bitterness: 45,0 IBU
Est Color: 5,9 SRM

Mash Profile

Single Infusion, Light Body Step Time Name Description Step Temp
75 min Mash In Add 31,30 L of water at 71,9 C 65,6 C
10 min Mash Out Add 20,03 L of water at 93,5 C 75,6 C

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 3. May 2010 23:40
by arnilong
Heyrðu!!! Hann er ekki nema 6.25%? Passar það?

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 3. May 2010 23:51
by halldor
arnilong wrote:Heyrðu!!! Hann er ekki nema 6.25%? Passar það?
Já þetta var winnerinn í undir 6,5% flokknum.

Ég skal pósta Imperial IPA-inum fljótlega. Hann var 8% og 100 IBU.

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 4. May 2010 07:32
by arnilong
Ahh, auðvitað. Ég skrifaði þetta nú frekar seint í gærkvöldi sko :oops:

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 7. May 2010 09:31
by kristfin
gerðuð þið einhverjar lagfæringar á vatninu, og ef svo hverjar?

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 7. May 2010 21:31
by halldor
kristfin wrote:gerðuð þið einhverjar lagfæringar á vatninu, og ef svo hverjar?
Já við gerðum lagfæringar á vatninu og notuðum til þess Gifs, maldon salt, epsom salt og matarsóda. Ég er ekki klár á magninu á hverju fyrir sig þar sem við virðumst alltaf gleyma að skrifa það hjá okkur, því við stillum vatnið á staðnum en ekki þegar verið er að búa til uppskriftina.

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 8. May 2010 00:34
by Idle
halldor wrote:
kristfin wrote:gerðuð þið einhverjar lagfæringar á vatninu, og ef svo hverjar?
Já við gerðum lagfæringar á vatninu og notuðum til þess Gifs, maldon salt, epsom salt og matarsóda. Ég er ekki klár á magninu á hverju fyrir sig þar sem við virðumst alltaf gleyma að skrifa það hjá okkur, því við stillum vatnið á staðnum en ekki þegar verið er að búa til uppskriftina.
Fyrir mitt leyti, þá þætti mér rétt að telja til allt sem nákvæmast áður en það færi undir uppskriftir. Þannig getur fólk lært meira - a. m. k. þeir sem lengra eru komnir. :)

En.. Þetta hlýtur að vera pínu dapurlegt fyrir ykkur, Halldór. Þið getið aldrei framkallað sama bjórinn 100%, ef þið skrifið ekkert niður, hvort sem það er fyrir eða eftir á. Þurfið að temja ykkur ákveðnar (en einfaldar!) verklagsreglur, ef vel á að vera. ;)

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 9. May 2010 22:23
by halldor
Idle wrote:
halldor wrote:
kristfin wrote:gerðuð þið einhverjar lagfæringar á vatninu, og ef svo hverjar?
Já við gerðum lagfæringar á vatninu og notuðum til þess Gifs, maldon salt, epsom salt og matarsóda. Ég er ekki klár á magninu á hverju fyrir sig þar sem við virðumst alltaf gleyma að skrifa það hjá okkur, því við stillum vatnið á staðnum en ekki þegar verið er að búa til uppskriftina.
Fyrir mitt leyti, þá þætti mér rétt að telja til allt sem nákvæmast áður en það færi undir uppskriftir. Þannig getur fólk lært meira - a. m. k. þeir sem lengra eru komnir. :)

En.. Þetta hlýtur að vera pínu dapurlegt fyrir ykkur, Halldór. Þið getið aldrei framkallað sama bjórinn 100%, ef þið skrifið ekkert niður, hvort sem það er fyrir eða eftir á. Þurfið að temja ykkur ákveðnar (en einfaldar!) verklagsreglur, ef vel á að vera. ;)
Þó við hefðum uppskriftina skrifaða niður upp á míkrógramm þá myndum við ekki gera hann eins næst, sérstaklega núna þar sem við erum með þessar fínu dómaraglósur til að nota við að breyta og bæta bjórinn.
Við vitum hvað við erum að reyna að gera með íblöndunarefnunum og munum án efa gera um það bil það sama við vatnið næst þegar við bruggum þennan. Ég spurði eitt sinn Valgeir í Ölvisholti hve mikið hann setti af gifsi í vatnið (hann notar bara gifs) og hann sagði að það skipti ekki öllu máli og hann setti örugglega aldrei nákvæmlega sama magn... bara eitthvað slump :)

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 11. May 2010 15:22
by Bjössi
Ég ætla að leggja í þennan á föstudag.

Hvað er Whirlfloc tablets? og annað....
eftir suðu og kælingu hellið þið öllu "gumsinu" í gerjunar tunnu?

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 11. May 2010 15:50
by halldor
Bjössi wrote:Ég ætla að leggja í þennan á föstudag.

Hvað er Whirlfloc tablets? og annað....
eftir suðu og kælingu hellið þið öllu "gumsinu" í gerjunar tunnu?
Við ætlum að leggja í hann á fimmtudag í næstu viku.
Whirlfloc tablets er einhver blanda af irish moss og öðrum úrfelliefnum. Þú getur alveg eins notað Irish Moss... eða bara sleppt því.
Við reynum að hella ekki humlunum með í gerjunarílátið, en það er enginn heimsendir ef slatti af þeim fer með.
Svo er bara málið að skella í secondary um leið og þú þurrhumlar.

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 12. May 2010 09:34
by Bjössi
Ok, skil þig
Ég hef venjulega hellt öllu eftir kælingu úr suðutunnu í gerjunartunnu
vegna þess að ég hef einfaldlega ekki skilið afhverju er verið að setja humla í t.d. 5min eða 1min og skilja stóran hluta eftir í suðutunnu, á svo stuttum suðutíma+kælingu náð þeir ekki að leysast upp almennilega og finns mér synd að henda þeim

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 12. May 2010 11:01
by Eyvindur
Humlar leysast nú ekki upp í suðunni.

Ég og Úlfar gerðum tilraun til að finna muninn á því að taka humlana úr eða skilja þá eftir (sigta eða ekki, sumsé). Bragðmunurinn var enginn. Sá sem var með botnfallinu í náði örlítið meira attenuation, en þar sem þetta var bara ein tilraun gæti það hafa stafað af ýmsu öðru en humlunum. Þó þætti mér það ekki ósennileg niðurstaða, þar sem humlaagnir eru góð næring fyrir gerið.

Í öllu falli er þetta subbulegt, óheppilegt ef maður ætlar að endurnýta gerið, en að öðru leyti hafa humlarnir lítil sem engin áhrif á bjórinn, séu þeir skildir eftir.

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 12. May 2010 11:44
by Bjössi
Það sem ég átti við að ef er bara 1min suða á humlum + sirka 20min kæling
það ná humla bitanir ekki að losna í sundur 100% þannig að ég vara að hugsa að þetta væri hálfpartin sóun að láta þá ekki með í gerjunarkút, og nokkuð tilganglasut að sjóða bara 1min og láta þá ekki í gerjunark. a.m.k. setja með til að fá aroma

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 12. May 2010 13:13
by Eyvindur
Já, ok. En aftur: Þetta hefur engin áhrif á bragð eða lykt. Að minnsta kosti ekki merkjanleg. Við gátum ekki fundið neinn mun á humlabragði eða angan á milli bjóranna okkar tveggja. Annar var ofurlítið þurrari, en það munaði svo litlu að það var svo til enginn bragðmunur. Humlarkarakterinn var alveg eins á milli bjóranna tveggja. Ég nenni aldrei að sigta humlana frá, bæði vegna þess að mér finnst það óþarfa ómak, og eins vegna þess að ég tel að þetta sé ágætis gernæring. En ég hef þá ekki með til að fá meiri humlakarakter.

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 12. May 2010 19:29
by hrafnkell
Ég er einni latur og nenni ekki að sía humlana frá.

Re: Plimmó Amarillo Smash - 1. sæti

Posted: 11. Jun 2010 23:53
by halldor
Þar sem við vorum að deyja úr spenningi að prófa þennan aftur ákváðum við að skera við nögl í gerjunartíma :)

Svona gerðum við þetta:

Primary:
7 dagar @ 20°C
Secondary + þurrhumlun:
7 dagar @ 20°C
Átöppun:
eftir ofangreinda 14 daga
"Tilbúinn":
eftir viku í flösku er hann virkilega drekkanlegur og þurrhumlunin er svaðaleg og jafnvel á mörkum þess að vera yfirdrifin. En þar sem helmingunartími þurrhumlunar er (samkvæmt ýmsum heimildum) 48 klst þá er ég viss um að hann muni jafna sig fljótt.