Skráning í félagið

Upplýsingar frá stjórn Fágunar, svo sem stofnsamþykktir, reglur, skráning í félagið, o. fl.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Skráning í félagið

Post by anton »

Jæja. Ég mundi alltíeinu eftir að ég átti eftir að endurnýja félagsgjaldið. Nú komst ég ekki á aðalfundinn og veit ekki alveg hvaða umræður voru þar.

Ég held að ég tali fyrir munn margra að ég væri alveg til í að félagsgjöldin væru send í "innheimtu" með greiðsluseðli árlega. Það er auðvitað einhver kostnaður sem fer í svona fyrirkomulag til bankans, þó ekkert verulegt. Líklega myndi það líka auka heimtur á félagsgjöldum og einfalda utanumhald hjá gjaldkera að geta séð kröfurnar í félagabanka, hver er búin að borga, hver er eftir, o.s.frv.

Allavega. Gleðilegt nýtt félagsár :)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Skráning í félagið

Post by Idle »

anton wrote:Ég held að ég tali fyrir munn margra að ég væri alveg til í að félagsgjöldin væru send í "innheimtu" með greiðsluseðli árlega. Það er auðvitað einhver kostnaður sem fer í svona fyrirkomulag til bankans, þó ekkert verulegt. Líklega myndi það líka auka heimtur á félagsgjöldum og einfalda utanumhald hjá gjaldkera að geta séð kröfurnar í félagabanka, hver er búin að borga, hver er eftir, o.s.frv.
Innilega sammála. Ég á líka eftir að borga. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Skráning í félagið

Post by gunnarolis »

Það var eiginlega fyrsti fundur nýrrar stjórnar í gær, Úlfar hefur verið við vinnu erlendis. Ég veit þó af fyrri reynslu í svona starfi að það að senda út greiðsluseðil í heimabanka manna kostar ekki mjög mikið. Ég held að það væri lítið mál að gera þetta, og ef það er einhver aukakostnaður að bæta honum þá bara við félagsgjaldið.

Hinsvegar þyrfti fyrirkomulagið að vera þannig að menn mundu senda póst um að fá sendan greiðsluseðil í bankann, þannig að við sendum örugglega ekki seðil á neinn sem vill hann ekki.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Skráning í félagið

Post by anton »

gunnarolis wrote:Það var eiginlega fyrsti fundur nýrrar stjórnar í gær, Úlfar hefur verið við vinnu erlendis. Ég veit þó af fyrri reynslu í svona starfi að það að senda út greiðsluseðil í heimabanka manna kostar ekki mjög mikið. Ég held að það væri lítið mál að gera þetta, og ef það er einhver aukakostnaður að bæta honum þá bara við félagsgjaldið.

Hinsvegar þyrfti fyrirkomulagið að vera þannig að menn mundu senda póst um að fá sendan greiðsluseðil í bankann, þannig að við sendum örugglega ekki seðil á neinn sem vill hann ekki.
Myndi maður ekki skrá sig í félagið fyrst eftir venulegum leiðum.
Svo eftirleiðis fá senda greiðsluseðla árlega sé maður skráður sem fullgidlur
Ef eitt árið þú borgar ekki seðilinni þá ertu skráður úr félaginu sem fullgildur og færð ekki greiðsluseðil aftur nema þú óskir eftir endurskráningu.
Einnig gætir þú sent póst og óskað eftir að vera skráður úr félaginu hvenær sem er (og fengir þá ekki greiðsluseðil aftur)

Þetta er allavega svona vanalega aðferðin. (Ég myndi bara henda þessu í greiðsluþjónustna og málið dautt).
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Skráning í félagið

Post by ulfar »

Já þetta er ein leið.

Hinsvegar verður þetta gert með gamla laginu í ár. Til að gerast meðlimur er greitt í heimabanka.
Allir sem greiddu félagsgjaldið í fyrra vita að það borgar sig og í raun er það forsenda þess að hægt sé að halda viðburði.

Svona greiðir maður:
Millifærðar eru 4000 kr. á reikning 0323-26-63041, kennitala 6304102230.
Tilgreina þarf notendanafn á fagun.is í skýringu svo skráning sé fullgild.

Kvittun skal senda á skraning.fagun@gmail.com

kv. Úlfar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Skráning í félagið

Post by bergrisi »

Hef aldrei fengið eins mikið fyrir eins lítið þegar ég gekk í þetta félag.

Það mætti koma fram hér hverjir voru kosnir í stjórn og hverjir gegna hvaða hlutverki í nýrri stjórn. Hef ég kannski misst af því ef það hefur komið hérna fram.

Kveðja
Bergrisi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Skráning í félagið

Post by halldor »

bergrisi wrote:Hef aldrei fengið eins mikið fyrir eins lítið þegar ég gekk í þetta félag.

Það mætti koma fram hér hverjir voru kosnir í stjórn og hverjir gegna hvaða hlutverki í nýrri stjórn. Hef ég kannski misst af því ef það hefur komið hérna fram.

Kveðja
Bergrisi.
Hér má finna þráð um nýja stjórn :)
http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=1641" onclick="window.open(this.href);return false;
Plimmó Brugghús
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Skráning í félagið

Post by AndriTK »

Var að borga félagsgjaldið.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Skráning í félagið

Post by hrafnkell »

AndriTK wrote:Var að borga félagsgjaldið.
Ég líka, óli píka.

Hvenær fæ ég skráningargjaldsbjórinn?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Skráning í félagið

Post by Feðgar »

Nú er annar okkar búinn að borga félagsgjaldið, er ekki í lagi að við borgum tveir þó að við séum á sama notandanafninu hérna?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Skráning í félagið

Post by sigurdur »

Feðgar wrote:Nú er annar okkar búinn að borga félagsgjaldið, er ekki í lagi að við borgum tveir þó að við séum á sama notandanafninu hérna?
Það er án efa í lagi.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Skráning í félagið

Post by Feðgar »

Jæja þá erum við báðir búnir að skrá okkur.

Sjáumst á næstu fundum :beer:
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Skráning í félagið

Post by halldor »

Frábært að heyra :)
Við erum svo aaaalveg að fara að uppfæra meðlimalistann. Sem þýðir að þeir sem eru fullgildir meðlimir verða appelsínugilir á litinn og hinir svartir. Einnig má geta þess að meðlimir fá meira pláss í inboxinu sínu hér á fágun.
Plimmó Brugghús
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Skráning í félagið

Post by tolvunord »

Sælir,

Nú er loks komið að því að gerast gildur limur.... :)

Var bara að spá hvort ég væri að borga í enda tímabils ef ég borga núna?

kv.
Mundi
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Skráning í félagið

Post by Classic »

Mér var ráðlagt að bíða eftir aðalfundi í maí nema ég ætlaði svo "all in" í bjórgerðarkeppnina að 4000kallinn myndi skila sér þar...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
skuggar
Villigerill
Posts: 1
Joined: 24. Oct 2011 21:42

Re: Skráning í félagið

Post by skuggar »

Greiddi gjöldin í félagið fyrir þó nokkru síðan.
Er möguleiki á að fá svona appelsínugulan og fínan lit á nafnið mitt?

Svo stefnir maður auðvitað á þáttöku í keppninni
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Skráning í félagið

Post by bergrisi »

Var að borga ársgjaldið en gleymdi að setja notendanafnið mitt sem skýringu. Veit ekki hvort ég á að senda póst á gamla eða nýja gjaldkerann. Vonandi kemst þetta til skila, og takk fyrir skemmtilegan aðalfund.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Skráning í félagið

Post by hrafnkell »

Hverjir eru í stjórn þetta árið?
User avatar
Hrotti
Villigerill
Posts: 16
Joined: 11. May 2009 12:42

Re: Skráning í félagið

Post by Hrotti »

Halldór Ægir Halldórsson "Halldor" - formaður
Úlfar Linnet "Ulfar" - ritari
Óttar Örn Sigubergsson "Hrotti" - gjaldkeri

Búið að halda fyrsta fund og plana árið - sendum grófa dagskrá fljótlega
Kjartan
Villigerill
Posts: 14
Joined: 19. Mar 2012 09:42

Re: Skráning í félagið

Post by Kjartan »

Jæja, loksins búinn að skrá mig. Hvenær er næsti fundur?
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Skráning í félagið

Post by halldor »

Kjartan wrote:Jæja, loksins búinn að skrá mig. Hvenær er næsti fundur?
Mánudaginn 7. janúar verður fyrsti mánudagsfundur ársins 2013.
Svo varst þú að vinna þér inn frían aðgang á næsta stóra viðburð sem verður heimsókn í Borg Brugghús sem felur meðal annars í sér forsmökkun á Surti 2013.
more to come...
Plimmó Brugghús
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Skráning í félagið

Post by flokason »

Ég var rétt í þessu að borga félagsgjöldin

Hlakka til fyrsta mánudagsfundar
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Skráning í félagið

Post by æpíei »

halldor wrote:meðal annars í sér forsmökkun á Surti 2013. more to come...
Má ekki missa af þessu! Árgjaldið borgað. :beer:
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Skráning í félagið

Post by AndriTK »

var að borga :)
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Re: Skráning í félagið

Post by garpur »

Svona, þá var maður loksins að borga félagsgjöld :)
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
Post Reply