Barkshack Sparkling Gingermead

Spjall um mjaðargerð og allt henni tengt.
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Barkshack Sparkling Gingermead

Post by kalli »

Charlie Papazian talar svo fallega um þennan mjöð í bók sinni The Complete Joy of Homebrewing, að ég verð að prófa hann. Er einhver hér sem hefur prófað uppskriftina?

Efnislistinn er svona (fyrir 19 L):
3,2 kg létt hunang
680 g korn sykur
28 - 168 g rifin engiferrót
4 g gifs
4 g sítrónu sýra
15 g gernæring (eða 7 g ger extrakt)
1 g fjörugras
450 g - 2,7 kg ýmsir ávextir ss. súr kirsuber, bláber, rababari osfrv.
84 g sítrónugras eða önnur krytt
28 g kampavínsger
175 ml korn sykur (fyrir átöppun)

O.G.: 1,060 - 1,066
F.G.: 0,992 - 0,996
Áfengisprósenta 9 - 12%
Geymt á flöskum í 6 - 12 mánuði fyrir neyslu
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Barkshack Sparkling Gingermead

Post by Eyvindur »

Lítur girnilega út, en svakalega eru mikil skekkjumörk á engiferinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Barkshack Sparkling Gingermead

Post by kalli »

Já, manni dettur í hug að það sé prentvilla. Best að skoða hvort google hjálpi með það.
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Barkshack Sparkling Gingermead

Post by kalli »

Uppskriftin birtist víða á netinu og yfirleitt með þessu sama magni af engiferrót sem Charlie tiltekur.

Áman átti ekki til gernæringu en seldi mér lítið bréf af "Jästnärsalt", hver fjárinn sem það nú er. Hvað er þetta eiginlega og hvað ráðið þið mér að nota?
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Barkshack Sparkling Gingermead

Post by kristfin »

þetta er fræg uppskrift. hann segir sjálfur í bókinni að það sé vonlaust að tiltaka magnið, bæði vegna smekks og líka vegna ferskleika.

jastsaltið úr ámunni er gernæring. ég hefi notað hana í mjöð og veit ekki annað en hún hafi virkað.

hinsvegar er sniðugt að kaupa gernæringu og gerkraft (yeast energizer) að utan, og skammta sjálfur. ef þú gerir það máttu lata mig vita. er búinn með mitt :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Barkshack Sparkling Gingermead

Post by kalli »

Ég lagði í Barkshack Sparkling Gingermead á sunnudaginn var.
Efnislistinn endaði svona (fyrir 19 L):
3,2 kg létt hunang (Euroshopper)
680 g kornsykur
110 g rifin engiferrót
4 g gifs
(sleppti þessu: 4 g sítrónu sýra)
15 g gernæring (eða 7 g ger extrakt)
handfylli af rúsínum sem viðbótar gernæring
1 g fjörugras
260 g rabbabari
320 g græn vínber
440 g jarðarber
200 g bláber
28 g kampavínsger

Mælt O.G.: 1,067
Áætlað F.G.: 0,992 - 0,996
Áfengisprósenta 9 - 12%
Geymt á flöskum í 6 - 12 mánuði fyrir neyslu

Liturinn er fallegur, ilmurinn höfugur og bragðið dásamlegt.

FG mældist í morgun 1,025 og ég held það verði komið niður í 1,020 á morgun, sem þýðir að tímabært sé að flytja mjöðinn yfir á secondary. Ég er með 19L glerkút sem verður heimili mjaðarins í 6 vikur. Nú vantar mig einar 25 vínflöskur :shock:
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Barkshack Sparkling Gingermead

Post by Eyvindur »

Farðu á krá eða veitingahús og reyndu að fá að kaupa (eða jafnvel fá gefins) tómar vínflöskur. Það fara varla minna en 25 flöskur á viku á sæmilegum stöðum og það er hæpið að þessu sé hent í endurvinnslu oftar en einu sinni í viku.

Lítur annars vel út. Mikil ávaxtaveisla. Spurning hvort það verði nokkuð of mikið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply