Page 1 of 1

Nú er tækifærið fyrir Fágunarfélaga!

Posted: 28. Apr 2010 11:27
by kristfin
á aðalfundinum í kvöld vantar framboð í öll embætti.

ritari, gjaldkeri og formaður.

núna er tækifærið ykkar til að geisla og koma öllu í framkvæmd sem ykkur hefur dreymt um. velta núverandi stjórn sem á ársgrundvelli hefur andskotan engu komið í verk :)

endilega mæta og gera þetta félag enn betra.

fundurinn er á vínbarnum klukkan 2000 í kvöld.

http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=867" onclick="window.open(this.href);return false;

fráfarandi stjórn kemur til með að skrá félaga í félagið, félagsgjald er 1000, á staðnum. þið fáið nótu og allt.

kf

Re: Nú er tækifærið fyrir Fágunarfélaga!

Posted: 28. Apr 2010 13:02
by arnilong
Var það ekki 4000 kall?

Re: Nú er tækifærið fyrir Fágunarfélaga!

Posted: 28. Apr 2010 13:59
by kristfin
sko.

félagsgjaldið á milli stofnfunds og aðalfundar er 1000 krónur, sem gengur uppí árgjald næsta árs.

á aðalfundinum í kvöld, er meðal annars á dagskrá að ákveða árgjald.

baukurinn er bara tómur, og okkur vantar smá aura útaf keppninni.

Re: Nú er tækifærið fyrir Fágunarfélaga!

Posted: 29. Apr 2010 00:16
by kristfin
takk fyrir fínan fund.

mætingin var ekkert rosaleg, en fín samt.

ný stjórn var kjörin, arnar b formaður, siggi g ritari og úlfar gjaldkeri.

ég, fráfarandi formaður, vil óska nýrri stjórn gæfu á komandi starfsári um leið og ég þakka fyrir mig.

nb: fráhvarf mitt úr formannsembætti tengist ekki neinum styrkjum frá fyrirtækjum eða einstaklingum, hér á landi né erlendis, þar sem ég skilaði nótum fyrir öllu