Page 1 of 1

Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 21. Apr 2010 05:35
by kalli
Er nokkuð sem mælir mót því að nota heitt vatn frá krananum til að meskja með og skola? Hefur einhver prófað þetta?

Efnainnihald vatnsins er annað en þess kalda, en það ætti að vera hægt að fá upplýsingar um hvert það er. Mér dettur helst í hug að innihald brennisteins sé mikið en það gæti gufað upp við suðuna.

Ég hef heyrt um fólk sem finnst besta drykkjarvatnið vera heitt vatn sem kælt hefur verið niður.

Ef þetta er í lagi er hægt að skera dágóðan tíma og fyrirhöfn af bruggdeginum. Hitastig vatnsins er 75 stig hjá mér svo það þarf lítið að hita.

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 21. Apr 2010 08:25
by Eyvindur
Ég myndi sjálfur ekki treysta því að brennisteinninn gufi upp. Miklu frekar vera bara þolinmóður.

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 21. Apr 2010 10:32
by sigurdur
Ef þú ert með forhitara þá veit ég ekki um neitt sem að mælir gegn því. Með forhitun þá færðu hreint og tært heitt vatn.
Ef þú ert ekki með forhitara þá myndi ég bara slaka á .. ég nota tímann oft til að fá mér að borða, mala korn eða vigta allt sem að þarf fyrir daginn.

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 21. Apr 2010 17:15
by halldor
Ohhhhh hvað ég elska counterflow vatnshitunargræjuna okkar. Fáum 70°C heitt vatn beint úr kaldavatnskrananum :)

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 21. Apr 2010 17:35
by kalli
halldor wrote:Ohhhhh hvað ég elska counterflow vatnshitunargræjuna okkar. Fáum 70°C heitt vatn beint úr kaldavatnskrananum :)
Þú ert séní! Ég er með counterflow chiller. Hann eignast hér með annað hlutverk í lífinu :D

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 22. Apr 2010 09:30
by halldor
kalli wrote:
halldor wrote:Ohhhhh hvað ég elska counterflow vatnshitunargræjuna okkar. Fáum 70°C heitt vatn beint úr kaldavatnskrananum :)
Þú ert séní! Ég er með counterflow chiller. Hann eignast hér með annað hlutverk í lífinu :D
Snilld :)

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 22. Apr 2010 13:00
by hrafnkell
Oh nuna væri ég alveg til í cfc :) Það kemur alveg mega heitt vatn úr krönunum þar sem ég brugga, það myndi líklega spara dágóðan tíma að forhita kalda vatnið aðeins.

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 22. Apr 2010 16:09
by sigurdur
Ef ykkur langar að hita vatnið hraðar, þá getið þið líka notað immersion kælispíral og keyrt heitt vatn í gegn um hann.

Re: Heitt vatn frá krananum til meskingar og skolunar

Posted: 22. Apr 2010 19:00
by halldor
sigurdur wrote:Ef ykkur langar að hita vatnið hraðar, þá getið þið líka notað immersion kælispíral og keyrt heitt vatn í gegn um hann.
Þannig gerði ég þetta til að byrja með og það hjálpaði mikið.
Munið bara að taka hann upp úr þegar vatnið nær um 70°C hita, annars er hann farinn að tefja fyrir hitun.