Page 1 of 1
Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 09:04
by Elli
Sælir
Mér finnst ég alltaf þurfa að bíða svo svakalega lengi eftir suðu þegar við bruggfélagarnir erum að brugga 20-25L blöndur. Hefur einhver af ykkur verið að nota gasbrennara? Er mikill munur á því að nota svoleiðis? Hvar get ég keypt einn slíkan? Hvernig þarf hann að vera og hversu öflugur?
Þegar við byrjuðum að nota wort chiller sparaði hann okkur líklega u.þ.b. 1-2 tíma og ég held að hraðari suða kæmi til með að flýta prósessnum um 30mín -1 klst til viðbótar.
- Elli
Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 09:28
by Hjalti
Spurning um að búa til "heatstick" svona hitaelement úr hraðsuðukatli til þess að hjálpa helluni ykkar.
Ég er með á planinu að búa svoleiðis til. Þarf bara að einangra þetta almennilega og eithvað

Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 10:18
by Elli
Heat stick er góð hugmynd.
Við höfum reyndar notað wort chiller til þess að hita líka, en það hjálpar bara upp í 70-80°C... og það er einmitt frá því hitastigi og upp í 100°C sem tekur lengstan tíma.
Fann leiðbeiningar hér:
http://www.cedarcreeknetworks.com/heatstick.htm
Hljómar dálítið sjeikí

en hvað gerir maður ekki í þágu vísindanna

Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 11:16
by Hjalti
Ég er alveg til í að taka þátt í svona tilraun til að smíða þetta í sameiningu.
Ég er með hita elementið heima þannig að það sem mig vantar eur í raun bara pípurnar fyrir þetta.
Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 11:40
by Andri
Ég er rafvirki þannig að ég ætti að geta hjálpað eitthvað til

Mæli með að þið séuð með lekaliða og ekkert annað á greininni ef þið ætlið að vera með stórt heatstick, það þarf 16A öryggi fyrir 3kw heatstick, 10A fyrir 2kw.
I = P/U
Er epoxy food grade efni við þennann hita?
Svo getið þið náttúrulega fengið ykkur thermostat tengt við þetta og stillt hitastigið sem þið viljið að þetta haldi...
Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 11:48
by Stulli
Varðandi brennara, þá nota ég 9,5kW gasbrennara og það er algerlega málið að mínu mati ef að maður hefur aðstöðu til þess. Ég mæli t.d. ekki með því inní eldhúsi eða í stofunni
Ellingsen er með einhverja öfluga brennara og ég man eftir að hafa séð stóra gasbrennara til sölu í Europris síðasta sumar.
Ég kveiki undir brennaranum þegar að ég byrja að sía frá meskingu, þá er komin upp suða um leið, og jafnvel áður en síuninni er lokið

Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 11:59
by Andri
Svo getið þið gert eins og þetta fólk sem eimar, sjóða heatstickið inn í pottinn og rafmagns tengingarnar að utan.
Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 12:31
by Hjalti
Held að mér lítist best á að hafa svona "hitaprik"
Búinn að finna 50L notaðan pott á 14.000 krónur og 35L nýr (3 til) á 17.200 krónur.
Ég held að ég bíði með þetta fram á sumar... þangað til að ég kem heim, mögulega að það séu fleiri svona græjjur dottnar inn hjá þessum fyrirtækjum notað.
Ef einhver vill nálgast þennan 50L þá get ég gefið upplýsingar um hvar hann fæst...
Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 12:33
by Hjalti
Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 12:59
by Oli
ég er til í að skoða 50 ltr pottinn, kannski fullmikið samt.

Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 13:23
by Stulli
Oli wrote:ég er til í að skoða 50 ltr pottinn, kannski fullmikið samt.

Stærra er betra
Meira er MEIRA

Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 16:05
by Oli
sammála
Ég skellti mér bara á 50 lítrana, verður fínn í hafragrautinn á morgnana líka

Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 16:13
by Hjalti
Góður

Re: Gasbrennari
Posted: 19. May 2009 18:42
by Elli
Þetta er augljóslega málið. Maður þarf að fjárfesta í svona ef þetta er jafn æðisleg græja og Stulli lýsir... þetta er venjulega að taka amk 30 - 45 mín á hellunni sem við notum.
Það væri líka snilld að hafa thermostat... gæti maður þá jafnvel líka notað þetta til að hækka hitastigið í meskingu? Það er annað sem hefur gengið misvel

Spurning hvort þetta væri kandídat í eitt workshop eins og Hjalti var að tala um? Þeir sem vilja gera heatstick hittast (og aðrir sem vilja), drekka heimabrugg og drullumixa hitastaf. Ég er sjálfur mjög til... sérstaklega þar sem við höfum mann eins og Andra sem gæti komið í veg fyrir óþægindi og ótímabær dauðsföll sem geta fylgt því að stinga rafbúnaði ofan í vökva
Góður punktur hjá Andra með epoxy... það epoxy sem ég hef notað um æfina er ekki food grade.
- Elli