Page 1 of 1

Eyjafjalla Amarillo

Posted: 19. Apr 2010 23:40
by Bjarki
Lagði í þennan á laugardal, tapaði mér örlítið í humleríi. Hef pínu áhyggjur af IBU-inu sem er langt fyrir ofan stílinn (APA 30-50 skv. Beersmith). Uppskriftin sem ég var að stældi og gerði að minni eigin gerði ráð fyrir humlum á síðustu 0-15 mínútum suðu sem þýðir IBU 48 en ég skellti fyrsta skammtinum í hálftíma fyrr. Hef enga tilfinningu fyrir þessum tölum. Hvað segið þið sérfræðingar verður þetta neysluhæfur drykkur ?

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 20. Apr 2010 08:21
by Idle
Þessi verður vel neysluhæfur, Amarillo geta ekki klikkað. Meira í ætt við IPA svo vel humlaður, en það er aukaatriði. :skal:

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 20. Apr 2010 10:26
by Eyvindur
Það er ekki til neitt sem heitir of mikið af humlum. Eh, jú, ok, kannski í sumum stílum. En ekki í amerísku ljósöli.

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 20. Apr 2010 11:04
by sigurdur
Hann lítur ágætlega út, kanski í hærri kantinum af cara-pils.
En þvílíkt magn af humlum ... Þú verður að koma með smakk þegar haldinn verður smakkfundur.

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 20. Apr 2010 16:16
by Bjarki
Er rólegri núna var smá stressaður yfir að allt væri ónýtt :) Það má vera allt að 10% af Carapils skv. Weyermann, fór eftir því. Mæti með smakk við fyrsta tækifæri.

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 21. Apr 2010 11:08
by kristfin
þetta er fín uppskrift.

carapils er yfirleitt notað til að fá betri haus á bjórinn (froðu). held að það skipti ekki máli hvað mikið er af því. en til að fá haus, þarf maðru ekki nema 2-5%. það er frekar hlutlaust bragð af carapils, ekki mikili karamella þó að þetta sé crystal/caramel.

amarillo eru frábærir humlar. æðislegt að finna hvernig þeir breytast með þroskun.

eftir svona viku á flösku færðu sítrónubragð, sem breitist í lime, síðan lime/mango, mango og síðan endar það sem notalegt citrus.

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 18. May 2010 15:33
by Bjössi
Bjarki
Hvernig kom svo þessi´út hjá þér?

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 19. May 2010 00:25
by Bjarki
Sæll Bjössi.
Veit ekki enn, var að tappaði á flöskur rétt í þessu, bragðið er fínt frekar biturt en minna en ég átti von á. Rokna humla massi í botninum.
Bíð spenntur eftir að hann þroskist :)

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 19. May 2010 09:31
by Bjössi
'eg er með Plimmo vinningsbjórinn í þurrhumlum núna fer á flöskur eftir nokkra daga
til í skipti á flöskum?

Re: Eyjafjalla Amarillo

Posted: 20. May 2010 11:46
by Bjarki
Já er meira en til í það :)