Page 1 of 1
					
				Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 13:16
				by atax1c
				Sælir. Nú er ég búinn að lesa nánast alla þræðina á þessu spjallborði. Mig langar að byrja að brugga bjór með AG aðferðinni, og sýnist mér á öllu að margir hérna geri það - og geri það vel. 
En áður en ég skelli mér í þetta og kaupi allan pakkann, þá hef ég svolitlar áhyggjur af því að sjóða virtinn. Hvernig er það að ganga hjá ykkur ? Náið þið alveg upp stöðugri suðu á svona stórum pottum ? Þetta er að valda mér alveg rosalegu hugarangri 

 
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 13:20
				by sigurdur
				Ég næ mjög góðri suðu á 32+ L í plastsuðutunnu með 2x 2000W (~1650W) hitöldum.
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 13:25
				by atax1c
				Já, sá nokkra þræði þar sem menn gerðu sér potta úr plastfötum + element. En þetta voru einhverjir rafvirkjar held ég 

 Ég hef voða litla kunnáttu í að fara útí svona lagað.. 
Ef ég væri með 2 element, er hægt að stinga þessu í samband bara beint í vegginn ?
Edit: Og ertu með þetta bara í eldhúsinu ?
 
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 13:33
				by sigurdur
				Sumir rafvirkjar, a.m.k. einn rafeindavirki og fleiri.
Þú þarft að vita hversu stórt öryggi er á bak við tengilinn í veggnum.
Ef þú notar þessa aðferð þá skaltu passa þig að setja ekki meir en eitt hitald á venjulegt fjöltengi.
Ég brugga bara í þvottahúsinu hjá mér, en nokkrir sem að ég veit um gera þetta í eldhúsinu sínu.
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 13:37
				by atax1c
				En nær maður ekki suðu á sirca 33L potti á hellunni bara ?
Væri fínt að fleiri hérna myndu segja hvernig þeir gera þetta =)
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 13:56
				by Idle
				atax1c wrote:En nær maður ekki suðu á sirca 33L potti á hellunni bara ?
Væri fínt að fleiri hérna myndu segja hvernig þeir gera þetta =)
Jú, alveg örugglega. En ekki ef hann er fullur. Ég er með 22 lítra stálpott (samlokubotn) á 2200W keramikhellu, og það er alls ekki tekið út með sældinni að ná upp og viðhalda suðu.
 
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 14:28
				by atax1c
				Hvað ertu að fá stórar lotur ? Ég myndi vilja 19-20 L. Þarf ég þá ekki svona 30L pott ?
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 14:35
				by Eyvindur
				Ef þú ert með pottinn á tveimur hellum ætti það að ganga. Gæti verið erfitt, en ætti að ganga. Þú gætir þá þurft að sjóða í 90 mín eða jafnvel 120 til að vera viss um að allt gufi upp sem á að gufa upp, en það ætti að vera í góðu lagi.
Ég myndi alls ekki fara undir 30l.
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 14:40
				by atax1c
				Er hægt að fá einhvers konar prímus undir svona stóra potta ?
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 14:47
				by Eyvindur
				Þú þyrftir töluvert stóran brennara, sem þú þyrftir þá að nota utandyra.
Ég mæli með elementum í plastfötu. Langódýrasti kosturinn, og með smá gúggli ættirðu að geta fundið nógu góðar leiðbeiningar til að geta sett það saman án stórslysa.
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 19. Apr 2010 16:09
				by atax1c
				Líklega rétt hjá þér. Það sem ég veit:
- 1. Fæ flotta tunnu hjá Saltkaup
 
- 2. Fæ element úr hraðsuðukötlum
 
- 3. Gæti notað sílikon pakkninguna sem fylgir elementinu til að einangra.
 
- 4. Ef ég væri með 2 element í tunnunni, þá myndi ég stinga sitthvoru elementinu í sitthvora vegg-innstunguna
 
Ætti að geta klórað mig í gegnum þetta.
 
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 21. Apr 2010 08:55
				by Oli
				atax1c wrote:Er hægt að fá einhvers konar prímus undir svona stóra potta ?
Það er hægt að fá svona stóra gasbrennara, best að leita að notuðum úr veitingarekstri. 
Ég er með tvo svoleiðis, næ upp suðu á 50 lítrum á mjög stuttum tíma, get notað hann inn í bílskúr, passa bara að loftflæðið sé gott. Lítill gaskostnaður hingað til.
 
			 
			
					
				Re: Smá áhyggjur af suðu
				Posted: 21. Apr 2010 10:50
				by Diazepam
				Ég var að missa sveindóminn í gærkvöldi, fyrsta reynslan af bruggun ever. Þá var ég að hita í 25 L potti meskivatnið og sjóða síðan virtinn í sama potti. Þetta var svona pottur eins og maður sér í möruneytum, frekar massivt stál. 
Það tók rúman klukkutíma að ná köldu kranavatni í 73°C með pottinn á tveimur hellum, en ég bætti talsvert af sjóðandi vatni samanvið sem ég hitaði með hraðsuðukatli. En það tók um 45 mín að ná upp suðu en virtinn er ábyggilega rúmar 50°C þegar ég byrjaði að sjóða. 
Ég held að allt sé framkvæmanlegt það er bara spurning hversu löngum tíma þú getur eytt í þetta. Ef þú ætlar að gera þetta allt á einu kvöldi myndi ég ekki byrja seinna en 18:00.