Page 1 of 1

Nýliði

Posted: 19. Apr 2010 12:34
by Skonnsi
Sælir meistarar.

Ég er nýr hér inni. Ég æla mér að fara beint í All Grain. Stefni á að ná góðum tökum á bruggun í sumar og svo malta mitt eigið bygg í haust og gera tilraun með alíslenskan bjór.

Ég vil þakka ykkur fyrir frábært spjallborð, það er ómetanlegt að fá aðgang að allri þessari reynslu.

Kveðja,
Hákon

Re: Nýliði

Posted: 19. Apr 2010 13:18
by sigurdur
Sæll og velkominn Hákon.

Gangi þér vel.

Re: Nýliði

Posted: 19. Apr 2010 17:18
by valurkris
Velkominn áspjallið.

Ertu með byggræktun sjálfur?

Re: Nýliði

Posted: 19. Apr 2010 19:14
by halldor
Velkominn Hákon og takk fyrir heimsóknina um daginn :)

Ég skal leggja humla úr garðinum í púkk i haust fyrir alíslenska bjórinn :)

Re: Nýliði

Posted: 20. Apr 2010 19:55
by Skonnsi
Frændi minn er með 8 hektara af byggrækt norður í landi, kríu og múkka kvæmi.
Ég legg svo fram vinnuframlag í skiptum fyrir íslenskt bygg.
Ég yða af spennu við tilhugsunina um þessa tilraunastarfsemi á íslensku öli.

Vonum bara að það verði ekki öskubragð af þessu :shock: