Page 1 of 1
Sælt veri fólkið
Posted: 17. Apr 2010 18:59
by atax1c
Já góðan daginn =)
Ég er alveg hrikalega nýr hérna. Ég fékk þessa brugg-dellu fyrir nokkrum dögum og hef verið að kynna mér þetta hobbí með lestri og youtube-glápi. Mér finnst ótrúlega spennandi að geta búið til minn eigin bjór.
Ég er að lesa How to Brew eftir John Palmer núna, ég hef aldrei bruggað og á ekki neinn búnað til þess heldur. Var að velta ýmsu fyrir mér:
1. Er best að kaupa sér svona byrjunarsett ? Hef heyrt að það sé ódýrara í Vínkjallaranum frekar en í Ámunni.
2. Mér finnst á öllu eins og svona tilbúinn "kit-bjór" sé ekki þess virði að gera. Er það of stórt skref að byrja strax í AG ?
3. Hef hvergi lesið um neina lykt sem kemur við gerjun, kemur lykt ? Og ef svo, er hún vond ?
4. Eru menn eitthvað að leika sér við að búa til miða á flöskur ? Held nefnilega að það gæti verið gaman, en spurning hvort að það taki því, uppá næstu lotur að gera...
Annars vill ég bara hrósa góðu spjallborði, ég er feginn að það sé svona sameiginlegur staður fyrir íslenska heima-bruggara =)
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 17. Apr 2010 23:43
by Idle
Velkominn!
1. Já, byrjunarpakkarnir sem seldir eru í Ámunni og Vínkjallaranum innihalda það nauðsynlegasta - fötu, vatnslás, slöngur og mæla. Vínkjallarinn er ódýrari, þó vörurnar séu þær sömu eða áþekkar.
2. Ég mæli hiklaust með að byrja í AG. Start kostnaðurinn er svolítið meiri, en er fljótur að borga sig upp. Korn og humlar eru mun ódýrari en sírópsdósirnar. Gæði bjórsins eru líka meiri, sem og þú hefur fulla stjórn á öllu (ekki forhumlað síróp eða þvíumlíkt).
3. Það er að sjálfsögðu lykt, og hún getur verið mjög misjöfn. En ég hef aldrei fundið hana nema þefa af vatnslásunum. Til marks um hve lyktin er lítil, þá leyfir konan mér að geyma gerjunarföturnar í svefnherberginu, og hvorugt verður vart við neitt, fyrir utan blúbbið í vatnslásunum (notalegt og svæfandi hljóð)

.
4. Einhverjir okkar hafa a. m. k. gert miða til að hengja utan um flöskuhálsana. Sá eini sem ég hef séð flöskur frá með álímdum miðum er Úlfar. Persónulega myndi ég ekki nenna að standa í slíku, eftir allt baslið við að ná upphaflegum miðum og lími af flöskunum.
Vertu bara duglegur að lesa og leita, því flestum spurningum hefur verið svarað hér þegar. Ef þú finnur ekki svarið, er um að gera að spyrja. Hér eru menn almennt snöggir að svara. Gæfu og gott gengi!
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 01:53
by atax1c
Takk fyrir góð svör. Hvað kosta hráefnin í 19L batch svona sirca ?
Líka mjög góð hugmynd að hengja miða á flöskurnar

Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 10:52
by Idle
2 - 3.000 kr. að jafnaði og með öllu (inni í því eru verð á geri keyptu erlendis, með tollum og öllu). Það er a. m. k. tölurnar sem ég hef verið að fá út á mínum uppskriftum. Lítrinn af hveitibjórnum mínum kostar mig um 110 kr. samkvæmt því.

Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 11:48
by sigurdur
Velkominn á spjallborðið.
Búnaðurinn sem að þú færð þér í upphafi fer allur eftir ráðstöfunartekjum, en ef þú ert mjög útsjónarsamur (og hefur aðgang að einhverjum tækjum og tólum) þá getur þú útbúið mjög ódýran og góðan búnað í höndunum.
Ég byrjaði sjálfur á kit'n'kilo aðferðinni og mér finnst ekkert að því þegar fólk byrjar á því. Það er mun fljótlegra og þægilegra á meðan maður er að átta sig á öllu. Þú færð hinsvegar ekki mjög góðan bjór úr því að mati margra, en þú færð bjór. Ég gerði nokkur svona sett á meðan ég var að safna mér og smíða búnað. Svo þegar búnaðurinn var kominn þá færði ég mig yfir í AG. Sumir fara beint í AG og það gengur að ég held mjög vel.
Ef þú ert í vel loftræstu rými þá þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur gerjunarlyktinni. Ef þú gerjar hinsvegar í lokuðu rými þá máttu búast við að gerjunarlyktin loði eitthvað við.
Gangi þér vel.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 14:06
by Eyvindur
Beint í AG. Ekki spurning.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 18:07
by atax1c
Þarf ég ekki alveg risa pott fyrir AG aðferðina ? Hvað kosta svona stórir pottar ?
Edit: Vitið þið eitthvað um góð kælibox ? Gæði, verð etc.
Edit aftur: Fann 35L box í Húsasmiðjunni á 2.790 kr.

Hef mestar áhyggjur af potta-kostnaði.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 19:06
by sigurdur
Ef þú ætlar þér pott úr ryðfríu stáli, þá getur sá pottur kostað allt upp úr 25 þúsund myndi ég halda.
Það sem að nokkrir hafa gert er að útbúa pott úr plasti með góðum árangri.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 19:11
by atax1c
Já sá einhvern þráð um það áðan. Bara spurning um að þora því, gæti orðið stórslys ef hann myndi leka virti útum allt eldhúsið :/
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 19:26
by sigurdur
Þú getur byrjað á prófunum með því að fylla pottinn af vatni þegar að kemur og sjóða það á öruggum stað, ef þú ætlar þér að fara plastpottsleiðina.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 20:56
by Eyvindur
Hentu pottinum út, með framlengingarsnúru á þurrum degi og sjóddu vatn í dágóða stund (ég myndi taka 2-3 tíma, til að vera 100%). Ef ekkert slæmt gerist ættirðu að vera góður. Eins, ef þú hefur góðar útiaðstæður er fínt að gera þetta bara utandyra, ef þú ert stressaður. Þá losnarðu líka við að húsið angi af humlum og malti í sólarhring eða meira (sem mér finnst reyndar fínt, en ekki frúnni

).
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 21:45
by atax1c
Ef ég fengi mér 30L pott, myndi ég ná suðu upp í svona miklu magni eða eru þetta óþarfa áhyggjur hjá mér ? Helluborðið mitt er bara svona svartur flötur með svona snerti-tökkum.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 22:08
by sigurdur
Það er erfitt að segja til um hvort að það sé nægur kraftur í helluborðinu þínu.
Ég veit að nafni minn (Idle) er með 20L pott og hefur verið að berjast við að ná upp suðu á eldavélinni sinni. Ef þú hinsvegar bætir hitaeinangrun utan á pottinn þá getur þú átt betri séns.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 22:10
by atax1c
Já ok. Þetta veltur eiginlega allt á þessu, er svo hræddur við að kaupa allt í þetta og ná svo ekki upp suðu einu sinni
En takk fyrir góð svör

Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 22:21
by sigurdur
Í versta falli þá býrðu til einangrun með því að vefja álfilmu í kring um pottinn.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 22:35
by atax1c
Og myndi það tryggja suðu ?
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 18. Apr 2010 23:02
by sigurdur
Nei. Það er ofboðslega erfitt að segja til um hvernig aðstæður eru hjá þér. Það er því miður bara ein leið til að segja til um hvort að þetta heppnast eða ekki.
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 19. Apr 2010 19:19
by halldor
sigurdur wrote:... Það er því miður bara ein leið til að segja til um hvort að þetta heppnast eða ekki.
Hringja í Þórhall miðil?
Re: Sælt veri fólkið
Posted: 19. Apr 2010 20:38
by sigurdur
Jæja, tvær leiðir þá

Re: Sælt veri fólkið
Posted: 21. Apr 2010 10:56
by kristfin
ég er með plast heitavatnstunnu, 30 lítra með 2 elementum úr rúmfatalagershraðsuðukötlum. er svona 30 mínútur að ná upp suðu. ekki málið.