Page 1 of 1

smá prufa hjá mér

Posted: 15. Apr 2010 16:20
by mcbain
Sælir félagar

Ég keypti mér 4ltr af bónus epla safa og setti á lítinn kút sem ég á, ég setti um 300gr af dextrosa útí og örlítið af "turbo geri" sem ég átti, veit nú ekki alveg hvernig ger það er en það er allavega ger + gernæring. Allavega eftir 20 tíma er komin þvílík gerkaka ofan á þetta allt saman en ekki svo mikill gauragangur í vatnslásnum. En allavega ættla sjá hvað verður úr þessu næstu sólarhringa, en ég bíst nú við að þetta verður viðbjóður :)

Re: smá prufa hjá mér

Posted: 15. Apr 2010 16:41
by sigurdur
Ég held að þetta eigi frekar heima í víngerðarkorkinum.
Þetta "turbo" ger er án efa notað almennt við framleiðslu á gambra.
Eplavín verða oft lang best með aldrinum. Ég var með mitt vín á tunnu (á gerkökunni) í einhverja nokkra mánuði. Þannig að ekki láta þér bregða ef að þetta verður ekki gott strax, gefðu þessu nokkra mánuði.

Re: smá prufa hjá mér

Posted: 15. Apr 2010 21:09
by Classic
Sammála með víngerðarkorkinn.

Ég er með eplavín steady í gangi, er enn að prófa mig áfram með djús og svona, er að klára fyrsta skammt sem gerður var úr Brazza, og rétt byrjaður að kíkja á annan úr Bónus eplasafa sem fór í tunnuna á sama tíma, og mér finnst af einhverri ástæðu ögn súrari, sem er skrýtið því ég hélt þetta væri sami safinn. Mögulega er Bónus safinn ögn þynnri en Brazzinn, svo hann gefur útkomu sem er einhverri agnarögn minna vín og meiri gambri. Að vísu er ég ekki búinn að bera þetta saman hlið við hlið, og ekki farinn að smakka Bónusdjússkammtinn nema kolsýrðan. Kannski er kolsýran að rugla mig eitthvað...

Þetta er líka rétt með aldurinn, smakkaði þetta fyrst 6 vikna gamalt, ógeðslega súrt og viðbjóðslegt. Núna, eftir 5 mánuði er þetta orðið vel drekkanlegt svellkalt. Sennilega verður þetta aldrei neitt eðalvín, en það er gaman að þessu :P