Page 1 of 1

Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2010

Posted: 14. Apr 2010 23:27
by sigurdur
Ég boða hér með á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2010.

Aðal fundarefni
  • Á fundinum verður farið yfir þær tillögur sem að nefndar hafa verið ekki seinna en einni viku fyrir fund.
  • Kosið verður í stjórn Fágunar.
Þar sem að stjórnin sem að kosin var á stofnfundi var kosin einungis sem tímabundin stjórn, þá verður tilnefnt og kosið í stjórnarstörf á fundinum. Fólki er frjálst að bjóða sig fram í þessum þræði.
ALLAR TILLÖGUR sem að teknar verða fyrir á fundinum verða að hafa verið nefndar í þessum þræði. Einungis verður tekið við tillögum þar til einni viku ( 7 dögum) fyrir aðalfund.
Ekki verður teknar fyrir tillögur sem að nefndar verða á fundinum nema þær hafi verið nefndar í þessum þræði a.m.k. einni viku fyrir fundardag.

Staðsetning og tímasetning
Vínbarinn Miðvikudaginn 28. apríl 2010 kl. 20:00.

Æskilegt er að meðlimir mæti stundvíslega.

Einungis fullgildir meðlimir sem að greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.
Upplýsingar um hvernig skuli skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld munu koma á næstu dögum, vonandi fyrir lok þessarar viku.

Viðbót 1 (16.04.2010)
Tillögur skulu vera númeraðar. Ef tillaga felur í sér breytingu á einhverri grein samþykktar þá verður að taka fram þá grein samþykktar.

Fundargerð (28.04.2010)
2. fundur 28.04.2010 - Aðalfundur 2010.pdf
(55.16 KiB) Downloaded 702 times

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2010

Posted: 14. Apr 2010 23:32
by karlp
mér finnst betra að mæta _eftir_ keppnin, svo við máum redda allt yfir bjór fyrir aðalfund.

(og, ég er í útlöndum til 1 mai)

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 27. Apr 2010 14:59
by ulfar
Ég legg til (þó seint sé) að félagsgjald sé að lágmarki 2500 kr. Til stuðnings þessa þá vil ég nefna að rekstur heimasíðunnar er að lágmarki 20.000 kr. Mikilvægt er að félagið sé ekki alltaf fjárvana.

kv. Úlfar

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 27. Apr 2010 15:15
by hrafnkell
Ég var svosem búinn að bjóðast til þess að hýsa heimasíðuna fríkeypis ef áhugi væri fyrir hendi.

En 2500 eða 2000kr skiptir ekki öllu fyrir mér.

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 27. Apr 2010 19:43
by valurkris
á síðasta fundi var verið að tala um 4000 Kr. sem að er sanngjarnt finnst mér

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 27. Apr 2010 23:07
by sigurdur
Ég vil minna á að fundurinn verður haldinn á morgun kl. 20.00 á Vínbarnum. Ég vona að sem flestir mæti.

Það er því miður er bankareikningurinn fyrir félagið enn í samþykktarferli hjá bankanum og því geta félagsmenn ekki greitt félagsgjöldin inn á bankareikning. Það verður vonandi leyst á morgun.

Ef þið hafið hug á því að verða meðlimir að félaginu þá getið þið komið með beinharðan pening á fundinn á morgun og greitt félagsgjöld þar. Að sjálfsögðu verða kvittanir gefnar fyrir greiðslu félagsgjalda.

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 28. Apr 2010 21:32
by Bjarki
Kemst því miður ekki á fundinn í kvöld, vill gjarnan taka þátt og greiða félagsgjaldið. Hvernig ber ég mig að ?

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 28. Apr 2010 23:05
by sigurdur
Ein leið til að bera sig að þessu er að greiða félagsgjöldin hjá t.d. Arnari (arnarb), Kristjáni (kristfin) eða mér (sigurdur). Við tökum á móti beinhörðum peningum og veitum þér kvittun fyrir.
Bankareikningsmál eru ekki enn komin á hreint þannig að þú getur ekki lagt inn á bankareikning. Það mál mun breytast von bráðar.

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 28. Apr 2010 23:44
by sigurdur
Ég þakka fyrir góðan fund.
Ég hengdi fundargerðina við fyrsta póstinn.

Úrtak:
7 manns mættu á fundinn.
Nokkrar breytingartillögur voru samþykktar.
Ákveðið var að félagsgjald næsta tímabils skuli hækkað upp í 4.000,- ISK á ársgrundvelli.
Kosið var í stjórn:
  • Arnar Baldursson (arnarb) var kosinn sem formaður stjórnar.
  • Úlfar Linnet (ulfar) var kosinn sem gjaldkeri félags.
  • Sigurður Guðbrandsson (sigurdur) var kosinn sem ritari félags.
Kristján Finnsson lætur við af stjórn félags.
2 embætti eru staðfest og kosið í þau.
Hjalti G. Hjartarson var kosinn í embætti umsjónarmanns vefsíðu.
Halldór Æ. Halldórsson var kosinn í embætti endurskoðunarmanns reikninga.

Ég vil nota tækifærið og þakka Kristjáni Finnssyni fyrir góð störf sem formaður stjórnar. Einnig vil ég óska til hamingju og bjóða velkominn Arnar Baldursson sem stjórnarformann Fágunar.

Endilega rýnið í fundargerðina til að fá nánari upplýsingar um hvað gerðist á fundinum.

Re: Boð á fyrsta aðalfund Fágunar, miðvikudaginn 28. apríl 2

Posted: 29. Apr 2010 08:08
by Hjalti
Spurning um að smella upp nýjum þræði svo með fundargerðini og ég sendi póst á alla sem taka þátt á vefsíðuni með það.