Page 1 of 2
Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 13. Apr 2010 18:38
by kristfin
Kæru félagar,
Okkur er sönn ánægja að kynna Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Keppnisreglur
Keppt er í tveimur flokkum: Áfengisprósenta undir 6.5% og áfengisprósenta 6.5% og yfir.
Skila þarf inn umsókn og greiða keppnisgjald í síðasta lagi viku fyrir keppni (24. apríl).
Frestur er gefinn til að skila inn sjálfum bjórnum til 29. apríl.
Skila þarf inn 6 flöskum af bjór. Flöskurnar þurfa að vera miðalausar og ómerktar. Engar kröfur eru gerðar til stærðar og gerð flasknanna.
Fágun áskilur sér rétt til að ráðstafa öllum flöskum sem er skilað inn, eftir keppnina.
Það sem dómarar fá að vita er stíllinn, áfengisprósenta, reyking og hvort bjórinn sé kryddaður.
Keppnisgjald er 1.000 krónur sem greiðist við afhendingu umsóknar.
Eftirtaldir aðilar veita bjórum viðtöku:
- Kristján Þór Finnsson Brekkutúni 1 200 Kópavogi Sími 860 0102
Arnar Baldursson Nökkvavogi 36, efri hæð 104 Reykjavík Sími 669 9930
Sigurður G Linnetsstíg 9b 220 Hafnarfirði Sími 867 3573
Bjórinn sem bruggari skilar í keppnina skal vera bruggaður af honum, og ekki vera, eða hafa verið, seldur á almennum markaði.
Keppnin er opin öllum félögum í Fágun.
Engir starfsmenn Ölvisholts mega taka þátt.
Dómarar mega ekki taka þátt í keppninni.
Skráning á bjór og lýsing er alfarið á ábyrgð keppanda. Viðtakendur, dómarar eða stjórnendur munu EKKI flokka bjórana að öðru leyti en eftir áfengisprósentu.
Keppnisnefnd hefur þátttökurétt í keppninni, þar sem þeir koma ekki að dómum eða flokkunum.
Komi upp ágreiningur um dóma, skráningu eða annað er keppnina varðar mun úrskurðarnefnd skera úr.
Úrskurðarnefnd er skipuð af dómnefnd, stjórn Fágunar og fulltrúa Ölvisholts.
Ef ágreiningur snertir einhverja meðlimi úrskurðarnefndar, eru þeir vanhæfir og koma ekki nálægt úrskurði.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir báða flokka, sem og fyrir besta bjór keppninar.
Verðlaunin verða auglýst síðar, en óhætt er að segja að þau komi til með gleðja heimabruggarann.
Niðurstöður verða kunngjörðar í Ölveri í Glæsibæ, laugardaginn 1. Mai 2010. Þar mun Ölvisholt og Fágun vera með dagskrá og húllumhæ.
Húsið opnar klukkan 19:00 en formleg dagskrá hefst 20:00
Dagskrá verður auglýst nánar síðar.
Keppnisnefnd Fágunar, mars 2010
ATH: Við komum með upplýsingar um það hvernig hægt er að skrá sig í félagið á næstu dögum, en ekki láta það tefja undirbúning ykkar
Viðbót: Keppnisgjaldið, 1000 krónur eru per bjór sem skilað er inn til keppni. ÞEAS fyrir hverjar 6 flöskur er borgað 1000 krónur
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 13. Apr 2010 19:23
by hrafnkell
Spennandi! En 6 bjórar.. Var ekki talað um 2 bjóra fyrst?
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 14. Apr 2010 01:29
by karlp
2 bjór er bara nog fyrir 2 dómari, og _kannski_ urslít. 6x330ml er ekkert mál, og nóg fyrir 3-4 dómari og alvöru urslít.
ég setja þriðja keppnisbjórann mín í flösku í kvöld, og biður spenntu núna

Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 14. Apr 2010 10:12
by Idle
Ein spurning, og eitthvað sem ætti að koma fram: er greitt 1.000 kr. þátttökugjald fyrir hverja bjórtegund sem keppandi skilar inn, eða er gjaldið per þátttakanda?
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 14. Apr 2010 11:13
by Oli
Glæsilegt.Ég fagna þessu framtaki
Þar sem þetta er fyrsta keppni sinnar tegundar er skiljanlegt að ekki hafi verið komnar fram þær upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir með meiri fyrirvara.
Ég td á aðeins 5 flöskur eftir af þeim bjór sem ég ætlaði að leggja inn í keppnina, þannig að hann verður ekki með í þetta skipti, hélt að það ætti að skila inn 4 flöskum skv. fyrri upplýsingum. En það er af nógu að velja svosem
Einnig væri gaman að fá að vita það sem Idle nefnir hér fyrir ofan, er skráningargjaldið 1000 kr fyrir hverja bjórtegund sem lögð er fram í keppnina eða á hvern keppanda?
Verður hægt að koma með eigið öl í Ölver þetta kvöld?
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 14. Apr 2010 11:56
by Eyvindur
Keppnisgjaldið leggst á hvern bjór (þ.e.a.s. entry - augljóslega ekki hverja flösku).
Það má alls ekki koma með eigin bjór á Ölver, en þar verður hins vegar hægt að kaupa mikið af gæðabjór á afar hagstæðu verði.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 16. Apr 2010 19:00
by arnilong
Hvernig er það, eru sex dómarar sem fá hver heilan bjór frá hverjum skráðum bjór? Mér skilst að í Brewers Association keppnum þarf einungis að senda inn eina flösku og þrjár í viðbót ef að bjórinn kemst í lokaúrslit. Ég sé annars ekki mikið eftir 6 bjórum frá mér, það er ekki það, ég er einungis að spá í því hvort að þetta sé kannski óhóflega mikið af bjór fyrir litla dómnefnd að innbyrða.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 16. Apr 2010 20:37
by sigurdur
Ef ég man rétt þá voru um 6 dómarar. Hver fær sína flösku af hverjum bjór.
Ef þetta eru of margar flöskur fyrir dómarana, þá kemur bara sú reynsla út og hægt er að taka mið þá af því á næsta ári.
Betra er að nóg sé af hverjum bjór frekar en of lítið.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 17. Apr 2010 10:55
by Eyvindur
Vá, ein flaska á mann? Það er rosalega mikið.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 18. Apr 2010 17:12
by hrafnkell
Eg er sammála, mér finnst þetta voðalega mikið, og sé ekki alveg tilganginn. Ég ætlaði að senda bjórinn sem ég er hvað stoltastur af, en á voða erfitt með að tíma heilli kippu af honum

Sérstaklega þar sem megninu af honum verður líklega hellt niður eftir bragðprufur.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 18. Apr 2010 18:47
by sigurdur
Það má vera að mörgum ykkar finnist þetta sem mikið af flöskum. Þessi fjöldi flaskna er samt sem áður sá fjöldi sem að dómsnefndin krefst. Ég vona að þessi krafa um fjölda flaskna hindri ekki of marga að taka þátt.
Persónulega finnst mér ekkert að því að skila inn 6 flöskum, þær kosta ekki það mikið í framleiðslu.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 19. Apr 2010 09:02
by Eyvindur
Ég er alveg sammála því. Finnst þetta bara skrýtið, þar sem tvær flöskur ættu að duga vel fyrir sex manns til að smakka tiltekinn bjór.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 21. Apr 2010 10:57
by kristfin
ég hef valla grunaðan um að hella aukabjórnum í tunnu og selja sem árstíðabjór hjá ölvisholti

Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 21. Apr 2010 23:40
by Unnur
xy
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 22. Apr 2010 02:20
by Idle
Ég tók fína PDF skjalið þitt, Kristján, og gerði það að útfyllanlegu PDF formi. Þá er a. m. k. hægt að prenta allar upplýsingar um bjórinn út, og skrifa svo undir með penna.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 22. Apr 2010 09:14
by sigurdur
Algjör snilld!
Takk fyrir það Idle.
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 22. Apr 2010 09:28
by halldor
Idle wrote:Ég tók fína PDF skjalið þitt, Kristján, og gerði það að útfyllanlegu PDF formi. Þá er a. m. k. hægt að prenta allar upplýsingar um bjórinn út, og skrifa svo undir með penna.
Glæsilegt! Takk fyrir þetta.
Ég sá fram á mikla skriffinnsku í kvöld

Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 22. Apr 2010 20:07
by kristfin
Idle wrote:Ég tók fína PDF skjalið þitt, Kristján, og gerði það að útfyllanlegu PDF formi. Þá er a. m. k. hægt að prenta allar upplýsingar um bjórinn út, og skrifa svo undir með penna.
frábært. eftiráaðhyggja hefði það ekki verið vitlaust að aulast til þess

Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 23. Apr 2010 18:33
by kristfin
kæru félagar,
þar sem við náðum ekki að stofna félagið formlega fyrr en núna í dag, þá erum við ekki komnir með bankareikning.
því verður ekki hægt að leggja inn á reikning félagsins og gerast félagi.
til að leysa það, til skamms tíma amk, þá verða þeir sem skila inn bjór að borga félagsgjaldið fyrir þetta litla tímabil fram að næsta aðalfundi, kr. 1000. við gefum ykkur að sjálfsögðu kvittun fyrir.
í næstu viku verður kominn bankareikningur og þá verður hægt að millifæra og gerast félagi formlega.
vegna þessa, þá verður hægt að skila bjór til okkar fram á miðvikudag í næstu viku.
fyrir hönd stjórnar,
stjáni
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 27. Apr 2010 22:54
by sigurdur
Ég vil skerpa athygli allra á því að félagsgjald skal greiðast við afhendingu bjórs í keppnina.
Félagsgjaldið er í dag 1.000 kr. en það verður endurskoðað á aðalfundi á morgun (miðvikudag 28. apríl 2010).
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 27. Apr 2010 22:59
by Idle
sigurdur wrote:Ég vil skerpa athygli allra á því að félagsgjald skal greiðast við afhendingu bjórs í keppnina.
Félagsgjaldið er í dag 1.000 kr. en það verður endurskoðað á aðalfundi á morgun (miðvikudag 28. apríl 2010).
Ber að skilja þetta sem svo, að ef félagsgjald er greitt fyrir fundarstörf á morgun, sé það 1.000 kr., en að aðalfundi loknum, megi eins búast við að greiða hærra gjald?
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 27. Apr 2010 23:12
by sigurdur
Félagsgjald er 1.000kr eins og staðan er í dag.
Ef ákveðið verður að hækka félagsgjaldið upp í hærri upphæð á fundinum þá fá þeir félagsmenn sem að greitt hafa félagsgjaldið (1.000 kr) 1.000kr í "afslátt" af félagsgjöldum næstkomandi tímabils (1 ár). Ef félagsgjöldin haldast í sömu upphæð þá mun ekki vera frekari rukkun fyrir næsta tímabil (sem að er 1 ár).
Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 27. Apr 2010 23:15
by Idle
Takk fyrir þetta. Þegar allt er orðið svo formlegt og ítarlegt, er vissara að gæta að nákvæmni í orðavali.

Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 27. Apr 2010 23:25
by halldor
Var bankareikningurinn klár?
Ég er með peninga félagsgjöldum og skráningargjöldum fyrir nokkra bjóra sem þarfnast betra heimilis.
[edit]
dregið til baka
Sá að sigurdur var búinn að skrifa póst um þetta í öðrum þræði

Re: Bruggkeppni Ölvisholts og Fágunar, 1. mai 2010
Posted: 28. Apr 2010 22:18
by hrafnkell
Get ég skilað bjór í keppnina á morgun?