Page 1 of 1
[Til sölu] Corona Mill
Posted: 11. Apr 2010 15:42
by halldor
Keypt ný frá USA og notuð í um 6 mánuði.
Við bruggfélagarnir vorum mjög sáttir við hana en ákváðum að splæsa í Barley Crusher þegar við byrjuðum að gera 40 lítra lagnir, enda mun meira af korni að mala
Hér er mynd af sömu týpu og við erum með:
http://www.breworganic.com/media/Fermen ... a-mill.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;
Við höfum ekki ákveðið verð en erum oprnir fyrir tilboðum.
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 11. Apr 2010 19:28
by arnilong
Til hamingju með Byggkremjarann, ég á einn og er mjög ánægður með hann!
Ég hef tekið eftir mörgum þráðum á netinu þar sem menn drulla yfir Corona mill eins og þeir haldi að hún sé bjórinn með sama nafni. Ég hef sjálfur aldrei notað Corona mill en hef hinsvegar séð fína mölun úr henni, hef heyrt að það sé mesta brasið að stilla hana rétt. Var ekki mölunin fín hjá ykkur Halldór?
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 12. Apr 2010 19:07
by halldor
Ég var einmitt að vonast eftir þessari umræðu
Jú mölunin var mjög fín. Eftir um 4-5 malanir var maður farinn að þekkja hana og þá var lítið mál að stilla. Ég hef séð marga þræði þar sem rætt er um ágæti Corona millunnar og yfirleitt eru það þeir sem hafa ekki prófað hana sem hafa mest út á hana og setja og þeir sem hafa notað hana eru oftar en ekki mjög ánægðir með hana.
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 12. Apr 2010 22:35
by Skonnsi
Sæll Halldór.
Ég er einmitt að leita mér að svona vél.
Þessi græja kostar ný um 50 dali. svo hvað segir þú um 6000 fyrir hana ??
Kveðja Skonnsi
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 15. Apr 2010 08:38
by halldor
Skonnsi wrote:Sæll Halldór.
Ég er einmitt að leita mér að svona vél.
Þessi græja kostar ný um 50 dali. svo hvað segir þú um 6000 fyrir hana ??
Kveðja Skonnsi
Sæll
Við vorum nú að vonast eftir að fá aðeins meira fyrir hana þar sem hún kostaði dágóðan slatta komin til landsins.
Sjáum hvað setur... kannski koma engin fleiri boð

Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 15. Apr 2010 15:08
by hrafnkell
Skiljanlegt... Sendingarkostnaður er uþb $40, og svo er 20% skattur og svo loks vaskur
(50+40)*1.2*1.255*128+550 = 17.900kr fullt verð hingað komið (eða þar um bil)
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 15. Apr 2010 16:48
by sigurdur
hrafnkell wrote:Skiljanlegt... Sendingarkostnaður er uþb $40, og svo er 20% skattur og svo loks vaskur
(50+40)*1.2*1.255*128+550 = 17.900kr fullt verð hingað komið (eða þar um bil)
20% skattur, ertu að meina tollur?
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 15. Apr 2010 17:40
by hrafnkell
Jamm, typo. (nitpicker)
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 15. Apr 2010 19:13
by sigurdur
Haha, sorry.

Hættur í off-topic í þessari umræðu

Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 15. Apr 2010 20:55
by gunnarolis
Hvað hafðirðu hugsað þér fyrir gripinn?
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 16. Apr 2010 16:14
by halldor
Hún var slegin á 12.000 kr. í gegnum PM
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 16. Apr 2010 20:38
by sigurdur
Það er vel sloppið fyrir millu.
Re: [Til sölu] Corona Mill
Posted: 16. Apr 2010 23:21
by halldor
sigurdur wrote:Það er vel sloppið fyrir millu.
Hæfilega sanngjarnt á báða bóga leyfi ég mér að segja
