Page 1 of 1

Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 8. Apr 2010 22:12
by sigurdur
Næsta Mánudag, 12. Apríl, verður haldinn stofnfundur Fágunar.

Aðal fundarefni
  • Á fundinum verður farið yfir reglur sem hafa verið samdar. Reglununum verður svo breytt (ef það á við) og þær samþykktar eða hafnaðar með kosningu.
  • Kosið verður í stjórn Fágunar.
  • Rætt verður um bruggkeppni Fágunar og ÖB.
Annað fundarefni
  • Almennt spjall eins og vanalega.
  • Bjórsmökkun
Staðsetning og tímasetning
Vínbarinn Mánudaginn 12. Apríl klukkan 21:00
Gott er að mæta mjög stundvíslega ef hægt er.

Ég vona að sem flestir sjái sér fært um að mæta þar sem að þetta verður einstakur fundur.

VIÐBÓT
Mæting jafngildir skráningu í félagið sem að felur í sér m.a. skuldbindingu til að greiða félagsgjöld.

VIÐBÓT 2
Ef einhver ætlar að bjóða sig fram í stjórn Fágunar, þá getið þið auglýst það í þessum þræði, en hægt verður að bjóða sig fram á fundinum einnig.
Embættin sem að um ræðir eru 3:
  • Formaður
  • Gjaldkeri
  • Ritari
Embættafjöldinn er ekki ritaður í stein, þannig að ef þið hafið betri hugmyndir um embættisstöður látið þá í ykkur heyra.

Fundargerð (bætt við eftir fundinn)
Ég bætti fundargerðinni við sem viðhengi.
1. fundur 12.04.2010 - Stofnfundur Fágunar.pdf
Fundargerð fyrir stofnun Fágunar. 12.04.2010
(61.44 KiB) Downloaded 760 times
Undirritaðar samþykktir
Samþykktir fyrir Fágun - Stofnfundur 12.04.2010

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 8. Apr 2010 23:33
by Eyvindur
Væntanlega verða þeir sem mæta sjálfkrafa meðlimir, og þar með skuldbundnir til að greiða félagsgjöld, ekki satt? Það er allavega frekar ólógískt að fólk fái atkvæðarétt á þessum fundi öðruvísi. Bara nokkuð til að hafa í huga.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 8. Apr 2010 23:44
by sigurdur
Takk fyrir þessa ábendingu Eyvindur. Ég bætti henni við í upprunalega póstinn.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 9. Apr 2010 11:44
by sigurdur
Ég bætti við í upprunalega póstinn að fólk getur auglýst framboð sitt í stjórnina í þessum þræði.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 9. Apr 2010 11:55
by BeerMeph
Frábært, maður lætur sjá sig.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 9. Apr 2010 12:09
by Eyvindur
Kannski er þá vissara að útlista hvaða embætti vantar mannskap í?

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 9. Apr 2010 12:27
by sigurdur
Ég bætti þeim lista við upprunalega póstinn.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 9. Apr 2010 13:04
by kalli
Það vantar mann með kunnáttu í fundarsköpum til að taka að sér fundarstjórn á fyrsta aðalfundi.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 9. Apr 2010 13:07
by kalli
Einnig vantar 3 - 4 stjórnarmenn, til viðbótar við formann og 2 varamenn. Ef ég man rétt þurfa 2 stjórnarmanna að vera kosnir til 2 ára og 2 til eins árs.
Svo vantar 2 skoðunarmenn bókhalds.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 9. Apr 2010 14:07
by kristfin
í þeim drögum sem ég hefi búið til geri ég ráð fyrir formanni, ritara og gjaldkera til eins árs í senn.
engir varamenn.
ef varamenn vantar þá verður því reddað á auka aðalfundi eða félagsfundi.

markmiðið er að hafa þetta eins einfalt og hægt er

fyrsta verk á aðalfundi er að kjósa endurskoðunarmann reikninga.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 10. Apr 2010 16:29
by sigurdur
kalli wrote:Einnig vantar 3 - 4 stjórnarmenn, til viðbótar við formann og 2 varamenn. Ef ég man rétt þurfa 2 stjórnarmanna að vera kosnir til 2 ára og 2 til eins árs.
Svo vantar 2 skoðunarmenn bókhalds.
Getur þú fundið lögin sem að segja til um þetta?
Það væri gott að geta lesið yfir þau fyrir Mánudagskvöldið.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 12. Apr 2010 08:46
by kalli
Sjá PM

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 12. Apr 2010 10:23
by kalli
Ég spurði manneskju sem veit meira um þetta og það eru í raun ekki neinar reglur um hvernig stjórnin á að vera samsett nema að lágmarki þrír og ef þeir eru fl. verður að vera oddatala.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 12. Apr 2010 21:55
by BeerMeph
Ég kemst (komst) ekki á fundinn sökum skólaanna, væri hægt að bæta mér á meðlimalista fágunar og senda mér bara reikninginn?

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 13. Apr 2010 01:00
by sigurdur
Takk fyrir góðan fund. Ég mun setja samantekt um fundinn hér þegar ég hef smá tíma, en það verður líklegast ekki fyrr en á miðvikudagskvöldið.

Ultra lítil súmmering:
Það voru 16 sem að mættu.
Kosið var formann, Kristján Finnsson (kristfin).
Kosið var gjaldkera, Úlfar Linnet (ulfar).
Kosið var ritara, Sigurð Guðbrandsson (sigurdur).
Meir kemur þegar ég verð búinn að fara yfir skrifuðu gögnin.
BeerMeph wrote:Ég kemst (komst) ekki á fundinn sökum skólaanna, væri hægt að bæta mér á meðlimalista fágunar og senda mér bara reikninginn?
Það er án efa lítið mál en viltu ítreka þetta mál eftir nokkra daga?

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 13. Apr 2010 15:17
by kristfin
þetta var hinn skemmtilegasti fundur og miklum áfanga náð að klára þetta formlega skref sem stofnun félagsins verður.

ég þakka það traust sem okkur var sýnt með að kjósa okkur sigga og úlfar í stjórn.

ég vil samt minna á að gert er ráð fyrir að þessi stjórn sé bara til bráðabirgða þar til aðalfundur verður haldinn, eftir 2 vikur. það verður auglýst síðar.

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 13. Apr 2010 16:17
by kristfin
hér er texti stofnsamþykktar fágunar. innan hornklofa [] eru breytingarnar sem voru gerðar á staðnum. sigurður ritari mun skanna skjalið inn og birta á vefnum

Samþykktir fyrir Fágun – Félag áhugamanna um gerjun
1. grein
Félagið heitir Fágun - Félag áhugamanna um gerjun. Félagið er áhugamannafélag. Heimili þess er í Reykjavík
2. grein
Tilgangur félagsins er að:
  • • Sameina áhugamenn um gerjun
    • Miðla þekking á gerð gerjaðar matvöru og menningu henni tengdri
    • Stuðla að bættri ímynd heimagerjaðra matvæla
    • Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um heimagerða gerjaða drykki, óbrennda
    [Bætt var við skilgreiningu á orðinu gerjun í þessum samþykktum]
3. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að starfrækja heimasíðuna http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; þar sem spjallhópar verða aðgengilegir öllum félagsmönnum. Einnig mun félagið standa fyrir námskeiðum og keppnum til að vekja áhuga almennings og félagsmanna á efninu
4. grein
Félagar eru hverjir þeir sem hafa náð fullra 20 ára aldri, hafa borgað félagsgjöld og undirgengist þessar samþykktir.
Félagið tekur skýra afstöðu gegn eimingu í heimahúsum
Viðburðir á vegum félagsins eru aðeins fyrir félaga nema annað hafi verið ákveðið á félagsfundi.
5. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi ár hvert.
Hver félagsmaður má aðeins gegna sama embætti í 2 ár samfleytt.
Daglega umsjón félagsins annast formaður félagsins.
Firmaritun félagsins er í höndum formanns félagsins.
6. grein
Félagsfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Mánaðarlegir félagsfundir skulu boðaðir af stjórn félagsins, fyrsta mánudag hvers mánaðar.
Aðalfundur Fágunar skal halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hann er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í félagsfundi.
Í gerðabók félagsins skal skrifa stutta skýrslu um það sem gerist á félagfundum og stjórnarfundum, einkum allar fundarsamþykktir
[Bætt var við texta sem uam að þar sem ekki er annað tekið fram þá gilda lög og reglur um félög og samtök sem ekki eru í atvinnustarfsemi]
7. grein
Aðalfund skal boða með auglýsingu á http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; með minnst 2ja vikna fyrirvara, talið frá og með útsendingardegi fundarboðs.
Starfstímabil félagsins er frá aðalfundi til aðalfundar, þ.e.a.s. mai til og með apríl.
Á aðalfundi félagsins skulu tekin fyrir þessi mál:
  • 1. Árskýrsla stjórnar
    2. Endurskoðaðir reikningar fyrir hið liðna reiknisár, með athugasemdum endurskoðanda, eru lagðar fram til úrskurðar
    3. Stjórnarkostning
    4. Kjör skoðunarmanns reikninga
    5. Önnur mál
Hverjum aðalfundi stýrir kjörinn fundarstjóri. Hann rannsakar í fundarbyrjun hvort löglega hafi verið til fundarins boða og lýsir því síðan, hvort svo sé.
[Bætt var við texta sem tilgreindi að sendur yrði tölvupóstur að auki á alla félagsmenn]
8. grein
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til veitingakaupa á aðalfundi félagsins.
9. grein
Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta, 75% atkvæða. Eignir félagsins renna til Fjölskylduhjálparinnar.
Lög þessi eru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi nú þegar.

Dagsetning: ___________________
Undirskriftir allra stofnenda:
Nafn Kennitala Heimilisfang
[Síðan skrifuðu nátturulega viðstaddir undir]

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 13. Apr 2010 18:23
by sigurdur
Jæja, þá er ég búinn að skanna samþykktirnar inn.
Þar sem að það eru lág stærðartakmörk á skjölum, þá setti ég það bara á hýsingu.

Samþykktir fyrir Fágun - Stofnfundur 12.04.2010

Re: Aprílfundurinn, stofnfundur Fágunar

Posted: 14. Apr 2010 23:13
by sigurdur
Ég er búinn að skrifa fundargerðina niður og er hægt að finna hana viðhengda á fyrsta póstinum.