Page 1 of 1

Mann Öl

Posted: 8. Apr 2010 16:39
by kristfin
af því ég bjó til man öl um daginn, var kominn tími á strákana.
þessi uppskrift er að mestu frá jamil úr brewing classic styles, þar heitir hún lefty blond.
og eins og alltaf þegar maður er að nota t58 gerjast þetta eins og brjálað. notaði ger frá Korval sem ég bruggaði um daginn, var búið að vera í rúman mánuð í skápnum

Code: Select all

Recipe: #23 Mann Öl  (leffe blond clone)
Brewer: Kristján Þór Finnsson
Asst Brewer: 
Style: Belgian Blond Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 24,50 L      
Boil Size: 30,02 L
Estimated OG: 1,067 SG
Estimated Color: 4,9 SRM
Estimated IBU: 23,9 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 90 Minutes



Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
5,25 kg       Pilsner (Weyermann) (1,7 SRM)             Grain        81,10 %       
0,25 kg       Aromatic Malt (26,0 SRM)                  Grain        3,86 %        
0,25 kg       Wheat Malt, Pale (Weyermann) (2,0 SRM)    Grain        3,86 %        
50,00 gm      Hallertauer Hersbrucker [4,00 %]  (60 min)Hops         23,9 IBU      
1,10 items    Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 min)          Misc                       
0,72 kg       Sugar, Table (Sucrose) (1,0 SRM)          Sugar        11,18 %       
1 Pkgs        SafBrew Specialty Ale (DCL Yeast #T-58) [SYeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, Batch Sparge 66
Total Grain Weight: 5,75 kg
----------------------------
Single Infusion, Light Body, Batch Sparge 66
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 17,25 L of water at 73,2 C      65,6 C        


Notes:
------
vatn: 3 tsk kalk, 0,4gypsum, 0,7 epsom, 0,2 salt


Re: Mann Öl

Posted: 8. Apr 2010 16:47
by kristfin
og miðinn
Image

Re: Mann Öl

Posted: 8. Apr 2010 18:33
by BeerMeph
Fallegt!

Hvað gerir þessi tafla annars?

Re: Mann Öl

Posted: 8. Apr 2010 19:12
by kristfin
Whirlfloc er blanda af irish mosh og einvherju fleiru til að fá bjórinn til að falla betur. mér finnst það virka mun betur en irish mosh, líka einfaldara

Re: Mann Öl

Posted: 8. Apr 2010 21:10
by Eyvindur
Þetta er girnilegt... Hef einmitt verið mjög spenntur fyrir þessari uppskrift.

Re: Mann Öl

Posted: 1. May 2011 18:11
by OliI
Setti í þennan í gær, hvernig lukkaðist þetta annars í samanburði við Leffe sjálfan?

Re: Mann Öl

Posted: 1. May 2011 21:01
by kristfin
t58 er ekki rétta grunn gerið fyrir leffe. hinsvegar var ég mjög sáttur við hann. ekki eins ef maður smakkaði þá hlið við hlið, en ef maður bar saman við minninguna af leffe var maður sáttur.

leyfa honum að gerjast vel, jafnvel að hita undir honum síðustu dagana, þá ertu í góðum málum.

Re: Mann Öl

Posted: 1. May 2011 22:30
by OliI
Takk fyrir þetta.
Ég sauð 40L og skipti í 2 fötur, T58 í aðra og S33 í hina - svona til að sjá muninn.
Þetta er allt í syngjandi sveiflu núna, stefni svo á að smáhækka hitann í vikunni.

Re: Mann Öl

Posted: 2. May 2011 00:04
by kalli
Ég á tvær túbur af WLP500 sem ég verð að koma í lóg. Væri þessi ekki upplagður fyrir þær?

Re: Mann Öl

Posted: 2. May 2011 08:03
by OliI
Það er mælt með WLP500 í þennan bjór skv. bókinni sem fyrsta vali.
Ég væri meira en lítið til í að fá hjá þér afleggjara af gernum.

Re: Mann Öl

Posted: 2. May 2011 09:19
by kalli
Þá er það ákveðið. Þetta verður næsta lögn. Ég held til haga gerkökunni handa OliI og öðrum þeim sem hafa áhuga.

Hversu mikið kolsýrður á hann að vera og hvað á hann að vera lengi á flöskum?

Re: Mann Öl

Posted: 2. May 2011 09:52
by bjarkith
Ég væri til í smá ger í safnið.