Page 1 of 1
Hvað bruggar þú yfirleitt mikið í einu?
Posted: 17. May 2009 12:57
by Hjalti
Svarið könnunini
Re: Hvað bruggar þú yfirleitt mikið í einu?
Posted: 17. May 2009 13:15
by Eyvindur
Þetta er reyndar ekki alveg svona einfalt... Ég miða uppskriftirnar mínar alltaf við 19l en skola svo bara meira, þar til ég er kominn með ca. það pre-boil gravity sem passar, sem eru vanalega 20-22l (síðast endaði ég óvart með 23.5l, en þá var SG líka lægra en það átti að vera). Ef ég ætti að vera alveg nákvæmur myndi ég segja 19-23l...
Re: Hvað bruggar þú yfirleitt mikið í einu?
Posted: 18. May 2009 01:20
by karlp
Hvers er að brugga svo stóran? Er það þú Ulfar?
Re: Hvað bruggar þú yfirleitt mikið í einu?
Posted: 18. May 2009 01:25
by Eyvindur
Úlfar hefur vanalega bruggað tvo skammta í senn (nema upp á síðkastið, reyndar). Ég gerði reyndar slíkt hið sama síðast, og ef ég held áfram að eiga erfitt með að finna tíma fyrir bruggið gæti farið svo að ég þurfi að halda því áfram, þannig að ég gæti fallið í þann flokk fyrr en varir... Ég fattaði ekki að hugsa spurninguna þannig, pældi bara í þessu útfrá hverjum skammti fyrir sig... En samt sem áður, enn sem komið er er það undantekningin hjá mér, frekar en reglan...
Re: Hvað bruggar þú yfirleitt mikið í einu?
Posted: 18. May 2009 06:40
by Stulli
Það var ég

Ég geri nánast undantekningalaust 40-45L í senn. (Ég kom Úlfari uppá lagið með að gera þetta svona á sínum tíma

)
Re: Hvað bruggar þú yfirleitt mikið í einu?
Posted: 18. May 2009 23:45
by Andri
hef alltaf verið að gera einhverja 20-23 lítra með þessu extract dóti, hef samt verið að leika mér að gera circa 2 lítra skammta af miði í 2l flösku, heppnaðist ótrúlega vel en varð aðeins of sætur þar sem ég notaði brauðger í þetta, ætla að testa það með vín eða öl geri næst.