Acetaldehyde off flavor
Posted: 25. Mar 2010 17:03
Menn sem hafa bruggað kitbjóra með mikið magn af strásykri og jafnvel þrúgusykri hafa fundið fyrir þessu off flavor sem minnir á cider eða eins og margir vilja segja af súrum grænum eplum.
Acetaldehyde er efni sem verður stundum til sem byproduct í gerjun og virðist myndun þess aukast ef offramboð verður að einföldum sykrum.
Reyndar má þess geta að líkaminn breytir etanóli í lifrinni með ensímum í acetaldehyde og er það jafnvel talinn meginvaldur timuburmanna þó það sé umdeilt. Lifrin breytir svo acetaldhyde í ediksýru (Já þannig gefur gefur etanól orku).
En það sem ég vildi helst fjalla um er oxun etanóls í acetaldehyde og við hvaða aðstæður þetta off flavor kemur.
Ég lenti í þessu leiðinleg ciderbragði þegar ég bruggaði fyrsta kit bjórinn minn enda ekki skrýtið þar sem ég notaði 1 kg af þrúgusykri.
Ég notaði hins vegar engan viðbættan sykur (fyrir utan þann sem ég primaði með) í fyrsta all-grain bjórinn minn en hafði hann samt frekar sterkan cider-acetylaldehyde-keim og finnst mér líklegasta skýringin á því að bjórinn minn hafa oxast hryllilega mikið í atöppun.
Viðurkenni ég að ég var ekkert sérstaklega að vanda mig við að tappa né að flýta mér því ég vissi ekki að oxun gæti valdið svo miklum galla.
Hefur einhver annar hérna sem bruggað hefur all-grain lent í acetaldehyde veseni vegna oxunar?
Acetaldehyde er efni sem verður stundum til sem byproduct í gerjun og virðist myndun þess aukast ef offramboð verður að einföldum sykrum.
Reyndar má þess geta að líkaminn breytir etanóli í lifrinni með ensímum í acetaldehyde og er það jafnvel talinn meginvaldur timuburmanna þó það sé umdeilt. Lifrin breytir svo acetaldhyde í ediksýru (Já þannig gefur gefur etanól orku).
En það sem ég vildi helst fjalla um er oxun etanóls í acetaldehyde og við hvaða aðstæður þetta off flavor kemur.
Ég lenti í þessu leiðinleg ciderbragði þegar ég bruggaði fyrsta kit bjórinn minn enda ekki skrýtið þar sem ég notaði 1 kg af þrúgusykri.
Ég notaði hins vegar engan viðbættan sykur (fyrir utan þann sem ég primaði með) í fyrsta all-grain bjórinn minn en hafði hann samt frekar sterkan cider-acetylaldehyde-keim og finnst mér líklegasta skýringin á því að bjórinn minn hafa oxast hryllilega mikið í atöppun.
Viðurkenni ég að ég var ekkert sérstaklega að vanda mig við að tappa né að flýta mér því ég vissi ekki að oxun gæti valdið svo miklum galla.
Hefur einhver annar hérna sem bruggað hefur all-grain lent í acetaldehyde veseni vegna oxunar?