Page 1 of 1

Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 17. May 2009 12:33
by Hjalti
Hverjir eru til í að kaupa svona start kit

http://www.cheesemaking.com/store/p/167 ... e-Kit.html

Pælingin var að kaupa nokkur svona kit til að spara sendingakostnað :)

Hverjir eru til?

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 17. May 2009 21:31
by veigar
Þetta 'kit' er eflaust þrælsniðugt, en mig langaði að benda á að það fæst allt sem þarf til að gera tilraunir hér á landi.., hleypi má fá Búrinu Nóatúni, ég hef notað tvo rústfrí pastasigti úr Ikea (1200 stk) til að pressa (gangstéttarhella ofan á), gerlar úr AB mjólk eru mjög góðir i ostagerð, nógu góðir til að gera tilraunir.., svo bara leika sér með einhverja góða uppskrift..

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 17. May 2009 23:16
by Korinna
frábært! Ertu með uppskrift sem þú getur mælt með til að prófa sig áfram?

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 17. May 2009 23:33
by Hjalti
Velkominn Veigar!

Gaman að fá fólk sem hefur reynt á svonalagað.

Væri gaman að sjá þig á fundinum á morgun og fá að heyra hvað þú hefur gert og hvernig það hefur reynst.... :french:

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 17. May 2009 23:47
by veigar
Ég hef verið að fikta við nokkrar útfærslur, ég er svo nýbyrjaður að það er ekkert orðið tilbúið ennþá, svo ég veit ekki hvernig þetta mun smakkast.
Aðferðinnni er lýst mjög vel hérna, óþarfi að gera það aftur:
http://www.rickandlynne.com/cheese/process/index.html

En uppskriftin sem ég hef verið að prófa er ca. svona:
Hita 8 lítra af mjól upp í 30 gráður (kjörhitastig AB gerlanna), 8 lítrar er bara það sem get gert með því að setja næststærsta pottinn minn í vatnsbað í þeim stærsta.
Hálfum lítra af AB mjólk hellt út í og kynnt aðeins undir til að fá 30 gráður aftur, látið standa undir loki í 20 mín til að fá gerilinn af stað.
Ef hitinn hefur eitthvað fallið (ólíklegt) kyndið upp í 30 gráður aftur (kjörhitastig hleypisins líka) og setjið hleypinn út í (oftast einn dropi í lítra)
Látið standa aftur undir loki þar til mjólkin er hlaupin (skoða með hníf hvort skurðurinn sé hreinn, getur tekið allt frá 20 60 mín.), þegar hún er hlaupin er draflinn skorinn og hrærður (sjá myndböndin að ofan)
Hitað uppí 38 gráður, 2,5 lítrar af mysunni tekið frá og jafn mikið af 38 gráða heitu vatni bætt útí, hrært ca. 20-30 mínútur.
Eftir þetta er allri mysunni tappað af, ég nota sigti ofan í pottinn og garðslöngubút til að sjúga hana upp úr pottinum.
Síðan er draflinn settur í pressu, í mínu tilviki, bleijuklútar og Ikea pasasigti, fyrst undir 7kg fargi í klukkutíma (snúið 4 sinnum), síðan 15kg í 6 tíma, pæklað í mettum pækli í 18 tíma.
Lagerað í 14 gráðum og 90% raka í 3 daga, þá vaxaður og aftur í lager, sama hita og rakastig í 2 mánuði plús..

Eftir ca. mánuð kemst ég að því hvort þetta er að virka vel eða ekki :)

Endilega skoðið myndböndin að ofan, það er ferlinu lýst mjög vel.

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 17. May 2009 23:55
by Hjalti
Geðveikar leibeiningar, fer í þetta process strax á þriðjudaginn! :good:

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 18. May 2009 01:30
by karlp
ég er með svona kit frá cheesemaking.com

I don't recommend it. It contains a soft cheese mould, with no follower, which is an absolute fucking must for making hard cheese. The thermometer is in fahrenheit (only, not dual scale) The kit contains 5 sachets of meso, and 5 of thermo, but none of the "basic" easy hard cheeses use thermo, and the cultures are not reculturable, so five batches of basic cheddar and you're shit out of luck. (However, as mentioned, jogurt or AB milk can provide the cultures if you know what you're doing :)

I also bought the book they sell. I don't recommend it either, it's heavily focused on new agers living with their goats in rural new england, and the recipes and instructions are not consistently presented, even for the same processes. It also doesn't do a good enough job explaining why something should be done in a certain way.

This book and the kit certainly got me started, and I wouldn't have started without it, but I'm sure you can do better. I won't be buying from them again. They also charged a LOT for shipping.

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 18. May 2009 07:55
by Stulli
Ég á þessa bók líka, og það hefur komið mann inn í þetta, en er einsog Karl sagði frekar ruglandi og útskýrir hlutina ekkert til hlítar auk þess sem að sumt er í mótsögn við annað sem hefur komið fram áður í bókinni.

Þetta frá honum Karli hittir naglann á höfuðið:
karlp wrote:it's heavily focused on new agers living with their goats in rural new england

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 19. May 2009 22:30
by veigar
Mig langaði að benda á nokkrar góðar síður tengdar ostagerð, aðferðir, uppskriftir og margt annað:

Rick Robinson er með nokkrar uppskriftir og mjög góð kennslumyndbönd þar sem farið er í gegnum allt ferlið við gerð á hörðum osti:
http://www.rickandlynne.com/cheese/

David B. Fankhauser er með uppskriftir af bæði ferskum og lageruðum ostum:
http://biology.clc.uc.edu/Fankhauser/Cheese/Cheese.html
(Hér má líka fá leiðbiningar um úrbeiningu dádýrs fyrir áhguasama)

Einhver náungi sem ég fann ekki nafnið á er með nokkrar uppskriftir og lýsingu á ferlinu við hvern ost sem hann hefur gert:
http://www3.telus.net/public/hsource/cheesemaking/

Þessar síður hafa verið mér mikil hjálp og ég vildi endilega deila þessu með ykkur..

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 20. May 2009 17:17
by Korinna
Mig langar í rennet! NÚNA!

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 20. May 2009 17:45
by karlp
Korinna wrote:Mig langar í rennet! NÚNA!
Einhvers var að segir ostabúðin selja rennet (hleypir) Er það ekki satt?

Re: Hóppöntun á verkfærum til að búa til Harðan ost

Posted: 20. May 2009 17:49
by Hjalti
Búrið í Nóatúni selur þetta í fljótandi formi! :skal: