Page 1 of 1

Brauð úr notuðu malti

Posted: 17. May 2009 11:12
by Eyvindur
Rakst á þessa uppskrift á öðru spjallborði. Hef ekki prófað þetta ennþá, en ætla að gera það næst þegar ég kemst í brugg... Lítur allavega mjög vel út. Það má bæði nota korn sem hefur bara verið lagt í bleyti (steepað) og korn úr meskingu. Trúlega kemur meira bragð af specialty korni sem hefur legið í bleyti...

3 bollar af notuðu korni (blautu)
1.5 bolli af volgu vatni
1 pakki af geri
1/3 bolli af sykri (eða púðursykri)
3-5 bollar hveiti
Ögn af salti

Bleytið upp í gerinu í vatninu og sykrinum (nokkurs konar starter). Látið standa í klukkutíma.
Setjið notaða kornið í stóra skál. Setjið gervökvann út í og byrjið að bæta hveitinu út í. Haldið áfram að bæta við hveiti þar til deigið er orðið slétt og ekki lengur klístrað. Setjið deigið í stóra skál, hyljið með hreinu viskustykki og látið hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Berjið deigið niður og veljið aðra af tveimur leiðum:
A) Skiptið í tvo hleifa og setjið í smurð brauðmót.
B) Myndið kringlóttan hleif og setjið á plötu með þunnu lagi af mjöli undir.
Leyfið hleifnum (hleifunum) að tvöfaldast að stærð, bakið í ofni við 190°C í 30 til 40 mínútur.

Ég veit ekki hvernig þetta er, en fólk lætur vel af uppskriftinni á hinu spjallborðinu. Endilega látið vita ef þið prófið þetta, og segið okkur hinum hvernig þetta kemur út.

Re: Brauð úr notuðu malti

Posted: 17. May 2009 17:21
by arnilong
Ég er í þessum töluðu orðum að brugga belgískt öl og ég setti í svona deig, pósta myndum af árangrinum líklega í kvöld.

Re: Brauð úr notuðu malti

Posted: 17. May 2009 17:29
by Hjalti
Geðveikt!

Ég reyndi svipað með Stout kornið og það var bara eins og viðbrennd ristabrauðsneið á bragðið :)

Re: Brauð úr notuðu malti

Posted: 17. May 2009 18:30
by Andri
snilld, snillingar... væri til í að smakka nýbakað bjóóórbrauuuð.. í staðin fyrir ger og vatn þá getið þið hellt einum heimabrugguðum..*slef*

Re: Brauð úr notuðu malti

Posted: 17. May 2009 18:53
by arnilong
Andri wrote:snilld, snillingar... væri til í að smakka nýbakað bjóóórbrauuuð.. í staðin fyrir ger og vatn þá getið þið hellt einum heimabrugguðum..*slef*
Ég notaði nú bara lítinn hluta af starternum sem ég var með tilbúinn :D

Re: Brauð úr notuðu malti

Posted: 17. May 2009 19:04
by Eyvindur
Snilld, Árni! Hljómar æðislega.

En já, Hjalti, ég myndi ekki nota mikið af ristuðu malti í svona... Þetta virkar væntanlega betur með ljósu og meðaldökku malti...

Re: Brauð úr notuðu malti

Posted: 21. May 2009 12:55
by arnilong
Jæja, eins vel og þetta leit út til að byrja með þá klúðraðist þetta á endanum. En það er allt vegna þess að ég var að brugga bjór þennan dag og svo var frekar þétt dagskrá hjá mér næsta sólarhringinn eða svo, þannig að deigið súrnaði allsvaðalega. Ég ætla samt klárlega að reyna aftur við þetta næst þegar ég geri bjór(vonandi næstu helgi).

Re: Brauð úr notuðu malti

Posted: 21. May 2009 14:30
by Korinna
Það má geyma notuð malt í ísskápnum í nokkra daga. Móramaltið sem ég notaði í Mórabrauðinu var orðin 2 daga gamalt. Það er örugglega hægt að fryst þetta líka ef maður kemst ekki í brauðbakstrið innan við viku. :hello: