Page 1 of 1

Fyrirkomulag umsókna í keppni

Posted: 22. Mar 2010 10:59
by Valli
Keppt í tvemur flokkum:
A: Áfengisprósenta undir 6.5%.
B: Áfengisprósenta 6,5% og yfir.

Skila þarf inn umsókn og greiða keppnisgjald í síðasta lagi viku fyrir keppni (24. apríl). En frestur er gefinn til að skila inn sjálfum bjórnum til 29. apríl.
Skila þarf inn 6 flöskum af bjór. Flöskurnar þurfa að vera miðalausar og ómerktar. Engar kröfur gerða til stærð og gerð flasknanna.

Á umsóknarforminu verður beðið um að fylla út eftirfarandi:

Nafn keppanda
Símanúmer:
Netfang:

Nafn uppskriftar:
Stíll:
Áfengisprósenta:
Malt og aðrar sykrur:
Humlar:
Ger:
Annað:
OG:
FG:

Það eina sem dómarar fá að vita er stíllinn og ef bjórinn sé kryddaður með einhverju sérstöku.

Re: Fyrirkomulag umsókna í keppni

Posted: 27. Apr 2014 23:29
by JoiEiriks
Sæll Valli og takk fyrir síðast.

Hvenær verður hægt aða fá að sjá dómana fyrir þá bjórana sem maður skilaði var inn ?

Kk // JE

Re: Fyrirkomulag umsókna í keppni

Posted: 28. Apr 2014 10:04
by hrafnkell
JoiEiriks wrote:Sæll Valli og takk fyrir síðast.

Hvenær verður hægt aða fá að sjá dómana fyrir þá bjórana sem maður skilaði var inn ?

Kk // JE
Þetta er 4 ára gamall þráður... Og Valli orðinn afar sjaldséður hérna :)

Spurning hvort það þurfi ekki að loka þessu forumi bara? Eða amk breyta nafninu þar sem þetta er ekki á vegum ölvisholts lengur..