Page 1 of 1

Chili í bjór

Posted: 20. Mar 2010 22:25
by halldor
Við vinirnir vorum að krydda Porterinn okkar með Chili. Ef þú ert forvitinn skaltu lesa áfram :)

Við bættum 20 stk þurrkuðum (Blue Dragon) Chili í 30 lítra af bjór (Porter) í secondary og höfðum í viku.
Til að "sótthreinsa" helltum við um 500 ml af sjóðandi vatni yfir chili-inn og hristum vel. Ath. ekki hella vatninu af chili-inum áður en þið setjið hann út í bjórinn þar sem hellingur af bragðinu fer þá í súginn [Ráð frá Stulla].

Eftir viku í secondary, við 20°C var bjórinn alveg svaaaaaaakalega sterkur. Mikill hiti sem kom í ljós eftir um sekúndu eftir að maður fékk sér sopa. Eftir viku á flöskum er chili bragðið búið að minnka (gæti spilað inn í að sú smökkun var við 10°C), en samt svakalegur hiti.

Í einhverjum heimildum stóð að best væri að setja 1 stk þurrkaðan chili í hverja og eina flösku við átöppun. Miðað við þessa 30 lítra sem við settum á flöskur hefði það gert 90 stk chili og ég er ekki viss að maður hefði lifað af þá smökkun.

Ef ég myndi gera þetta aftur myndi ég minnka magnið niður í 10 stk (í 30 L)... en hver veit... kannski hjaðnar bragðið enn frekar með tímanum.

Re: Chili í bjór

Posted: 21. Mar 2010 11:46
by BeerMeph
Ég var einmitt að pæla í chilikryddun um daginn og las að menn hefðu gert svipað, og jafnvel notað ferskan með lélegum árangri.

En á sá að enginn notaði eingöngu chili fræin sem gefa lang mesta bragðið. Langar að testa að nota þau eingöngun í litlu magni.

Re: Chili í bjór

Posted: 21. Mar 2010 12:16
by Eyvindur
Ég held að fræin gefi bara hita, ekkert bragð. Sé ekki tilganginn með því - maður hlýtur að sækjast eftir bragðinu, miklu frekar.

Ef ég kemst í að gera chilibjór í sumar (lítur ekki vel út, en maður getur vonað) ætla ég að taka ferskt chili, fræhreinsa það og sjóða niður í extract. Gera svo tilraunir með að setja dropa út í heila flsöku af svipuðum grunnbjór, og setja þetta svo í dropatali í hverja flösku fyrir sig. Finnst það öruggast, einhvern veginn.

Re: Chili í bjór

Posted: 21. Mar 2010 12:38
by halldor
Eyvindur wrote:Ég held að fræin gefi bara hita, ekkert bragð. Sé ekki tilganginn með því - maður hlýtur að sækjast eftir bragðinu, miklu frekar.

Ef ég kemst í að gera chilibjór í sumar (lítur ekki vel út, en maður getur vonað) ætla ég að taka ferskt chili, fræhreinsa það og sjóða niður í extract. Gera svo tilraunir með að setja dropa út í heila flsöku af svipuðum grunnbjór, og setja þetta svo í dropatali í hverja flösku fyrir sig. Finnst það öruggast, einhvern veginn.
Hitinn finnst mér það skemmtilegasta við chili í bjór.

Re: Chili í bjór

Posted: 21. Mar 2010 14:39
by BeerMeph
Já rauða gumsið gefur mjög lítið bragð og yfirleitt þróast það út í eitthvað allt annað í þroskun hef ég lesið þannig að hitinn er það sem ég myndi frekar leitast eftir. Sé meiri tilgang í því...

Re: Chili í bjór

Posted: 21. Mar 2010 20:57
by Eyvindur
Mér finnst hiti án bragðs vera eitthvað hálf tilgangslaus, persónulega. Ég myndi leitast við að fá sem mest bragð á móti hita, sjálfur. En það er svo sem bara ég.

Re: Chili í bjór

Posted: 21. Mar 2010 21:01
by BeerMeph
Já og vel gild skoðun :). Ég borða mikið orðið af ferskum chili með mat og er orðin hálf ónæmur á eitthvað bragð af honum nema fræin séu með. Ég hugsaði það bara þannig að án fræjanna væri þetta bara eins og hvert annað grænmeti en í rauninni er það kannski ekki bragð í orðsins fyllstu merkingu heldur einmitt þessi bruni.