Page 1 of 1

Hamborgarabrauð

Posted: 16. May 2009 17:34
by halldor
Ég var að spá... ég hef aldrei fundið uppskrift af hamborgarabrauðum, samt hef ég leitað í mörgum matreiðslubókum og jafnvel bókum sem eru eingöngu um brauðbakstur. Er þetta eitthvað sem þarf sérhæfðan tækjabúnað í eða er ég bara lélegur að leita?

Re: Hamborgarabrauð

Posted: 16. May 2009 19:33
by Korinna
Þessi uppskrift er algjör snilld. Ég hef notað hana bæði til að búa til hamborgarabrauð og einnig pyslubrauð. Ég nota brauðvél til að hnoða deigið en það er allt í lagi að gera það á gamlan máta ef maður á ekki slíka. Við eigum voða erfitt með að borða brauðið úr búðum síðan við höfum tekið okkur þessa 90 mínútur sem það tekur að búa þetta til, það er alveg þess virði! Áfram Slow Food :clap:
http://www.recipezaar.com/Hot-DogHambur ... -Abm-96475