Page 1 of 1
Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 03:04
by dax
Ég veit ekki með ykkur, en þetta línurit hjálpar mér mikið við mína bjórhönnun.

Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 08:23
by Idle
Er það ekki þetta graf sem þú ert að reyna að sýna?

Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 09:03
by kristfin
þetta er sniðugt. ég hefi reynt að fara eftir þessu
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 11:03
by hrafnkell
Já, sniðugt. Er einmitt búinn að vera að lesa um þetta hjá palmer og í radical brewing. Hvar kemur svo dry hopping inn í þetta?
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 11:20
by Idle
hrafnkell wrote:Já, sniðugt. Er einmitt búinn að vera að lesa um þetta hjá palmer og í radical brewing. Hvar kemur svo dry hopping inn í þetta?
Að því er mér skilst, kemur það svipað út og að setja humlana út í eftir að slökkt er undir pottinum og kæling hefst.
Hér er ágæt grein um þetta allt saman:
http://www.cohomebrewers.org/node/105.
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 22:03
by Andri
Er þetta vísindalegt graf eða eru þetta bara tölur sem einhverjum datt í hug svona ... circa?

Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 22:49
by Eyvindur
Væntanlega er þetta vísindalegt. Áhrif suðu á alfasýrur og olíur í humlum hafa verið rannsökuð nokkuð ítarlega, þannig að ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta byggi á einhvers konar vísindum.
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 16. Mar 2010 23:13
by Idle
Þetta er vísindalegt, og áreiðanleikinn mikill. Ekki 100% vísindi, hugsa ég, en mjög nærri lagi engu að síður (finnið það best þegar þið prófið!).
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 17. Mar 2010 02:36
by dax
Idle wrote:Er það ekki þetta graf sem þú ert að reyna að sýna?

Ég nota Google Chrome, og sá browser birtir mér myndina sem ég setti hlekk á, auðveldlega. En, já, þetta er sama myndin!

Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 17. Mar 2010 08:04
by Idle
dax wrote:Idle wrote:Er það ekki þetta graf sem þú ert að reyna að sýna?

Ég nota Google Chrome, og sá browser birtir mér myndina sem ég setti hlekk á, auðveldlega. En, já, þetta er sama myndin!

Ah, ég skil. Firefox hér, og HBT sýnir mér bara "no hotlinking" mynd.
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 17. Mar 2010 08:44
by hrafnkell
dax er með hana í cachinu.. Um leið og hann þarf að sækja hana aftur þá virkar hún ekki. Nema maður sé með slökkt á referers

Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 17. Mar 2010 10:06
by Eyvindur
Já, það ber að hafa í huga að það er ekki hægt að birta myndir af HBT á öðrum síðum. Ég er líka með Chrome, en sé hana ekki.
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 23. Mar 2010 11:18
by Bjössi
Ef það er bara að nást "bittering" við 60-90min suðu og ekkert annað s.s. ekkert aroma og ekkert flavor
skiptir þá nokkru máli hvaða humla er notað? bara einfaldlega velja eins hátt alpha og til er
Re: Bitterness - Flavor - Aroma chart
Posted: 23. Mar 2010 11:36
by Eyvindur
Reyndar er þetta ekki alveg svona einfalt. Sumir humlar gefa bragð þótt þeir séu bara beiskjuhumlar. Simcoe eru dæmi um það. Og svo þarf líka að hugsa út í einhver efni í humlunum sem ég þekki reyndar of illa ennþá... AA% segir ekki alla söguna.