Fundargerð fyrir stofnfund

Upplýsingar frá stjórn Fágunar, svo sem stofnsamþykktir, reglur, skráning í félagið, o. fl.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Fundargerð fyrir stofnfund

Post by Eyvindur »

Jæja, það fer að líða að stofnfundinum, og ég held að við ættum að leggja höfuðið í bleyti og setja saman einhverja fundargerð fyrir þann tíma, skipa ritara og fundarstjóra, þannig að þetta gangi sæmilega smurt fyrir sig. Ég set hérna atriði sem mér dettur í hug að við þurfum að ræða, en endilega komið með fleiri atriði sem ég kann að gleyma.

- Kosið í embætti:
Formaður
Gjaldkeri
Ritari
- Ákveða hversu oft og með hvaða sniði félagsskapurinn hittist formlega.
- Ákveða hvort rukka eigi félagsgjald og þá hversu hátt.
- Skrá formlega niður tilgang félagsins og reglur.

Ég man ekki eftir fleiru, en eflaust eru önnur atriði sem við þyrftum að ræða.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Fundargerð fyrir stofnfund

Post by Oli »

Ég verð bara með ykkur í anda. Tek að mér að vera fulltrúi landsbyggðarinnar í félaginu :clapping:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fundargerð fyrir stofnfund

Post by Eyvindur »

Sem minnir mig á... Það er kannski ekki vitlaust að fólk skrái staðsetningu sína í prófílinn, þar sem við erum jú ekki öll á höfuðborgarsvæðinu... Það er frekar einfalt að finna þetta í control panel dæminu... Snjallt, til dæmis, að geta mælt sér mót við aðra þegar maður er á faraldsfæti...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Fundargerð fyrir stofnfund

Post by Stulli »

Hérna er það sem að ég skrifaði niður á millibilsspjallinu (hjlati.se). Mér finnst þau atriði sem að ég nefni vera góður grunnur að reglum, stefnu og tilgangi félagsins. Að sjálfsögðu má bæta við og betrumbæta.
Við Úlfar höfum lengi rætt um svona félagsskap (þaðan kemur FÁGUN). Pælingin með þessu nafni er að hver sem er sem hefur áhuga á gerjun af einhverju tagi getur verið með, hvort sem að hann hefur áhuga á að brugga bjór, mjöð eða vín, baka brauð, gera osta eða hvað sem er sem að hefur að gera með örverur.

Það er ekki fyrr en núna að maður hefur kynnst svona mikið af áhugabruggurum og því tilvalið að fara að stofna svona samtök. Það væri lang flottast að stofna formlegt félag í kringum þetta. Þetta félag gæti unnið skipulega að því að þrýsta á innflytjendum hráefna, bæta almenningsálit á þessu áhugamáli og jafnvel reynt að þrýsta á alþingismenn að gera áfengislögin skýrari m.t.t. áhugagerjun.

Það eru nokkur atriði sem að mér þykir mjög mikilvægt fyrir félagskap að þessu tagi:

1 Við fordæmum eimingu. Í eimingu felst ekki gerjun. Eiming getur verið hættuleg.
2 Við stuðlum að bættri vín/bjórmenningu. Við erum ekki að brugga til þess að eiga fullt af ódýru áfengi svo að við getum verið fullir á hverju kvöldi.
3 Við fordæmum leyfislausa sölu á heimabrugguðum drykkjum. Við eru ekki að þessu til að græða, heldur til að hafa gaman að.

Það að stuðla að gerjun drykkja er göfugt áhugamál þar sem þekking á hráefnum, sögu og náttúran koma saman.

Þetta er það sem að ég hef verið að pæla undanfarin ár, endilega ræðið. Nú þarf ég að drífa mig í vinnuna.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply