Page 1 of 1
Sýking eða ?
Posted: 14. Mar 2010 18:11
by valurkris
Ég laggði í Bjór í gær og setti í tvö gerjunarílát safale us-05 í annað og us-04 í hitt. Svo í dag þegar að ég var að kíkja á þetta var vatnslásinn farinn af ílátinu með us-04 og það er litamunur á bjórunum.

- IMG_2074.jpg (35.04 KiB) Viewed 8395 times
US-04 er vinstramegin.
Er kominn sýking í bjórinn eða stafar litamunurinn af mismunadi geri
Re: Sýking eða ?
Posted: 14. Mar 2010 19:18
by hrafnkell
Litamunurinn getur svosem verið útaf gerinu. Ég myndi ekkert vera að stressa mig á þessu. Bara leyfa þessu að gerjast í 2-3 vikur og smakka svo áður en bjórinn fer á flöskur. Þú ættir að finna það strax ef það er einhver sýking í gangi.
Re: Sýking eða ?
Posted: 14. Mar 2010 20:21
by sigurdur
SÁEÖFÞH
Bjórinn er í góðu lagi þar til að annað sannast.
Re: Sýking eða ?
Posted: 14. Mar 2010 22:19
by Eyvindur
Getur verið að þetta séu misstór ílát?
Re: Sýking eða ?
Posted: 14. Mar 2010 23:37
by valurkris
ljósari bjórinn er í stærra ílátinu þannig að það er ekki það og svo var líka sami litur þegar að ég setti í ílátin.
Re: Sýking eða ?
Posted: 15. Mar 2010 08:09
by Idle
Þetta getur vel verið gerið. Fyrir skömmu var ég að skoða samanburðarmyndir af hveitibjór, gerjuðum með Danstar Munich annarsvegar og Fermentis WB-06 hinsvegar, og litarmunurinn var mun meiri en á þessum myndum. Þar komust menn a. m. k. að þeirri niðurstöðu að um gerið væri að ræða.
Hafðu ekki áhyggjur - spyrjum að leikslokum!

Re: Sýking eða ?
Posted: 15. Mar 2010 11:02
by andrimar
+1
Ekki hafa áhyggjur á þessu stigi. Það er ótrúlegt hvað ger vinna vinnuna sína mismunandi. Auk þess hef ég aldrei heyrt um sýkingu þar sem einkennin eru litabreyting

Re: Sýking eða ?
Posted: 15. Mar 2010 19:49
by valurkris
Takk fyrir góð svör. Ég bíða bara án þess að hafa áhyggjur

Re: Sýking eða ?
Posted: 16. Mar 2010 13:03
by Andri
er hugsanlega aktívari gerjun í ljósari vökvanum? Mér finnst það líklegasta skýringin
Re: Sýking eða ?
Posted: 16. Mar 2010 19:09
by valurkris
Andri wrote:er hugsanlega aktívari gerjun í ljósari vökvanum? Mér finnst það líklegasta skýringin
Það passar takk fyrir það.
Maður er eins og nýbökuð móðir sem er með áhyggur af barninu