Page 1 of 1
Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 11. Mar 2010 15:47
by BeerMeph
Ég náði að plata kærustuna mína til að fara í heimabruggsbúð að kaupa humla og ger á meðan hún er stödd í svíþjóð (Stokkhólmi).
Þar sem ég er ekki sérlega fróður um ölger þá vildi ég spyrja hvað af þessari síðu þið mynduð kaupa.
P.s. Þetta er allt á sænsku
http://www.pgw.se/index.php?cPath=153_159_132
Hvernig er svo málum háttað með að fara með humla og ger í gegnum tollinn á Íslandi?
Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 11. Mar 2010 16:10
by sigurdur
úff .. ég myndi kaupa allt .. en það myndi trúlega deyja hjá mér þar sem að ég næði ekki að nota það allt.
Athugaðu að þú þarft að útbúa ræsa (starters) til að keyra germagnið upp með þessu geri nema þú kaupir fleiri pakka af hverri tegund.
Ég myndi kaupa það ger sem að þú getur hugsað þér um að nota í náinni framtíð (næstu 1-2 mánuðina).
Þú þarft ekki nein sérstök leyfi fyrir þessar matvörur þannig að ég get ekki séð að það verði vandræði í tollinum.
Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 11. Mar 2010 16:13
by BeerMeph
sigurdur wrote:úff .. ég myndi kaupa allt .. en það myndi trúlega deyja hjá mér þar sem að ég næði ekki að nota það allt.
Athugaðu að þú þarft að útbúa ræsa (starters) til að keyra germagnið upp með þessu geri nema þú kaupir fleiri pakka af hverri tegund.
Ég myndi kaupa það ger sem að þú getur hugsað þér um að nota í náinni framtíð (næstu 1-2 mánuðina).
Þú þarft ekki nein sérstök leyfi fyrir þessar matvörur þannig að ég get ekki séð að það verði vandræði í tollinum.
Ok hentugt þar sem ég var einmitt að lesa hvernig gera ætti starter
Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 11. Mar 2010 16:47
by Eyvindur
Þú getur reyndar alveg geymt gerið í allt að ár í ísskáp, en þá þarftu að gefa því lengri tíma til að komast í gang í starter - byrja jafnvel smærra og trappa starterinn upp.
Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 16. Mar 2010 03:22
by dax
Humlar eru dýrir á þessari síðu, en gerið á fínu verði sýnist mér í fljótu bragði.
Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 16. Mar 2010 09:57
by kristfin
ef þú kaupir ger væri ég mjög til í að stinga pinnanum mínum í þegar þú notar, svo við getum notað fyrir komandi kynslóðir.
ps eg legg til að þú fáir þér eitthvað gott hveitibjórsger

Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 16. Mar 2010 10:49
by Oli
kristfin wrote:ps eg legg til að þú fáir þér eitthvað gott hveitibjórsger

Styð þá tillögu

Fæ svo sýni hjá þér
Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 16. Mar 2010 12:33
by BeerMeph
Verð að hryggja ykkur hveitipervertana að því miður pantaði ég ekkert hveitibjórsger - ætlaði mér ekki að brugga hveitbjór (ekki mitt uppáhald en það gæti breyst) á næstunni en hefði hugsanlega keypt einn pakka ef ég hefði séð þetta fyrr
Það sem ég pantaði var:
1xBrewers Ch. American Ale
1xBrewers Ch. British Ale
1xBrewers Choice German Ale
1xBrewers Choice Kölsh
1xBrewers Choice. Irish Ale
1xBrewers Choice. London Ale
Endilega látið vita ef einhver vill sýni af einhverju af þessu þá hendi ég á þá línu sem vilja þegar það fer í notkun

Re: Gerkaup í stokkhólmi
Posted: 16. Mar 2010 14:57
by kristfin
mig langar að stinga í þetta allt saman held ég