Page 1 of 1
Súr þorri
Posted: 7. Mar 2010 20:39
by ulfar
Sælir
Fékk mér Þorra Jökul í gær. Er á því að hann hafi verið súr - súr eins og vegna sýkingar. Einhver annað prófað hann nýlega? Ég held ég hafi keypt tvær flöskur - besta að geyma hina áfram í tilraunaskyni.
Re: Súr þorri
Posted: 7. Mar 2010 22:36
by Hjalti
Hef heyrt þetta áður... brugghúsið neitar ítrekuðum sýkingum í bjórnum sínum.
Re: Súr þorri
Posted: 8. Mar 2010 00:33
by Andri
Ég lenti líka í þessu. Það var rosalega mikið headspace og ég tók mynd af því. Mér fannst það ekki eðlilegt en það var um 7 cm ef ég man rétt.
Ég fékk bara "Sorry.. bless" svar frá þeim. Sendi síðan annað meil og bætti við að hann hafi verið örlítið súr. Ég hef engar staðfestar heimildir en ég hef heyrt að bjórinn þeirra hafi verið sendur úr ríkinu vegna sýkinga.
Kæri mig ekki um að versla við þá í framtíðinni þótt þeir komi með einhvern verðlaunabjór sem mér þykir ólíklegast í heimi miðað við fyrri bjóra.
Sæll Andri.
Þetta er leitt að heyra. Hugsanlega getur verið að tappinn hafi
einhver tíman losnað og kolsýran farið úr.
Með bestu kveðjum.
Ragga.
-----Original Message-----
From: Andri Ólafsson [mailto:*]
Sent: 5. febrúar 2010 19:39
To:
mjodur@mjodurehf.is
Subject: Þorrabjór
Sæl/l, Andri heiti ég. Ég keypti mér Þorra Jökul áðan, þann 5. febrúar í
Vínbúðinni Dalvegi.
Ég varð fyrir þeim vonbrigðum að hann var ekkert kolsýrður og heilir 7cm
af loftrúmmáli miðað við þessa 4cm sem maður sér oftast.
--
Bestu kveðjur
Andri Ólafsson
Re: Súr þorri
Posted: 8. Mar 2010 07:41
by Eyvindur
Buðu þau þér ekki einu sinni að bæta þér þetta? Hvers konar þjónusta er þetta?
Re: Súr þorri
Posted: 8. Mar 2010 09:39
by hrafnkell
Hún virkar ekkert rosalega leið yfir þessu...

Re: Súr þorri
Posted: 8. Mar 2010 10:46
by Eyvindur
Maður vonar að þau ráði bragarbót á þessu og reyni að bæta sig. Maður vonar að þau læri af reynslunni og við fáum betri bjór á markaðinn fyrir vikið. Því miður virðist miðað við þetta svar að þau hafi ekki mikinn áhuga á því að viðurkenna yfir höfuð mistök, hvað þá að bæta úr þeim. En vonandi verður breyting á.
Re: Súr þorri
Posted: 8. Mar 2010 21:10
by Classic
Sagt er (og margtuggið ofan í nemendur sem læra þjónustufög, í það minnst fékk ég að heyra þetta oft í verslunarstjóranáminu) að viðskiptavinur sem verður fyrir vonbrigðum en fær vel leyst úr kvörtun sinni verði þegar upp er staðið jafnvel sáttari en sá sem engu lendir í. Ekki fyrirtækinu til framdráttar ef varan þeirra er gölluð og svara svo bara „já, en leiðinlegt“, punktur þegar menn minnast á það við þá ...
Re: Súr þorri
Posted: 8. Mar 2010 21:29
by Andri
Þau voru núna að biðja mig um heimilisfang & símanr. þannig að þau virðast vilja bæta þetta.
Ég fæ nýjann bjór, ég held þetta hafi bara verið galli í einhverju batchi hjá þeim. Ætla að gefa bjórunum þeirra annan séns og gleyma þessu leiðindaratviki bara. Shit happens og fólk á skilið annan séns

Re: Súr þorri
Posted: 8. Mar 2010 21:48
by Eyvindur
Algjörlega. Fólk á að fá að njóta vafans.
Re: Súr þorri
Posted: 9. Mar 2010 15:36
by Squinchy
Skriðjökull hefur aldrey valdið mér vonbrygðum
Re: Súr þorri
Posted: 14. Mar 2010 21:01
by halldor
Squinchy wrote:Skriðjökull hefur aldrey valdið mér vonbrygðum
Ef til væri bjór sem héti "Skriðhalldór" þá myndi hann eflaust ekki valda mér vonbrigðum.
Re: Súr þorri
Posted: 20. Mar 2010 11:25
by arnilong
halldor wrote:Squinchy wrote:Skriðjökull hefur aldrey valdið mér vonbrygðum
Ef til væri bjór sem héti "Skriðhalldór" þá myndi hann eflaust ekki valda mér vonbrigðum.
Haha, word!