Page 1 of 1

Minn fyrsti AG

Posted: 7. Mar 2010 00:53
by raggi
Sælir allir

Núna er mig virkilega farið að langa til að prófa minn fyrsta AG. eftir nokkra beer kit dósir.
Mig langar til að prófa BIAB aðferðina þar sem ég vill ekki leggja út í neinn kostnað fyrr en ég hef smakkað þetta. Ein spurning sem mig langar að fá svar við ef einhver veit.
Varðandi kælingu. Er nóg að leyfa virtinum að kólna í rólegheitunum í pottinum þangað til að réttu hitastigi er náð eða verð ég að vera með svokallaðan kæli. ( Undið koparrör.)

Kær kveðja
Raggi

Re: Minn fyrsti AG

Posted: 7. Mar 2010 10:25
by sigurdur
Þú getur látið virtinn kælast með því að setja pottinn í vatnsbað.
Annars þá getur þú sett bjórinn bara í gerjunarílátið, lokað því og sett álpappír fyrir vatnslásopið og kælt virtinn yfir nótt.

Það er auðvitað best að ná að kæla virtinn hratt niður, þannig að ef þú ákveður að halda áfram í AG, þá væri best fyrir þig að útbúa kælispíral sem fyrst.

Re: Minn fyrsti AG

Posted: 7. Mar 2010 20:03
by Braumeister
Það er ekkert mál að láta þetta kólna í rólegheitum yfir nótt EF þú:
-Sýður í amk 90 mín
-Notar Pale Ale eða eitthvað dekkra sem grunnmalt

Ef þú kælir yfir nótt þá er best að gera það í gerílátinu, þar sem að heitur virturinn sótthreinsar það þá að einhverju leiti í leiðinni. Þarft bara að tékka á hvort að það sem þú notar þoli þetta.

Re: Minn fyrsti AG

Posted: 7. Mar 2010 22:25
by Eyvindur
Mundu bara að það er mjög hættuleg hugmynd að láta sjóðandi heitan vökva renna í glerílát. Hins vegar þolir plastið í venjulegum gerjunarfötum sjóðandi vökva vel.