Hraðsuðukatla-element ??

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Hraðsuðukatla-element ??

Post by ElliV »

Þið sem hafið útbúið suðupott með elementum úr hraðsuðukötlum er ekkert að brenna við elementin hjá ykkur?
Er bara að spá í hvort maður væri betur settur með low density element.
Þ.e. meira flatarmál per vatt og minni hætta á karameliseringu
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hraðsuðukatla-element ??

Post by sigurdur »

Ef þú átt möguleika á því að geta útvegað þér low density (eða jafnvel ultra-low density), þá endilega kýldu á það.

Ég keypti high-density element og ég þríf af þeim eftir hverja suðu. Það þarf hvort eð er að þrífa allt hátt og lágt eftir suðu, þannig að þetta er ekki að hafa stórkostleg áhrif hjá mér.

Það má vera að high-density element lifi skemur en low-density.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hraðsuðukatla-element ??

Post by hrafnkell »

Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með hraðsuðukatlaelementin hjá mér. Er með 4stk í 60 lítra fötu.

Ég held að þetta séu bara einhverjar tröllasögur með brunann, því það er svo mikil hreyfing á virtinum í kringum elementin að ég get ekki ímyndað mér að þau nái að brenna virtinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hraðsuðukatla-element ??

Post by sigurdur »

Hrafnkell, ef notað er hraðsuðuelement (high watt density), þá þarf að hafa áhyggjur af styttri lífstíma hitaldsins ef draslið sem að myndast yfir hitaldinu er ekki skrúbbað eftir hverja (virt)suðu. Áhrifin á virt eiga ekki að vera meiri heldur en ef notað er einhverja aðra suðuaðferð.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Hraðsuðukatla-element ??

Post by arnarb »

Sæll.
Skv. eðlisfræðinni ætti vatnið (virtið) að útbúa mjög fljótlega hringrás þannig að mjög ólíklegt er að karamellu-sering eigi sér stað.
Ég held því að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því hvort brenni við. Mundu bara að hreinsa elementið vel eins og Siggi bendir á. Það er frekar hætta á að eitthvað brenni við ef eitthver óhreinindi sitja á elementinu.
Arnar
Bruggkofinn
Post Reply