Fékk mér einn Móra í sinfókjallaranum eftir góðan blástur. Núna er maður kominn heim og dottinn í þroskaðan Westmalle dubbel og smá foie gras.Mmmm. Reyni að hugsa ekki um þessa þrjá leikskólatónleika í fyrramálið!
Lífið er ljúft
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Konan mín er að koma með leikskólanum sínum í heimsókn til þín á morgun ef svo er
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Ég er sko svakalega að spila í Maxímús Músíkús. Segðu henni að heilsa uppá mér ef að hún getur litið af börnunum. Ég er sá sem að spila á lúður og er með sítt skegg og sítt hár
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
nIceguy wrote:Hmm ok það er sem sagt enn hægt að fá Westmalle heima? Sé hann ekki lengur á lista hjá vinbúðinni?
Svo vantar líka Hoegaarden, Chimay og annað gott!
Westmalle Dubbel var til í ríkinu þangað til fyrir nokkrum mánuðum síðan... datt út um sama leiti og Hoegaarden. Þú átt að geta fengið Hoegaarden á Vínbarnum og Kaffibarnum. Ég fékk mér Westmalle Dubbel á Vínbarnum þegar ég var þar fyrir um 2 mánuðum síðan en hann var útrunninn sem gæti þýtt að þetta sé úr gamalli sendingu og sé ekki lengur til í umboðinu.
Stulli wrote:Ég er sko svakalega að spila í Maxímús Músíkús. Segðu henni að heilsa uppá mér ef að hún getur litið af börnunum. Ég er sá sem að spila á lúður og er með sítt skegg og sítt hár
Ég mátti ekki koma með þar sem tónlistakennarinn fékk að fara og leikskólastjóranum langaði svo mikið með líka.
En ég fékk að vera úti að leika mér í sólinni í allan dag!