Page 1 of 2

Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 2. Mar 2010 22:38
by ulfar
Gerði einn sem ég er mjög ánægður með og tilraun sem skilaði niðurstöðum

Gerði eftirfarandi í 25 lítra (80% nýtni)

2 kg pilsner malt
2 kg hveiti malt
0.35 Munich malt

22.5 gr spalt (6%) í 60 mín
14 gr coriander í 5 min
14 gr appelsínubörkur (rifin beint af appelsínunni með flysjara)
2 msk hveiti rétt fyrir suðulok (til að auka á skýjamyndum - Radical Brewing)

4.5% A.B.V.
15.2 IBU
3° SRM

Svo er það tilraunin.
Gerjaði 25 ltr með Danstar-Munich og 25 ltr með T-58. Niðurstöðurnar voru þær að Danstar gerið skilaði ágætum bjór en T-58 mjög góðum. Kryddið sem ég setti í bjórinn er ekki mikið og tónar vel með kryddinu sem T-58 framleiðir. Geri þennan aftur fyrir sumarið.

Danstar : Hvorki mikil fenól né banani, sýra.
T-58 : Sama gamla góða T-58 gleðin.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 2. Mar 2010 23:12
by hrafnkell
Ég ætla að stela þessari uppskrift - á einmitt bara pilsner, hveiti og munich, en þó ekki nóg af neinu til að nota það einvörðungu sem grunn. Prófa hugsanlega að gerja með t58 í annarri tunnunni og brewferm blanche í hinni.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 2. Mar 2010 23:40
by sigurdur
Fyrstu hveitibjórarnir þínir þá sem að þú ert ánægður með?

Þú kemur með á næsta fund, ekki satt?

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 3. Mar 2010 00:09
by Hjalti
Við hvaða hitastig er þessi bruggaður?

Langar soldið að gera svona en er ekki með neina kæliaðstöðu..... skildist einhvernveginn á síðasta fundi að þú þyrtfir ekki lagerhitastig fyrir hveitibjóra.... er það rétt?

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 3. Mar 2010 00:52
by Eyvindur
Hveitibjórar eru öl, og vanalega ekki lageraðir. Weizenbock eru oft lageraðir, en þó gerjaðir við ölhitastig (en það er reyndar allt annar bjór). Hveitibjórsger er toppgerjandi, semsagt, og myndi leggjast í dvala við lagerhitastig.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 4. Mar 2010 09:46
by ulfar
Ég fór með þennan upp úr 15 gráðu kjallaranum í 20 gráðu heita stofuna til þess að fá meiri estra.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 7. Mar 2010 21:20
by ulfar
Bauð uppá þennan í þrítugsafmælinu mínu síðasta föstudag. Fékk mjög góðar undirtektir. Virkilega þægilega að veita bjór í flöskum sem hægt er að hella úr án þess að flóknar leiðbeiningar fylgi með (gerið mátti alveg fara með).

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 22. Mar 2010 14:49
by Dori
Hvernig mesking var notuð fyrir þennan?

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 23. Apr 2010 11:56
by atax1c
ulfar wrote:Gerði einn sem ég er mjög ánægður með og tilraun sem skilaði niðurstöðum

Gerði eftirfarandi í 25 lítra (80% nýtni)

2 kg pilsner malt
2 kg hveiti malt
0.35 Munich malt

22.5 gr spalt (6%) í 60 mín
14 gr coriander í 5 min
14 gr appelsínubörkur (rifin beint af appelsínunni með flysjara)

2 msk hveiti rétt fyrir suðulok (til að auka á skýjamyndum - Radical Brewing)

4.5% A.B.V.
15.2 IBU
3° SRM

Svo er það tilraunin.
Gerjaði 25 ltr með Danstar-Munich og 25 ltr með T-58. Niðurstöðurnar voru þær að Danstar gerið skilaði ágætum bjór en T-58 mjög góðum. Kryddið sem ég setti í bjórinn er ekki mikið og tónar vel með kryddinu sem T-58 framleiðir. Geri þennan aftur fyrir sumarið.

Danstar : Hvorki mikil fenól né banani, sýra.
T-58 : Sama gamla góða T-58 gleðin.

Sæll, ég er mikill hveitibjórs aðdáandi og væri til í að prófa þennan. Nokkrar spurningar:

Eru þetta humlar ? Ef svo, hvernig humlar ?

Eru þetta coriander fræ ?

Hvað sýðurðu appelsínubörkinn lengi ?

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 23. Apr 2010 13:27
by Idle
Spalt eru þýskir humlar.
Kóríander fræ er rétt.
Appelsínubörkur er soðinn í fimm mínútur, líkt og kóríander fræin.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 23. Apr 2010 23:55
by atax1c
Takk lagsmaður ;)

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 13. Apr 2011 11:14
by atlios
Sælir, langar að leggja í þennan á næstunni. En hvað gæti ég notað í staðinn fyrir spalt, og þá eitthvað sem ég gæti fengið hjá brew.is eða annars staðar á landinu... Ég er búin að skoða þetta aðeins á netinu, en fannst svörin ekki nógu góð. Skildist samt að fuggle væri næst því. En langaði að spurja ykkur til að vera alveg 100% á þessu :D

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 13. Apr 2011 12:30
by atax1c
Ég notaði Hersbrucker, og þá 2 viðbætur, á 60 og 20 og það kom vel út.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 13. Apr 2011 14:16
by hrafnkell
Ég verð kominn með hveitimalt á morgun líklega :)

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 13. Apr 2011 20:31
by atlios
Frábært, takk fyrir þetta strákar. Ég var einmitt búin að vera að bíða eftir hveiti maltinu frá þér, en var farin að örvænta ;)

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 4. May 2011 11:08
by Embla
Við hvaða hitastig eru menn að meskja þennan?

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 24. May 2011 13:20
by gautig
Ég gerð afbrigði af þessum bjór nýlega. Ég ákvað að einfalda uppskriftina eilítið.

Premium Pilsner 1,5 kg
Wheat (1kg) 1,0 kg

Hersbrucker (3%AA) 11,5 gr 60 mín
2 msk hveiti í lok suðu

Ger: Fermentis WB-06

Allt keypt hjá brew.is. Fæ úr þessu um 10 L af bjór (gerði þetta á ofninum í stórum (15L) potti).

Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með útkomuna. Bjórinn er frekar súr, lyktin minnir mikið á Hoegaarden bjór, en hann er ekki góður. Kannski klikkað þetta eitthvað. Ég gerði þennan bjór aftur og var að setja hann á flöskur í gær (23.05.2011) og rétt vona að hann verði betri :roll: .

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 24. May 2011 23:18
by hrafnkell
Hitastigið getur skipt miklu máli með WB06 - veistu við hvaða hitastig gerjunin var?

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 25. May 2011 08:57
by gautig
Hitastig var um 15°C, þó ekki alveg viss. Hitin var ekki stöðugur og fór mikið eftir hitanum í kjallaranum þar sem ég var að brugga.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 25. May 2011 09:44
by Oli
Ég hef ekki enn smakkað góðan bjór sem er gerjaður með WB 06. Ég myndi nota annað ger næst.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 25. May 2011 15:15
by Erlendur
Oli wrote:Ég hef ekki enn smakkað góðan bjór sem er gerjaður með WB 06. Ég myndi nota annað ger næst.
Freyja er góður bjór sem mér skilst að sé gerjaður með WB-06.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 25. May 2011 15:57
by Oli
Já það getur vel verið að það sé hægt að ná þokkalegum árangri við bestu skilyrði eins og í pro brugghúsi. Þeir heimagerjuðu WB 06 bjórar sem ég hef smakkað hafa bara ekki verið að gera sig, bæði mínir bjórar og annarra.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 25. May 2011 16:19
by gunnarolis
Ég er sammála Óla hérna. WB-06 hefur ekki verið að gera sig fyrir mig.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 25. May 2011 19:38
by sigurdur
Ég veit ekki hversu langt ég fer út fyrir efnið, en í þessum þræði þá eru professional bruggarar að tala um WB-06.
http://www.probrewer.com/vbulletin/arch ... -9018.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Umræðan hallar út í það að WB-06 gefi ekki mjög mikla banana estra og að flestir gerji við 21°C (gerjunarhitastig en ekki umhverfishitastig).

Umræða á NorthernBrewer um gerið hallar út í það að gerja bjórinn við 15-17°C og halda gerjunarhitastiginu stöðugu með hitastýringu.
http://forum.northernbrewer.com/viewtop ... 39a836ac73" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég væri til í að gefa WB-06 annan séns með stýringu, en ef maður stýrir ekki hitastiginu þá tel ég WB-06 ekki gera sig í bjórum eins og þessum.

Re: Hvítur sloppur (Hveitibjór)

Posted: 26. May 2011 10:55
by gautig
Gaman að sjá hvað spjallið á þessari síðu er lifandi:). Það bendir þá allt til þess að ég hafi verið að brugga við of lágt hitastig. Verð að viðurkenna að ég var lítið að spá í því, hélt satt að segja að svo framalega sem gerillinn dræpist ekki þá skipti ekki máli.