Page 1 of 1

Swing-top flöskur

Posted: 25. Feb 2010 00:03
by Classic
Var að reyna að skapa umræðu um þetta á einhverjum söluþræði hér að neðan, en ekki víst að réttu aðilarnir villist þangað inn, svo ég held ég skelli þessu fram hér...

Á fyrrnefndum þræði talar einhver um að IKEA, Søstrene Grene og fleiri svona "almuligt" sjoppur séu að selja einhverjar swingtopflöskur, en það sem mig langar að vita er hvort einhver hafi vitneskju eða reynslu af því hvort það sé nógu "gott í þeim" til að kolsýra í þeim drykki, eða þá hvort ég geti framkvæmt einhverja einfalda tilraun með smá sykri og geri til að prófa hvort svo er. Kannski óþarfa pjatt í mér, en manni þætti skemmtilegra að hafa eplafreyðivínið, og náttúrulega bjórinn þegar þar að kemur, í flöskum sem ekki eru merktar Grolsch í bak og fyrir (eða allavega eiga einhverjar þegar kemur að gjafaflöskum sem maður merkir með miða), en maður tímir tæpast að flytja þetta inn sjálfur, og Áman leggur ekki í það því þær þyrftu að vera verðlagðar svo hátt að þeirra sögn, svo það væri ekki verra ef það væri annar kostur á markaðnum :)

Re: Swing-top flöskur

Posted: 25. Feb 2010 01:13
by Squinchy
Er með bjór í 1 Lítra swing top flösku úr ikea og hún er að gera sitt gagn, ætla mér að hafa 2 - 3 svona flöskur í þessari stærð, annars væri ég til í 0,5 Lítra

Re: Swing-top flöskur

Posted: 25. Feb 2010 11:44
by Classic
Rúmfatalagerinn virðist vera með einhverjar 500ml, forljótar og skræpóttar að vísu :P

http://www.rumfatalagerinn.is/rl/vefver ... d=22696398" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Swing-top flöskur

Posted: 26. Feb 2010 03:56
by Andri
Á svona 1l ikea flöskur, þær leka nú engri kolsýru. Ég ákvað að prófa að skella slatta af sykri og vatni í hana. Man ekki hversu mikið en ég reiknaði það út til að sprengja nú ekki flöskuna :)
Opnaði og ... plaffffffff! (best að gera þetta úti til að skreyta ekki loftið)