Page 1 of 1
Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 24. Feb 2010 09:59
by Erlendur
Sælir,
Hversu lengi væri ég að kæla niður 40L+ með 7,5m koparspíralkælingu? Á eftir að kaupa koparinn þ.a. kælingin getur verið lengri.
Hvar er líklegast að finna koparinn á góðu verði?
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 24. Feb 2010 10:49
by hrafnkell
7.5m ættu að vera feykinóg. Ég er með 5 eða 6m og það er fínt. Færð eirrör ódýrast í efnissölu ge jónssonar.
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 24. Feb 2010 19:01
by karlp
Ég á 7m, glaður að ekki hafa styttra, en allt er betra en ekkert.

Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 24. Feb 2010 19:10
by Idle
Ég er með 7,5 metra, og er um 10 til 15 mínútur að kæla ~19 lítrana niður í 18 til 20°C. Fer svolítið eftir því hvað ég er duglegur að hræra í pottinum á meðan.

Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Feb 2010 14:22
by halldor
Erlendur wrote:Sælir,
Hversu lengi væri ég að kæla niður 40L+ með 7,5m koparspíralkælingu? Á eftir að kaupa koparinn þ.a. kælingin getur verið lengri.
Hvar er líklegast að finna koparinn á góðu verði?
Ég er með 7,5m spíral og geri 40L lagnir. Ég er um 15-20 mín að kæla ef ég er duglegur að hreyfa hann til. Mig langar hins vegar í aðeins stærri.
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Feb 2010 16:01
by sigurdur
Ef einhver er með dælu, þá er hægt að útbúa sér svokallað 'Whirlpool Immersion chiller' sem að auðveldar manni kælinguna víst ógurlega. Maður þarf ekki að hreyfa við kælispíralinum og "cold break" keilan hefur myndast vegna hringiðunnar á meðan kælingu stóð.
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Feb 2010 18:26
by Oli
halldor wrote:
Ég er með 7,5m spíral .................................... Mig langar hins vegar í aðeins stærri.
Á þetta ekki við um okkur alla ?

Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Feb 2010 20:26
by hrafnkell
sigurdur wrote:Ef einhver er með dælu, þá er hægt að útbúa sér svokallað 'Whirlpool Immersion chiller' sem að auðveldar manni kælinguna víst ógurlega. Maður þarf ekki að hreyfa við kælispíralinum og "cold break" keilan hefur myndast vegna hringiðunnar á meðan kælingu stóð.
Ég var einmitt að treysta á að ég gæti þetta með dælunni minni. Enn einn kostur þess að vera með dælu í bruggið!

Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 21:24
by atax1c
Veit einhver hvað meterinn af kopar kostar ?
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 21:59
by kalli
Ég er ekki með metraverðið, en ég veit að
http://www.gesala.is/" onclick="window.open(this.href);return false; eru ódýrastir í rörum og fittings.
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 22:16
by hrafnkell
Eg borgaði um 5000kr fyrir 6m koparspíralinn minn. Han er 10-15mín að kæla 40 lítra af bjór.
Ég væri þó til í aðeins stærri núna fyrst ég er kominn í 80 lítra lagnir.
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 22:51
by atax1c
Ok, fékkstu einhvern sérstakan díl eða ? Hvar fékkstu þennan kopar ? Og ertu með tvo 40L suðupotta þá ? =)
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 23:14
by hrafnkell
Nei enginn spes díll.
Er með 120l suðutunnu

Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 23:17
by atax1c
Öss

Fékkstu koparinn á
http://www.gesala.is/" onclick="window.open(this.href);return false; ?
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 23:24
by kalli
atax1c wrote:Öss

Fékkstu koparinn á
http://www.gesala.is/" onclick="window.open(this.href);return false; ?
Þ.e. verslun þeirra að Klettagörðum 6.
Re: Lengd á koparspíralkælingu
Posted: 28. Apr 2010 23:25
by hrafnkell
já, fékk rörið þar.