Page 1 of 1

Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 18:52
by Oli
Þetta kom frá Jóni í Ölvisholti.

Hér er kominn verðlisti yfir maltið, humlarnir í vinnslu.

Þessi verð miðast við að varan sé sótt á staðinn. Við höfum ekki mannskap í að afgreiða vörur í smásölu.

Vörur verða einungis afgreiddar í 5 eða 25 kg einingum.

Vonast til að geta haft meira úrval af malti í haust.

Þú kemur þessu áfram til félaganna.

Kveðja, Jón E.
  • KG á Lager
  • Pale Ale Malt 100 KG
  • Munich I 50 KG
  • CaraMunich II 150 KG
  • Caraaroma 175 KG
  • CarafaSpecial III 50 KG
  • Roasted barley 50 KG
  • Smoked malt 100 KG
  • 5kg verð
  • Pale Ale Malt kr.1.728
  • Munich I kr.1.741
  • CaraMunich II kr.1.741
  • Caraaroma kr.2.221
  • CarafaSpecial III kr 2.442
  • Roasted barley kr.2.193
  • Smoked malt kr. 2.359
  • 25kg verð
  • Pale Ale Malt kr. 7.777 kr.
  • Munich I kr. 7.836 kr.
  • CaraMunich II kr. 7.836 kr.
  • Caraaroma kr. 9.995 kr.
  • CarafaSpecial III kr. 10.990 kr.
  • Roasted barley kr. 9.870 kr.
  • Smoked malt kr. 10.616 kr.

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 18:55
by arnilong
:amen:

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 18:56
by Stulli
Úúú, það er margt hægt að gera með þessu malti :good:

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 18:56
by Oli
ég spurði hann svo hvort við ættum að senda inn pöntun eða bara mæta á staðinn og versla, svarar því líklega á morgun.

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 18:56
by halldor
:fagun:

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 18:58
by arnilong
Ok, ég vil sooona og soooona...... og soooooona og sooooona!!!

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 18:59
by Oli
já þetta er flott, svo eigum við eftir að sjá hvaða humlar eru í boði. Svo gæti bæst við urvalið í haust, vonandi.

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 19:19
by Hjalti
Sjáum bara til þess að klára byrgðirnar þangaðtil, þá sjá þeir markaðin fyrir þessu :)

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 19:25
by Eyvindur
Það verður örugglega EKKERT vandamál!

Jei!

Þetta er bara ansi gott úrval. Og verðin eru ekkert til að kvarta yfir.

:banana:

Já, í dag er ég banani af kæti.

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 14. May 2009 19:50
by Hjalti
:band:

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 00:15
by Andri
Helvítis snilld, nú fer maður sko út í all grainið bráðlega.
Hvað er maður að nota mörg kg af korni í.. t.d. flottann ipa bjór?
Virðast vera flott og viðráðanleg verð :)

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 00:21
by Stulli
Andri wrote:Helvítis snilld, nú fer maður sko út í all grainið bráðlega.
Hvað er maður að nota mörg kg af korni í.. t.d. flottann ipa bjór?
Virðast vera flott og viðráðanleg verð :)
Flott að heyra. Þyngdin fer eftir hvað maður vill gera áfengan bjór og nýtni systemsins sem að þú notar. 5 kg af malti sem að endar í 20 L eftir suðu ættu að gefa þér ca 1.055 - 1.060

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 00:23
by Eyvindur
Kornmagnið fer alltaf pínulítið eftir nýtninni úr meskingunni, en ég myndi segja að svona meðalkornmagn sem þú myndir nota í IPA á bilinu 5-7% væri 5-6 kíló. Ef ég tek minn IPA sem dæmi, en hann er ágætis miðgildi af mörgum uppskriftum sem ég skoðaði, þá notaði ég 4.5 kg af grunnmalti, 500 gr af ljósu caramel malti, 200 gr. af carapils malti og 500 gr. af speltflögum. Ef þú vildir gera mjög einfalda uppskrift að IPA væri eflaust fínt að nota 5 kg af grunnmalti og 500 gr af caramunich. Ef til vill pínu munich með...

En eins og ég segi, miðað við ca. 75% nýtni eru þetta líklega á bilinu 4-6 kíló í hvern bjór, nema maður sé farinn út í einhverja tóma geðveiki.

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 00:48
by Andri
Ok þá er ég að spá hvort við ættum að panta eitthvað af þessum aukakorni saman þar sem maður notar ekkert það mikið af því í hvern skamt?

Munich I, ég býst við að þetta væri gott í grunnmaltið? Getið þið bent mér á einhvern stað þar sem ég get lesið um þessi mölt og hvaða áhrif þetta hefur á útkomuna. Svo væri fínt að fá eitthvað svona líka um humlana áhrif þeirra og hvaða humlar eru notaðir í aróma, hverjir eru notaðir síðast í suðunni og afhverju... yada yada yada.. þarf að fara að gúgla all grain dótið aðeins betur

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 00:56
by Eyvindur
Pale maltið er best í grunnmaltið. Munich er held ég oftast notað samhliða öðru, en þó er ég ekki viss... Minnir að það sé ekki með jafn góð ensími og pale maltið...

Ég mæli með því að skoða Brew Your Own síðuna - http://byo.com - til að finna upplýsingar um ólíkar korntegundir. Það er mikið af greinum þar um korn, og örugglega eitthvað um humla. http://brew365.com er líka fín síða til að lesa sér til um humla... Þar eru stutt skrif um ýmsar tegundir, hvernig bragð er af þeim og svo framvegis. Uppskriftir líka...

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 01:00
by Andri
ok sweet, glugga í þetta á morgun eftir vinnu.
Eruð þið all grain snillingar til í að hjálpa mér að setja saman ipa úr þessum lista? Ráðleggja hvaða humla ætti að nota, fáið svo auðvitað að smakka ^^, :beer:

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 01:41
by Eyvindur
Minnsta málið. Ég get hent einhverju sniðugu saman fyrir þig þegar humlarnir liggja fyrir.

Re: Verðskrá á malti frá Ölvisholti

Posted: 15. May 2009 07:48
by Stulli
Alveg til í að hjálpa þér með uppskrift. Munich malt er mjög fínt base malt ef að maður vill maltríkan bjór. Það er ekki jafn mikið af ensímum og í pale, en samt meira en nóg til þess að umbreyta sterkjum. Oktoberfest bjórar eru oft með mikið af munich og þýsk dunkel eru venjulega að mestu leyti munich malt. Sjálfur hef ég alltaf notað munich malt sem base malt í Russian Imperial Stout-in mín.

Góðar síður sem að Eyvindur nefndi. Svo geturðu líka tékkað á howtobrew.com og svo bara spurja sem mest.