Page 1 of 1
Skemtinefnd?
Posted: 24. Feb 2010 00:43
by Classic
Ég verð að viðurkenna að ég er svolítill stafsetningarlúði í mér. Þótt ég nenni vitaskuld ekki að vera leiðinlegi gaurinn sem leiðréttir allt sem hann sér á Netinu, enda eru menn sjaldnast (og geri ég það ekki sjálfur) að prófarkarlesa ýtarlega það sem inn er sett á einhver spjallborð, þá er aðeins að angra mig að eitthvað sem er fast neðst á síðunni skuli vera vitlaust stafsett, það eru nefnilega tvö m í að skemmta, og þ.a.l. er nefnd kennd við slíkt athæfi einnig með tveimur m-um, skemmtinefnd.
Bara svona vingjarnleg ábending til þeirra sem mögulega gætu lagað þetta

Re: Skemtinefnd?
Posted: 24. Feb 2010 02:09
by Idle
Þær eru nokkrar innsláttarvillurnar á forsíðunni. Ég held að aðeins Hjalti geti bætt úr þeim.

Allra grófustu, og án þess að villast út í málfarsfasisma:
Undir Heimasmíði:
Ert þú að smíða þín eginn ílát,
Undir Til sölu / óska eftir:
Ertu með eithvað til sölu eða vantar þig eithvað til að fullkoma gerjunina?
Re: Skemtinefnd?
Posted: 24. Feb 2010 08:34
by Hjalti
Ef annar ykkar vill fara yfir forsíðuna og leiðrétta inni í bakendanum á PHPBB3 dótinu þá er það algerlega sjálfsagt mál.
Treysti Sigga svona hvað best til að gera það en ég er algerlega vonlaus í stafsetningu, enda hef ég aldrei mætt í íslensku tíma alla æfi.
Látið mig bara vita ef ykkur langar að taka þetta verkefni að ykkur

Re: Skemtinefnd?
Posted: 24. Feb 2010 23:04
by Classic
Var ekki búinn að renna svo ýtarlega yfir undirfyrirsagnirnar, skemmtinefndin öskraði bara svo á mig því hún var ofan á villuna í áberandi lit.
Rak hins vegar augun í það að lýsingin á drykkjargerðarkorkunum fjórum er eitthvað dularfull:
***gerðarspjall
Spjall um ***gerð og öllutengdu henni.
Mín máltilfinning segir að hér ætti öllu að vera allt, enda tölum við um bjórgerð fyrst og fremst, og svo um allt, en ekki öllu, sem henni viðkemur.
Hendi annars í pm á Hjalta ef ég rekst á meira, óþarfi kannski að gera meira úr þessu en komið er

Re: Skemtinefnd?
Posted: 24. Feb 2010 23:33
by Hjalti
Nei flott að fá þetta hingað, Siggi (Idle) er kominn með aðgang til þess að fara yfir þetta líka þannig að við getum hjálpast að með þetta og er það nú mikið betri kostur í stöðunni

Re: Skemtinefnd?
Posted: 25. Feb 2010 00:34
by Eyvindur
Best væri að segja:
"Spjall um xxx-gerð og allt henni tengt."
Ég var reyndar búinn að taka eftir þessu, en mér er svo illa við prófarkarlestur (leiðinlegasta djobb sem ég hef fengist við) að ég nennti ekki að minnast á það.
Allavega, endilega kippum þessu í liðinn.
Re: Skemtinefnd?
Posted: 25. Feb 2010 09:55
by Idle
Eyvindur wrote:Best væri að segja:
"Spjall um xxx-gerð og allt henni tengt."
Ég var reyndar búinn að taka eftir þessu, en mér er svo illa við prófarkarlestur (leiðinlegasta djobb sem ég hef fengist við) að ég nennti ekki að minnast á það.
Allavega, endilega kippum þessu í liðinn.
Margt verra en það, og getur jafnvel verið kærkomin tilbreyting.
Búinn að lagfæra það sem hér hefur verið nefnt.
Re: Skemtinefnd?
Posted: 25. Feb 2010 09:58
by Eyvindur
Eflaust. Ég veit bara að mér finnst prófarkarlestur viðurstyggilega leiðinlegur.