Page 1 of 1

Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 22. Feb 2010 14:34
by Hjalti
Geggjaður súkkulaði porter hér á ferð.

Góður haus, Snilldar kakó aroma og maltið skín í gegn.

Ég kvarta sko aldeilis ekki meðan ég drekk þennan.

Keypti kyppu af honum í ríkinu í Borganesi á leiðini á þorrablót og þetta var forréttur og eftirréttur það kvöldið :)

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 22. Feb 2010 14:58
by Eyvindur
Súkkulaði porter var það, en jú, æðislegur bjór. Ég fæ ekki nóg af honum.

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 22. Feb 2010 15:27
by Hjalti
Lagaði :)

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 24. Feb 2010 10:33
by Oli
Hjalti wrote:Geggjaður súkkulaði porter hér á ferð.

Góður haus, Snilldar kakó aroma og maltið skín í gegn.

Ég kvarta sko aldeilis ekki meðan ég drekk þennan.

Keypti kyppu af honum í ríkinu í Borganesi á leiðini á þorrablót og þetta var forréttur og eftirréttur það kvöldið :)
Hvað með bauna og heybragðið, varstu var við það? :D Samanber lýsingu hérna: http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17731" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 24. Feb 2010 11:38
by Hjalti
Smá baun en ekkert hey. Mögulega bara súkkulaðimaltbragðið sem þeir tengja við hey.

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 25. Feb 2010 19:10
by Squinchy
Image
Þessi er kominn í könnuna góðu, mjög skemmtilegur karakter þessi porter, kakó bragðið er mjög fínt og humlarnir ekkert til að kvarta yfir, mæli með því að smakka þennan :)

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 25. Feb 2010 20:43
by hrafnkell
Mér fannst hann persónulega betri þegar við vorum að drekka hann úr tönkunum í ölvisholti. Hann er ekki að gera mikið fyrir mig svona kolsýrður og úr flösku. Eitthvað bragð sem ég kann ekki alveg að meta, einhver biturleiki eða eitthvað.

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 26. Feb 2010 09:56
by arnilong
Squinchy wrote:Image
Þessi er kominn í könnuna góðu, mjög skemmtilegur karakter þessi porter, kakó bragðið er mjög fínt og humlarnir ekkert til að kvarta yfir, mæli með því að smakka þennan :)
Var glasið í frystinum?

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 26. Feb 2010 10:45
by Squinchy
Alltaf í frystinum :), nema þegar ég er að drekka úr því ;)

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 26. Feb 2010 14:37
by Eyvindur
Þú veist að þú missir af megninu af bragðinu ef þú kælir bjórinn of mikið.

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 26. Feb 2010 18:00
by Squinchy
Já enda var hann ekki kaldur þegar hann var í flöskunni, ekki greinanlegur munir af stútnum og eftir að hann fór í glasið, fyrir utan meiri lykt þegar kominn var í glasið :)

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 29. Sep 2010 12:59
by Idle
Þessi er kominn í verslanir á ný, a. m. k. í Skeifunni. Afar ánægjulegt. :)

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 27. Sep 2011 14:54
by hrafnkell
Ætli þessi verði til fyrir næstu páska? Og ætli hann fái kannski að heita heilagur papi í þetta skiptið?
http://mbl.is/frettir/innlent/2011/09/2 ... ogum_papa/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 9. Oct 2011 14:07
by Feðgar
Breyttu þeir nafninu eða var hann hreinlega tekinn úr sölu?

Re: Ölvisholt Heilagur Papi (Miklaholts Papi)

Posted: 9. Oct 2011 14:20
by sigurdur
Þeir breyttu nafninu á sínum tíma í Miklaholts Papi.

Ég veit ekki hvað þeir gera næst.