Page 1 of 1

nýgræðingur!

Posted: 18. Feb 2010 14:10
by Hafrún
Sæl ég heiti Hafrún

Ég er nýgræðingur í heimabruggi, byrjaði með pomp og prakt og setti í tvær lagnir, hvítt og rautt og náði með snilldartöktum að klúðra þeim báðum (reyndar fékk ég ágætis aðstoð við það). Mig er farið að kítla í lófana að byrja aftur og er að undirbúa næstu lögn með einskærri ósk um að hún takist betur til en þær fyrri. Auk þess að vera nýgræðingur og Amatör í heimabruggi er ég að vinna hjá Plastidjunni sem framleiðir flöskur sem henta einka vel undir nýja áhugamálið mitt.
:skal:

Re: nýgræðingur!

Posted: 18. Feb 2010 14:24
by kalli
Komdu sæl og velkomin í hópinn. Ég er reyndar nokkuð nýr sjálfur. Hvað er þitt áhugasvið, vín eða bjór?

Re: nýgræðingur!

Posted: 18. Feb 2010 15:07
by sigurdur
Hjartanlega velkomin.

Klúðrin minnka oft með tímanum en það er alltaf gaman að hafa smá klúður hér og þar .. þannig uppgötvar maður nýjar aðferðir og nýja hluti :)