Page 1 of 1

GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 13. Feb 2010 17:36
by sigurdur
Hvernig skal ná límmiðanum og líminu af Móra flöskum

Ég hef spáð svolítið í hvernig megi ná þessum límmiðum af þessum flöskum en alveg sama hvaða efni ég hef sett á flöskurnar, límið situr alltaf eftir.
Í einhverri klikkun í dag þá ákvað ég að prófa olíu á límið og merkilegt nokk þá virkaði það til að fjarlægja límið. Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig eigi að taka þessa límmiða af.

A.t.h. eftir að ég rakst á grófan svamp og prófaði hann, þá varð ég margfalt fljótari að fjarlægja límið (tók mig undir mínútu fyrir 1 flösku).
  • Nauðsynlegir hlutir
  • Matarolía (eða WD-40)
  • Grófur svampur (eða eldhúspappír / tuska)
  • Heitt vatn
  • Uppþvottasápa
  • Uppþvottabusti
Skref 1: Staðsetja flösku í vask svo að hægt sé að buna heitu vatni beint á flöskuna.
Image

Skref 2: Buna (sjóð)heitu vatni á fremri miðann.
Image

Skref 3: Buna (sjóð)heitu vatni á aftari miðann.
Image

Skref 4: Fjarlægja miða og staðsetja flösku undir krana aftur.
Miðana er auðvelt að fjarlægja með því að plokka í hliðina, ná taki á miðanum og draga hann svo af flöskunni. Þú þarft ekki að vanda þig að þessu.
Image

Hér sést flaska með lími og nauðsynleg tól til að fjarlægja límið; Matarolía og eldhúsbréf.
Image

Nærmynd af líminu.
Image

Skref 5: Settu slatta af olíu í svampinn/eldhúsbréfið/tuskuna, láttu sjóðandi vatn renna á flöskuna í smá stund svo að límið mýkist aðeins. Nuddaðu svo svampinum/bréfinu/tuskunni vel með olíunni á límfletina. Mér reynist best að dreifa olíunni vel yfir allan flötinn (báðu megin) og einbeita mér svo að smá smá svæði í einu.
Hér sést að mér verður aðeins ágengt með flöskuna.
Image

Hér sést greinilega að það er smá lím eftir á flöskunni.
Image

Skref 6: Eftir að allt límið er uppleyst (útþynnt) þá skaltu setja smá uppþvottasápu á flöskuna og skrúbba flöskuna vel til að leysa upp matarolíuna. Settu svo flöskuna undir vatn til að skola sápuna af henni.
Hér er búið að fjarlægja allt lím.
Image

Ástæðan (held ég) fyrir því að matarolía leysir upp þetta lím er að límið er olíubyggt og það sem að gerist er að matarolían þynnir út límið eins og vatn þynnir út akrílmálningu.

Vonandi nýtast þessar leiðbeiningar einhverjum.

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 13. Feb 2010 18:45
by hrafnkell
Stórmerkilegt! Ég hef ekki nennt neinum svona kúnstum ennþá, finnst nógu fjandi leiðinlegt bara að hreinsa flöskurnar og tappa á :) Maður fer kannski í þessar pælingar með einstaka flöskur, þetta lítur óneitanlega betur út.

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 13. Feb 2010 18:59
by Hjalti
Ég legg mínar flöskur í bleyti í ca. 2-3 daga í soldið vænum klórsóda og þá losnar þetta nú af svona í fyrsta eða annað skiptið sem ég nota þær :)

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 13. Feb 2010 19:39
by sigurdur
Ég reyndi þetta einu sinni með klórsódann en með mjög lélegum árangri. Mér finnst vera mun minna vesen með þessari aðferð.

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 13. Feb 2010 21:06
by Eyvindur
Snilld! Sé fyrir mér hreingerningardag fljótlega!

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 14. Feb 2010 10:17
by sigurdur
Ég hef hugsað mér um að taka bara þær flöskur sem að ég tæmi og mögulega 2-3 í viðbót á hverjum degi.. nenni persónulega ekki að taka neina stóra törn á þetta.

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 14. Feb 2010 10:37
by Eyvindur
Mér finnst gaman að taka svona tarnir annað veifið.

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 14. Feb 2010 14:09
by BeerMeph
Þetta væri gott dæmi um "líkur leysir líkan" hugtakið í efnafræði :) - greinilegt að límið á móra er sérlega óskautað og því hafa skautaðair leysar ekki gengið á þetta. Ef einhver er svo frábær að eiga hexan þá gæti það jafnvel gengið

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 15. Feb 2010 12:40
by kristfin
ég hefi ekki prófað olíuna.
ég er hinsvegar búinn að gefast upp á flöskum frá agli og jökli. nenni ekki að eyða tíma í þær.

með hinar flöskurnar, þá legg ég þær í vatn sem ég set í uppþvottavéladuft og þrif, eftir svona korter í vatninu get ég flett miðunum af, strýk síðan með grófum svampi límið af.

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 23. Jun 2010 10:09
by Höddi birkis
kanski soldið gamall þráður, en ég nota eingöngu flöskur undan kalda og lendi aldrey í svona veseni, yfirleitt fer mest af líminu af með miðanum undir heitu vatni eða í versta falli þarf ég að strjúka örlítið með puttanum yfir...

Re: GÞS Hvernig skal ná miðum af þrjóskum flöskum

Posted: 25. Jun 2010 09:12
by kristfin
kaldaflöskurnar eru fínar. miðarnir renna þokkalega vel af þeim.