Page 1 of 1

Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 13:30
by BeerMeph
Þetta verður minn fyrsti AG - verður lagður á morgun.

Idle benti á þennan stíl fyrir mig - á aðeins pilsner malt eins og er og smá caraaroma.

Code: Select all

BeerSmith Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: BeerMeph Blonde
Brewer: Jens G. Hjörleifsson
Asst Brewer: 
Style: Blonde Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 23,00 L      
Boil Size: 27,37 L
Estimated OG: 1,046 SG
Estimated Color: 3,4 SRM
Estimated IBU: 27,6 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
4,50 kg       Premium Pilsner (2 Row) Ger (2,0 SRM)     Grain        100,00 %      
30,00 gm      First Gold [7,50 %]  (60 min)             Hops         24,6 IBU      
30,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (5 min)                 Hops         2,9 IBU       
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 4,50 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 11,74 L of water at 76,5 C      67,8 C        

Þessi ætti að vera ansi svalandi :)
Er þetta kannski alltof lítið af humlum fyrir hefðbundið blonde ale?

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 13:36
by Idle
Þetta er við efri mörk stílsins, svo þetta er alls ekki of lítið af humlum í það minnsta. Minn var um 24 IBU, að mig minnir, og jafnvægið var mjög gott.

Eftir á að hyggja myndi ég líklega skipta First Gold humlunum niður, sem svo:

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 23,00 L      
Boil Size: 27,37 L
Estimated OG: 1,046 SG
Estimated Color: 3,4 SRM
Estimated IBU: 24,7 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
4,50 kg       Premium Pilsner (2 Row) Ger (2,0 SRM)     Grain        100,00 %      
15,00 gm      First Gold [7,50 %]  (60 min)             Hops         12,3 IBU      
15,00 gm      First Gold [7,50 %]  (30 min)             Hops         9,5 IBU       
30,00 gm      Fuggles [4,50 %]  (5 min)                 Hops         2,9 IBU       
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
1 Pkgs        SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)      Yeast-Ale                  

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 13:38
by BeerMeph
Já það gefur líklega skemmtilegr karakter

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 14:18
by kristfin
jafnvel að sjóða í 90 mín til að minnka dms. helmingunartími dms er 38 mín, þannig að það er hverfandi eftir 90 mín

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 14:30
by Idle
kristfin wrote:jafnvel að sjóða í 90 mín til að minnka dms. helmingunartími dms er 38 mín, þannig að það er hverfandi eftir 90 mín
Góður punktur! Skil ekki hvernig mér yfirsást það. :o

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 14:39
by Eyvindur
Það er talað um að maður eigi að sjóða bjóra með miklu pilsnermalti í 100 mínútur. Ég hef reyndar gert nokkra bjóra með pilsnermalti með 60 mín. suðu án þess að verða var við DMS (það var áður en ég las þetta), en það gæti líka verið að annað í bjórnum hafi bara falið það. Í öllu falli hugsa ég að framvegis muni ég notast við 90 mín suðu þegar ég nota pilsnermalt sem grunnmalt.

Allur er varinn góður, ekki síst í fyrstu lögun. Þá er extra mikill bömmer ef bjórinn fer forgörðum.

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 16:36
by BeerMeph
30 min extra er ekkert miðað við heildartímann sem þetta tekur :) - þannig að það væri einmitt bömmer að sleppa þessum extra 30

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 16:55
by sigurdur
Þú verður bara að muna að stilla uppskriftina samkvæmt þessum suðutíma. Annars áttu hættu á að vera með of lítið af virt við lok suðu.

Re: Blonde ale

Posted: 12. Feb 2010 19:32
by BeerMeph
sigurdur wrote:Þú verður bara að muna að stilla uppskriftina samkvæmt þessum suðutíma. Annars áttu hættu á að vera með of lítið af virt við lok suðu.
Já ég er búinn að því

Re: Blonde ale

Posted: 14. Feb 2010 14:37
by BeerMeph
Vegna heimsku á frestast þessi fram að næstu helgi - ástæður: Þjóðaröryggi

Re: Blonde ale

Posted: 14. Feb 2010 14:40
by Idle
Hendir bestu menn! Ekki verstu mistök sem ég hef heyrt um eða lesið. :)

Re: Blonde ale

Posted: 21. Feb 2010 13:34
by BeerMeph
Jæja þá er mesking kominn af stað - Byrjaði í 68°C sem er besta mál. Er samt ekki viss um að skolvatnið verði orðið nógu heitt í lok meskingu.. er með skolvatnið í 4 pottum :o. Of löng mesking.. hefur það einhver mikil áhrif á eitthvað?

Re: Blonde ale

Posted: 21. Feb 2010 14:49
by Eyvindur
Það er erfitt að tala um eitthvað sem "of" langa meskingu, þar sem þetta er allt mjög sveigjanlegt. Með lengri meskingu er líklegt að umbreytingin verði meiri og að þú fáir meiri gerjanlegan sykur. Með þetta hátt meskihitastig er það örugglega fínt. Ég tek oftar 90-120 mín meskingu en 60 mín.

Re: Blonde ale

Posted: 21. Feb 2010 22:16
by BeerMeph
Þá er þetta komið í gerjun - Pre boil gravity var 1.041 sem er aðeins hærra en 75% nýtni en reyndar er sú mæling ekki 100% marktæk þar sem ég blandaði kannski ekki alveg nógu vel saman skolvatninu og því sem kom úr meskingunni (splittaði suðunni í nokkra potta). Original gravity var 1.046 sem var akkurat þar sem beersmith reiknaði út fyrir 75% nýtingu.

Þetta gekk reyndar ekki vandalaust fyrir sig þar sem ég þurfti að splitta suðunni í 4 potta (einn 21 L og nokkrir minni :S) og þar var mikið álag á keramik helluborði bróður míns og endaði með að eftir cirka 40 mín suðu hættu hellurnar tvær hægra meginn að virka. Þar með var ég með 2 hellur sem virkuðu en 4 potta :S. Ég náði að blanda úr einum saman í 2 þannig að ég var með 3 potta en ég varð alltaf að færa þessa 2 minni potta á 5 mín fresti á helluna sem virkaði. Þannig voru cirka 6,5 L af wirti soðið illa (80-95°C) í 50 mín. Hinir 21 L fengu hins vegar góða suðu.

Síðan var ég hátt í klukkutíma að kæla vörtinn niður í 20 °C þar sem ég er ekki búinn að koma mér upp neinu kælikerfi eins og koparvafning.

Verður gaman að sjá hvort það verði yfirgnæfandi DMS keimur af þessum eða eitthvað annað óbragð.

Re: Blonde ale

Posted: 14. Mar 2010 21:31
by BeerMeph
Var að setja þetta á flöskur, þurrhumlaði helminginn með fuggles og það var mjög góð angan og gott humlabragð af honum en hann var samt ansi gruggugur greyið

Þetta ljósöl var samt alveg rosalega ljóst og nánast enginn litur á þessu hjá mér, er það eðlilegt eða hefur eitthvað farið úrskeiðis í t.d. skolun hjá mér ? Er allavega ekki sáttur með litinn :(
Color samkvæmt beersmith átti að vera cirka 3,5 SRM.

OG var 1.046
FG var 1.011

Re: Blonde ale

Posted: 15. Mar 2010 08:27
by sigurdur
Þessi bjór er einungis gerður úr pilsner malti, það er ekki óeðlilegt að hann sé svona litlaus.