Page 1 of 1
Möguleikar á Cidergerð á Íslandi
Posted: 14. May 2009 18:16
by Hjalti
Hefur einhver hérna inni reynt að gera alvöru Cider hérna inni? Hverjir eru möguleikarnir að nálgast hráefni?
Ég var að skoða svona kitt...
http://www.hopandgrape.co.uk/catalog/ca ... CID2115476 er eithvað varið í svonalagað?
Re: Möguleikar á Cidergerð á Íslandi
Posted: 14. May 2009 19:34
by Eyvindur
Þetta er eflaust skárra en eplasafi úr búð, en ég hugsa að þetta sé svona kit'n'kilo sett (semsagt síróp plús kíló af sykri), sem er nú aldrei ávísun á nein stórbrotin gæði.
Hráefnin eru auðvitað bara epli... Þau eru oft til...
Hvað með Sól eplasafann, hefurðu eitthvað spáð í hann? Hann á að vera algjörlega laus við öll aukaefni, ekki gerður úr þykkni, 100% náttúrulegur (ef eitthvað er að marka auglýsingarnar þeirra). Auðvitað rándýr, en mér dettur helst í hug að nota hann. Nú eða bara að fara þegar sem mest úrval er af eplum og kaupa gott úrval, nota safavél til að ná safanum úr og gerja það. Það væri örugglega líka frekar dýrt, og asskoti mikil vinna, en þá ættirðu líka að fá ekta cider... Ég las allavega einhvers staðar að galdurinn á bak við góðan cider væri eplablandan. Sæt epli í bland við súr í góðu jafnvægi, o.s.frv. Þetta eru mikil vísindi...
Re: Möguleikar á Cidergerð á Íslandi
Posted: 14. May 2009 20:08
by Hjalti
Eyvindur wrote:Hráefnin eru auðvitað bara epli... Þau eru oft til...
Ég held að það sé alveg útilokað að nota venjuleg græn og rauð eppli í þetta og Jónagold eru nú ekki sérlega bragðmikil eppli þegar maður býr til safa úr þeim. Mögulega að nota gul eppli í bland við jonagold en Jonagold/Guleppla cider er nú ekki alveg nægilega spennandi....
Held að málið sé að finna nægilega skemtilegan safa hérna heima, jafnvel blanda saman nokkrum mismumandi.... Kanski bæta svo epplum útí en bara sem viðbót...
Re: Möguleikar á Cidergerð á Íslandi
Posted: 15. May 2009 00:51
by Andri
Re: Möguleikar á Cidergerð á Íslandi
Posted: 15. May 2009 00:57
by Eyvindur
Jæja, til hamingju með nýja starfið...