Page 1 of 1

Skemmtilegt trix - gott að hafa í handraðanum

Posted: 9. Feb 2010 22:39
by Eyvindur
Ég var að heyra sniðugt ráð og datt í hug að deila því með ykkur.

Ef þið hafið í hyggju að brugga eitthvað sem hefur gott af því að eldast lengi eftir gerjun, en má helst ekki fara á flöskur strax (t.d. mjöð, lambic eða annað súröl, eða ef þið eruð með mjög sterkan bjór sem þið kjósið að elda í gerjunaríláti frekar en flösku) þarf vanalega að fylgjast vel með vatnslásnum, því vatnið á það jú til að gufa upp. Þetta getur leitt til vandræða, því súrefni getur komist í vökvann, og það getur stundum haft slæmar afleiðingar.

Þá er frábært ráð að setja matarolíu í vatnslásinn. Hún gufar ekki upp við stofuhita, og því er engin hætta á að neitt komist ofan í bjórinn. Ef þið hafið áhyggjur af því að hitabreytingar eða annað gæti valdið því að lítilræði sogist úr vatnslásnum ofan í vökvann er líka hægt að setja vatn og svo smá olíu yfir, þar sem olían flýtur ofan á vatninu. Þá þarf bara að gæta þess að olían hylji vatnsyfirborðið algjörlega.

Ég er trúlega að fara af stað með einhverja villibjóra, sem þurfa góðan öldrunartíma, og þess vegna var ég himinlifandi að finna þetta heilræði. Og datt í hug að einhverjir Fágunarmeðlimir gætu haft gagn að þessu.

Re: Skemmtilegt trix - gott að hafa í handraðanum

Posted: 9. Feb 2010 22:58
by sigurdur
Viðbót við þetta töfraráð fyrir þá sem að hafa áhyggjur af "suckback" áhrifum, notið S vatnslás þegar öldrunin hefst.
Mín reynsla af S vatnslásum hefur verið eftirfarandi:
1. Hærri þrýstingur helst í gerjunarílátinu.
2. "Suckback" áhrifin eiga ekki/lítið við.

Re: Skemmtilegt trix - gott að hafa í handraðanum

Posted: 9. Feb 2010 23:02
by Eyvindur
Hmmm... Ég hefði haldið, miðað við lögun og samsetningu, að sog væri einmitt meiri hætta í S-lásum. Ég sé ekki hvernig vökvi ætti að geta sogast upp úr þriggja-hluta lás. Kannski eitthvað sem ég er ekki að sjá.