Geymsluþol Víns

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Geymsluþol Víns

Post by Hjalti »

Sælir drengir, Er svona að reyna að virkja þetta Víngerðarspjall, en spurningin mín er í raun.

Ef ég geri Hvítvín úr þrúgu eins og Souvignon Blanc sem er frekar þur þrúga, hvað er það þá sem ákveður hversu lengi þessar flöskur myndu endast. (Ef ég vil ekki nota nein rotvarnarefni sem fylgja oft þessum Kittum)

Eldist vín jafn vel og bjór, eða er það styttri endingartími?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Geymsluþol Víns

Post by Stulli »

Án þess að vera neinn sérfræðingur í víngerð, þá tel ég líklegt að vínið sé alveg að fara að þola langann tíma í flösku ef að vel er staðið að öllu. Vín er það áfengisríkt að það ætti að geymast amk jafnlengi og sterkur, flöskuþroskaður bjór, ef ekki lengur. Kannski best að einhver með reynslu í víngerð svari þessu.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Geymsluþol Víns

Post by Eyvindur »

Ef hreinlætið er 110% geturðu eflaust geymt það í mörg ár. Eins og Stulli segir er áfengismagnið hátt, sem eykur geymsluþolið. Og eins og frægt er verður vín betra með aldrinum - það ætti ekki að gilda neitt annað um vín sem þú gerir heima. Ef þú ætlar að geyma það lengi skaltu bara passa eins og þú getur að oxa það ekki - láta það ekkert slettast um í millifærslum og slíku. Það sem gerir vín betra með aldrinum er að það oxast, og því lengur sem þú ætlar að geyma það, því betra er að það sé sem minnst oxað þegar það fer á flöskurnar. Á hinn bóginn geturðu nýtt þetta öfugt, ef þér liggur á að geta notið vínsins - þá geturðu leyft smá súrefni að komast í vínið áður en það fer á flöskurnar (ekki of miklu, auðvitað), þannig að það oxist aðeins hraðar.

Þetta er það sem takmörkuð vínviska mín býr yfir... Vonandi hjálpar það eitthvað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Geymsluþol Víns

Post by Andri »

Þetta endist ef þú lætur tappana rétt á :)
Afi var að segja mér frá mistökum sínum, hvað hann hefði gert vitlaust þegar hann var að brugga í den, meðal annars var að leggja tappana í vatn til að þeir myndu renna betur í, það voru mistök því þá komst loft einhvernveginn inn og vínið oxaðist.
Held að áman sé að selja þessa plast tappa, þeir eru víst algjör snilld.
Er ekki viss hvort hvítvín endist jafnlengi og rauðvín.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Geymsluþol Víns

Post by Eyvindur »

Held reyndar að það gæti verið rétt, Andri, með hvítvínið... Allavega hef ég heyrt að hvítvín sé oft betra ungt, en það fer líka kannski eftir tegundum... Mér finnst einhvern veginn (og byggi það ekki á neinu) að þurr vín gætu enst betur en sæt...

En já, góður punktur með tappana. Ekki kaupa ódýra tappa ef þú ætlar að geyma þetta eitthvað. Held að plasttapparnir séu þá einmitt bestir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Geymsluþol Víns

Post by Korinna »

Því meiri sýra því lengra geymist vínið en hins vegar þroskast það hraðar því minni sýra er í því. Talað er um hátt sýrustig þegar það er 7 til 9 prómil og er ekki endilega tengt því hvort vínið bragðast þurrt eða sætt.
Sætt vín endist betur en súrt, sérstaklega eftir opnun. Hvítt vín skal ávalt vera geymt í ísskáp eftir opnun en rautt vín má geyma við stofuhita.
Til að geta geymt vínið á áfengið að vera 12 til 13% - þar af leiðandi mundi ég halda að það geymst heldur betur enn bjór ef eitthvað er.
Tapinn skiptir máli eins og fram hefur komið. Þar sem allt að 3% víns er skemmt af korki hafa margir virtir framleiðendur skipt yfir í skrúfutapa sem er ekki lengur merki um eitthvað ódýrt sull.
Flest vín er hægt að geyma í 1 til 3 ár, sætt dessertvín lengra, í allt að 10 ár. Þetta er reyndar einnig spurning um árggang þar sem veðrið, jarðvegurinn og fleirra geta haft talsvert mikinn áhrif en ég veit ekki hversu vel þett á við um vín eins og við erum að tala um.

Svo má alltaf leika sér og geyma góðann árgang, ég á sem dæmi kassa af 1981 :D
man does not live on beer alone
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Geymsluþol Víns

Post by Hjalti »

Korinna wrote:Því meiri sýra því lengra geymist vínið en hins vegar þroskast það hraðar því minni sýra er í því. Talað er um hátt sýrustig þegar það er 7 til 9 prómil og er ekki endilega tengt því hvort vínið bragðast þurrt eða sætt.
Sætt vín endist betur en súrt, sérstaklega eftir opnun. Hvítt vín skal ávalt vera geymt í ísskáp eftir opnun en rautt vín má geyma við stofuhita.
Til að geta geymt vínið á áfengið að vera 12 til 13% - þar af leiðandi mundi ég halda að það geymst heldur betur enn bjór ef eitthvað er.
Tapinn skiptir máli eins og fram hefur komið. Þar sem allt að 3% víns er skemmt af korki hafa margir virtir framleiðendur skipt yfir í skrúfutapa sem er ekki lengur merki um eitthvað ódýrt sull.
Flest vín er hægt að geyma í 1 til 3 ár, sætt dessertvín lengra, í allt að 10 ár. Þetta er reyndar einnig spurning um árggang þar sem veðrið, jarðvegurinn og fleirra geta haft talsvert mikinn áhrif en ég veit ekki hversu vel þett á við um vín eins og við erum að tala um.

Svo má alltaf leika sér og geyma góðann árgang, ég á sem dæmi kassa af 1981 :D
Afhverju veit ég ekki af þessum úrvals árgangi????????????????

1981 er nátturulega besti árgangur í heimi!!!!!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Post Reply