Page 1 of 1

Flæði úr hrostastampi

Posted: 4. Feb 2010 13:32
by joi
Sælir drengir,
eftir að hafa velt mér mikið upp úr pælingum um bætt flæði, barksýru, þéttingu og aukna nýtingu á virt úr kornbeðinu í 60l hrostastampi kom ég niður á þessa ágætu og ódýru lausn:
Klósettbarkahringir í hrostastampi
Klósettbarkahringir í hrostastampi
Image(32).jpg (51.32 KiB) Viewed 9189 times
Efni fengið hjá gesala.is:
100 cm Rústfrí brynja af klósettbarka 100 cm
50 cm Rústfrí brynja af klósettbarka 50 cm
3 stk Eir T 12mm
1 stk Eir Nippilhné 90° 12mm
30 cm Eirrör 30cm 12mm

Þetta fyrirkomulag ætti að henta vel sískolun, hlutskolun og einfalda skolun. :)

Re: Flæði úr hrostastampi

Posted: 4. Feb 2010 14:18
by Squinchy
Sniðug hönnun hjá þér, endilega láta vita hvernig þetta er í notkun :)

Re: Flæði úr hrostastampi

Posted: 5. Feb 2010 17:23
by andrimar
Glæsileg smíð.

Hvernig þéttirðu samt úttakið úr tunnunni. Er með allt klárt í meskiker nema þennan part. Aðeins að vefjast fyrir mér hvað er best að kaupa og hvar til að hindra leka?

Re: Flæði úr hrostastampi

Posted: 5. Feb 2010 20:51
by joi
Það er afar einfalt Andri, ég notast við möffins-sílíkonbökunarform sem fást fyrir ca 1400 kr í ILVA og svo tank-gegnumtak úr kopar frá Húsasmiðjunni einnig á 1400 kr. stykkið.

Re: Flæði úr hrostastampi

Posted: 5. Feb 2010 21:00
by hrafnkell
Það þarf ekki einusinni að splæsa í gegnumtak, þau eru venjulega gerð fyrir miklu þykkari veggi en 1-3mm sem plastfötur eru með og eru frekar dýrar. Eitthvað fitting með skrúfgangi og svo einhverskonar múffa hinumegin og pakkning dugar fínt. Svolítið ódýrara líka.

Teflon og nylonpakkningar kosta undir 100kr og duga vel í þetta, ásamt smá teflonteipi.

Re: Flæði úr hrostastampi

Posted: 5. Feb 2010 22:04
by andrimar
Tank-gegnumtak. Nú verð ég að játa fáfræði mína í pípulögnum. Er þetta eitt unit eða samsett úr garðkrana, rörbút og skinnum eða álíka?

Áttu kannski nánari mynd af þessu unit'i?

Re: Flæði úr hrostastampi

Posted: 5. Feb 2010 22:25
by hrafnkell
Prófaðu google images og "bulkhead fitting", þá færðu smá hugmynd. Getur líka bara smellt þér í næstu pípulagningabúð og beðið um gegnumtak í gegnum þunnan vegg.