Page 1 of 1

Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 31. Jan 2010 20:21
by sigurdur
Það virðist hafa gleymst að ákveða með fundinn í Feb 2009.
Hver býður sig fram til að hýsa fundinn og hverjir ætla að mæta?

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 31. Jan 2010 22:52
by kalli
Ég vildi gjarnan mæta

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 31. Jan 2010 22:56
by valurkris
Það er hugsanlegt að ég mæti

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 14:40
by Valli
Vínbarinn er alltaf kostur sem vert er að skoða sem fundarstað, tel að Gunnar myndi glaður vilja hýsa okkur.

Sama hvar, þá myndi ég vilja sjá þennan fund gerast þar sem ég ætla að mæta og koma smá tilkynningu á framfæri. Tel jafnvel að tilkynningin verði þess eðlis að einhverjar umræður gætu sprottið upp hér á spjallinu vegna hennar.

Sjáumst í kvöld.

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 14:43
by Eyvindur
Vesen er þetta... Þurfti að vera heima í dag vegna afkvæmaveikinda, þannig að ég festist víst í vinnu í kvöld. Vona þó að sem flestir mæti á Vínbarinn og hlýði á Valla (hef grun um hvers eðlis tilkynningin er). Ef mér tekst að klára snemma bruna ég niðureftir.

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 14:52
by Andri
Klukkan hvað eigum við að mæta strákar mínir?

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 14:56
by halldor
Valli wrote:Vínbarinn er alltaf kostur sem vert er að skoða sem fundarstað, tel að Gunnar myndi glaður vilja hýsa okkur.

Sama hvar, þá myndi ég vilja sjá þennan fund gerast þar sem ég ætla að mæta og koma smá tilkynningu á framfæri. Tel jafnvel að tilkynningin verði þess eðlis að einhverjar umræður gætu sprottið upp hér á spjallinu vegna hennar.

Sjáumst í kvöld.
Ég styð Vínbarinn.
Eigum við að segja kl. 21.00 ? Eða fyrr?

Ég var einhverntímann búinn að ræða við Gunnar um að fá að taka með okkur heimagert smakk og hann tók vel í það, en við ættum að takmarka það við 1-2 á mann og kaupa allavega 1-2 á mann hjá honum til að þakka fyrir okkur.
Ég skal heyra í honum og sjá hvort hann vilji fá okkur.

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 15:26
by Tigra
Æi svei, ég var búin að hugsa um að kíkja kannski á ykkur, en það verður víst að bíða betri tíma.

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 15:42
by sigurdur
Líst vel á vínbarinn.
Ég held samt að ég verði á bíl þannig að ég verð bara að fá barnastærð af bjórum hjá honum.
21:00 er góður tími. (væntanlega til ~22-23 leitið)

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 16:04
by Oli
Valli wrote:Vínbarinn er alltaf kostur sem vert er að skoða sem fundarstað, tel að Gunnar myndi glaður vilja hýsa okkur.

Sama hvar, þá myndi ég vilja sjá þennan fund gerast þar sem ég ætla að mæta og koma smá tilkynningu á framfæri. Tel jafnvel að tilkynningin verði þess eðlis að einhverjar umræður gætu sprottið upp hér á spjallinu vegna hennar.

Sjáumst í kvöld.
Muna að pósta tilkynningunni hérna fyrir okkur sem ekki komast á þessa fundi! Hef að vísu grun um hvað hún er....

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 16:42
by halldor
Eyvindur wrote:Vona þó að sem flestir mæti á Vínbarinn og hlýði á Valla (hef grun um hvers eðlis tilkynningin er).
Oli wrote: Muna að pósta tilkynningunni hérna fyrir okkur sem ekki komast á þessa fundi! Hef að vísu grun um hvað hún er....
Ég hef ekki hugmynd og er spenntur / stressaður... veit ekki hvort ég á að vera :shock:
Bannað að segja ef maður veit... ég ætla að vera kominn með Skjálfta í hönd þegar ég heyri tilkynninguna.

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 18:47
by halldor
Ég hef ekki haft uppá eiganda Vínbarsins ennþá. Spurning um að geyma smakkið heima í þetta skiptið. Í staðinn kemur frábært úrval af flöskubjór ásamt Leffe, Stellu og Skjálfta á krana.

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 19:01
by dax
Sjáumst á Vínbarnum á eftir

kv,
-dax

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 19:31
by Andri
Ég mæti þá 21:00

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 20:10
by Hjalti
Ég mæti!

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 20:46
by halldor
glæsó
Ég ætla að rölta af stað.
Sjáumst

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 21:08
by Eyvindur
Ég ætla rétt að vona að einhver sé með fartölvu á sér (og að það sé þráðlaust net á Vínbarnum) og setji inn tilkynninguna undir eins!

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 21:49
by Idle
Eyvindur wrote:Ég ætla rétt að vona að einhver sé með fartölvu á sér (og að það sé þráðlaust net á Vínbarnum) og setji inn tilkynninguna undir eins!
Tek undir með Eyvindi. Biðin er blátt áfram sársaukafull!

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 22:20
by hordurg
Olvisholt verdur med heimabruggskeppni eftir 3 manudi!

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 1. Feb 2010 22:29
by Idle
Það eru gleðitíðindi út af fyrir sig. Hver eru smáatriðin?

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 2. Feb 2010 00:09
by valurkris
það er voða lítið um smáatriði eins og er

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 2. Feb 2010 00:21
by Eyvindur
Er eitthvað vitað um hvenær þau eru væntanleg?

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 2. Feb 2010 01:07
by Andri
Líklegast bara á næstunni, býst ekki við því að smáatriðin verða komin fyrir ferðina en já við erum náttúrulega takmarkaður fjöldi heimabruggara og við reynum að halda okkur við måske við 1-2 stíla, aldrei að vita samt.
Einu skilyrðin sem eru komin á hreint er að það þarf að senda kippu af hverju bruggi til Andra (Yfirmanns smökkunardeildar Fágunar).

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 2. Feb 2010 01:15
by aki
Takk fyrir skemmtilegan fund. Nú fer ég að leggja í verðlaunabjórinn. Mér skildist að þetta yrði ekki bundið við stíla heldur myndi vera valinn "besti bjórinn" en það á væntanlega eftir að koma formlegt notice of race.

Re: Fundur 1. Febrúar 2009

Posted: 2. Feb 2010 01:38
by halldor
Já þetta var besti fágunarfundur sem ég man eftir :)
Ég er þokkalega spenntur að fá að heyra smáatriðin á laugardaginn.