Page 1 of 1
Hvað er verið að smakka?
Posted: 29. Jan 2010 20:49
by sigurdur
Vildi ræsa þennan þráð fyrir þá sem að vilja deila með öðrum hvað þeir eru með í glasi, endilega skelltu inn svari með því sem að þú ert að drekka.
Ég er núna að smakka Duchess de Bourgogne, fyrsta flæmska bjórsmakkið mitt. Algjört nammi.
Mjög spes bjór samt.
Re: Hvað er verið að smakka?
Posted: 29. Jan 2010 21:04
by hrafnkell
Ég er að tækla þorrabjórana í kvöld.. Suttlungasumbl og egils komnir niður og Kaldi næstur.
Egils finnst mér bara eins og hver annar lager, ekkert sérstaklega varið í hann en svosem ekkert slæmur heldur.
Suttlungasumbl er ég hrifinn af, kem hugsanlega með nánari lýsingu þegar ég sumbla aðeins meira í honum.
Re: Hvað er verið að smakka?
Posted: 29. Jan 2010 22:09
by Andri
Ég var ekkert svo hrifinn af Suttungasumbli, hef ekki smakkað hina þorrabjórana.
Duchesse er snilldin ein, fyrsti sopinn sagði undirmeðvitundinni að taka ekki annan bjórheilinn sem var forritaður á lager sagði mér að þetta væri ekki bjór eins og ég er vanur og væri líklega ekki góður. En djöfull var hann góður og öðruvísi, það var svo mikið í gangi ég hugsa að ég verð að kaupa meira og rýna í hann ;p
Re: Hvað er verið að smakka?
Posted: 29. Jan 2010 22:21
by Hjalti
Ég er að drekka minn eginn jólabjór... náði ekki að klára hann um jólin

Re: Hvað er verið að smakka?
Posted: 29. Jan 2010 22:38
by Eyvindur
Ég er að sötra La Trappe Tripel. Jiminn hvað ég dýrka þann bjór. Næst er Suttungasumbl, sem er líka í einstöku uppáhaldi. Ef ég kemst í Heiðrúnu fljótlega þarf ég klárlega að kaupa Duchesse, enda einn besti bjór sem ég hef smakkað. (Já, ég er mikið fyrir belgíska bjóra).